Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Ljós í myrkri Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær um endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samstarfið við AGS á að standa til maí 2011. Golli HALLDÓR Lax- ness lét eftirfarandi orð falla á síðustu öld „meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða, kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld- ir“. Hitti maður vinstrimann á förnum vegi í dag stendur upp úr honum bunan um að „við Íslendingar verðum að ábyrgjast skuldbindingar okkar“. Allir heiðarlegir menn styðja það en hvers vegna eigum við að yfirtaka allt það sem okkur ekki ber eins og í Icesave-málinu? Sagt var forðum „gjöldum keisaranum það sem keisarans er“. Hverjir stjórna þessum heila- spuna sem troðið er inn á okkur um okkar ábyrgð á öllu Icesave- málinu? Hvað er hér á ferðinni, heilaþvottur kratanna, höfðings- skapur, mikilmennska eða minni- máttarkennd Íslendinga, vegna þess að nokkrir tugir útrás- armanna særðu stolt okkar og misfóru með nafn þjóðarinnar. Við sem þjóð skömmumst okkar og viljum að umræðan um okkur batni í útlöndum. Umræða sem er ýkt vegna átaka við tvær þjóðir, almenningur í þessum löndum er ekkert að fordæma Ísland. 100 milljónir á dag Stafar þetta af misskilinni skömm, við ráðum við þetta er sagt eða er það af því að við skul- um inn í Evrópusambandið. Þess vegna hefur Samfylkingin ráðið ferðinni í málinu. Við erum stolt þjóð sem ætlar að yfirtaka alla skömmina á okkur, þrátt fyrir að okkur beri það ekki. Hvert ferming- arbarn, hver hugs- andi maður hér og erlendis, veit og getur reiknað að ís- lenska ríkið ræður aldrei við vextina af Icesave, hvað þá alla kröfuna til við- bótar. Vextirnir ein- ir alls upp á eitt hundrað milljónir upp á hvern einasta dag. Þingið ætlar svo enn að bæta hag Breta og Hollendinga, þvo út fyrirvara Al- þingis frá því í sumar, um það snúast viðbótarsamningarnir og ný uppgjöf. Jahá, eitt hundrað milljónir á dag, bara í vexti, eða þrjátíu og sjö milljarðar á ári fyrir utan afborganir af upphæðinni. Vextir og afborganir eins og allt skólakerfið á Íslandi kostar á ári. Svo blekkja fjölmiðlar okkur gagnrýnislaust og segja frá ís- lenskri, „getspá“ ríkisstjórn- arinnar í nýjum og gömlum bönk- um að aðeins 75 milljarðar standi útaf í Icesave-málinu, eignir bank- ans borgi hitt. Hvaða upphæð er þetta nú, t.d. vextirnir einir. Æðsta stjórn íslenska ríkisins for- setaembættið, Alþingi, ríkisstjórn og Hæstiréttur kosta 3,4 milljarða á ári, eða 10 milljónir á dag, á móti vöxtum Icesave upp á 100 milljónir á dag, hvert erum við komin í umræðunni? Af hverju hafa mál þróast með þeim hætti að það þykir bara sjálfsagt að íslenska þjóðin sem slík beri bankaslysið í Bretlandi og Hollandi? Ég ætla ekki að ræða vandræðagang og úrræða- leysi ríkisstjórnar Íslands í fyrra- haust í þessari grein, það hef ég marggert og skil ekki enn hvernig landið var knésett af einum breskum forsætisráðherra með þrennum hætti: yfirlýsingu um gjaldþrota land, hryðjuverkalög- um og að fella breska Kaupþings- bankann. „Ísland eitt í hvirfilbyl,“ sagði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og skammaði Norðurlandaþjóðirnar vegna hræðslu við Breta. Það sama á við um Evrópusambandið sem ber alla ábyrgð á löggjöfinni um peninga og bankastarfsemi. Ögmundur er okkar von Hvers vegna líða t.d. Vinstri grænir það að AGS misbeiti valdi sínu gegn okkur og vinni op- inberlega fyrir Breta og Hollend- inga? Ögmundur Jónasson sagði sig frá ráðherraembætti af því að hann veit að ríkisstjórnin er að kaupa sér stundarfrið með blekk- ingum, hann veit að auðæfi, þar á ég við auðlindir og sjálfstæði Ís- lands, munu sennilega tapast vegna seinni nauðungasamning- anna, þess vegna fór hann. Ög- mundur getur ekki setið og þagað á þingbekkjum þegar verið er að fjötra Ísland í skuldum og AGS misfer með vald sitt. Ögmund þekki ég sem drengskaparmann sem fylgir sannfæringu sinni og slær á hönd óvitans þótt hann standi honum nærri eins og nú ber við. Hann hlýtur fyrr eða seinna að höggva. Hann hlýtur að varpa ljósi á aðra möguleika okk- ar sem þjóðar. AGS burt, jökla- bréfin burt, vextir lækkaðir með handafli og t.d. norska leiðin skoðuð í fullri alvöru. Rædd verði beiðni um lánalínu eins og vinir okkar í Noregi setja fram í fullri alvöru. Öll umfjöllun um heimboð þing- manna Framsóknarflokksins, Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns og Höskuldar Þórhalls- sonar alþingismanns, til Noregs í boði formanns Miðflokksins, Liv Signe Navarsete, og Per Olaf Lundteigen, þingmanns flokksins, hefur verið rangtúlkuð og kölluð „sneypuför,“ og öllum illum nöfn- um. Samfylkingunni var mikið í mun að eyða þessari hugsun og loka fyrir aðrar leiðir. Und- arlegur tölvupóstur forsætisráð- herra með beiðni um nei fór því héðan til Noregs. Formlega bréf- ið frá Stoltenberg er ekki nei, í því er spurnartónn sem lýsir áhyggjum hans og undrun, þótt hann verði við ákalli systur sinnar svona til málamynda. Var líflínu varpað hingað Hvað vildu þessir norsku vinir og nágrannar ræða við þá fé- lagana? Þeir vildu fræðast og leiddu þá síðan á fund manna úr öllum flokkum til að auka skilning á erfiðri framtíðarstöðu Íslands. Var það ljótt, ég spyr, voru þau kannski að kasta líflínu til sökkv- andi þjóðarskútu? Þau töldu og fleiri ráðamenn Noregs að skuldastaða Íslands væri afleit og leist ekkert á skattastefnu rík- isstjórnarinnar sem væri eins og olía á eldinn. Norðmenn töldu hins vegar að Ísland yrði sjálft formlega að leita eftir hjálp, slík beiðni hefði ekki borist, þeir töl- uðu um lánalínu. Þeir höfðu áhyggjur af framferði AGS hér og okurvöxtunum. Þeir sjá það sem fleiri sjá í Evrópu að AGS er að brjóta sín lög og skyldur og vinn- ur sem handrukkari fyrir Breta og Hollendinga. Þjóðargjöf Norðmanna? Mikil viðbrögð eru nú í Noregi við blaðagrein vinar okkar Knud Ødegård. Manni hlýnaði um hjartaræturnar að heyra af skrif- um hans og því að hann telji að nú geti norðmenn endurgoldið afrek Snorra og íslenskra sagnamanna með þjóðargjöf til Íslands uppá 220 milljarða íslenskra króna. Sigrar og sjálfstæði Noregs var sótt í gegnum íslenska sagnarit- ara, segir hann Norðmaðurinn. Ég hef ekki mikið séð fjallað um þessi skrif eða þessa skoðun í fjöl- miðlum hér, eða í alvöru um norsku leiðina. Er það vegna þess að vinstri slagsíða fjölmiðlanna vinnur með ríkisstjórninni. Hvar er gagnrýnið Kastljós svo ekki sé talað um sunnudagsmessur Egils Helgasonar? Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og próffessor, kenndi okkur það að heimilt væri að vera vitrari í dag en í gær. Hann fór einnig sjálfur og sótti sigra til Bretlands í landhelg- isstríðinu. Við getum aldrei og eigum aldrei að taka þessar drápsklyfjar á okkur, framtíðin rís ekki undir því. Jóhanna og Stein- grímur geta enn snúið frá fúakeld- unni og farið hina leiðina sem vax- andi skilningur er fyrir um alla norðurálfu. Það þarf samt að biðja og viðurkenna ákveðnar stað- reyndir, það er betra að gera slíkt strax, seinna verður það of dýru verði keypt, þá verðum við að færa fórnir. Eftir Guðna Ágústsson » Vextirnir einir alls upp á eitt hundrað milljónir upp á hvern einasta dag. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. formaður Framsókn- arflokksins. Ótrúleg slysaganga ríkisstjórnarinnar 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.