Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 20

Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 EFTIR bankahrun- ið hef ég fengið margar fyrirspurnir frá sjóðfélögum Frjálsa lífeyrissjóðs- ins um stöðu sjóðsins. Fyrirspurnirnar hafa oft á tíðum snúist um hvort eignir séu of hátt metnar í bók- haldi sjóðsins. Ég tel því ástæðu til að upp- lýsa hvaða áhrif bankahrunið hef- ur haft á Frjálsa lífeyrissjóðinn og hvað sjóðurinn hefur haft að leið- arljósi við mat á eignum sínum. Áhætta minnkuð Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Nýja Kaupþingi, er um 75 milljarðar að stærð og sjóð- félagar eru um 44 þúsund. Sjóð- urinn er áttundi stærsti lífeyr- issjóður landsins og hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða líf- eyrissjóð þeir greiða skylduið- gjald. Jafnframt geta ein- staklingar ávaxtað viðbótarlífeyrissparnað í sjóðnum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn fór ekki varhluta af bankahruninu en að- gerðir sem sjóðurinn greip til árin 2007 og 2008 minnkuðu tjón hans. Á umræddu tímabili var áhætta í verðbréfasafni sjóðsins minnkuð verulega með markvissri lækkun á hlutfalli innlendra hlutabréfa, skuldabréfa fjármálastofnana og skuldabréfa fyrirtækja í eigna- safni sjóðsins. Í staðinn var fyrst og fremst aukið hlutfall verð- tryggðra ríkisskuldabréfa. Fjár- festingarleiðir sjóðsins skiluðu –7% til 25% ávöxtun árið 2008, mismunandi eftir fjárfesting- arleiðum en þær fylgja ólíkum fjárfestingarstefnum og eru því misáhættumiklar. Áhrif varúðarniður- færslna á ávöxtun Við bankahrunið skertist greiðslugeta skuldara verulega og þurfti því að fram- kvæma varúðarnið- urfærslur á virði skuldabréfa fjár- málastofnana og fyr- irtækja í eigu sjóðsins í samræmi við það sem búast mætti við að greiddist upp í skuldabréfin. Þegar varúðarniðurfærslur eiga sér stað lækkar gengi fjárfesting- arleiða sjóðsins og þar með ávöxtun leið- anna. Við varúðarniðurfærslurnar var stuðst við mat tveggja óháðra end- urskoðenda og farið eftir því mati sem fól í sér meiri varúðarnið- urfærslu. Til dæmis voru skulda- bréf gömlu bankanna færð niður um 99% sem þýðir að öll inn- heimta þeirra umfram 1% kæmi sjóðfélögum til góða í framtíðinni og leiddi til þess að ávöxtun sjóðs- ins myndi hækka. Á þessu ári kom í ljós að staða nokkurra fyr- irtækja, sem sjóðurinn átti skulda- bréf á hafði versnað enn frekar og hafa því frekari varúðarnið- urfærslur verið framkvæmdar á árinu. Sjóðurinn hefur einnig bók- að virði gjaldmiðlaskiptasamninga sjóðsins miðað við gengi á gjald- daga samninganna en sjóðurinn telur, eins og Landssamtök lífeyr- issjóða, að gera eigi samningana upp á hagstæðara gengi fyrir sjóð- ina. Líklegt er að dómstólar muni skera úr um endanlegt gengi. Frá áramótum til 19. október sl. var nafnhækkun fjárfestingarleiða sjóðsins 7%-13% að teknu tilliti til þeirra varúðarniðurfærslna sem gripið hefur verið til á árinu. Þrátt fyrir að skuldabréf sjóðsins hafi verið færð mikið niður hafa var- úðarniðurfærslurnar haft minni áhrif á ávöxtun sjóðsins en búast mátti við. Ástæðan er að virði um- ræddra bréfa var lágt hlutfall af heildareignum sjóðsins. Var- úðarniðurfærslur á skuldabréfum sjóðsins hafa verið 0%-5,8% af heildareignum sjóðsins, mismun- andi eftir fjárfestingarleiðum. Það er von mín að meira fáist upp í greiðslu skuldabréfanna en bókfærð staða þeirra segir til um. Ef það gengur eftir mun það hafa þau áhrif að gengi á fjárfesting- arleiðum sjóðsins hækkar og þar með ávöxtun leiðanna. Áhersla á gagnsæi Frá því um sl. áramót hefur sjóðurinn leitast við að auka enn frekar gagnsæi fyrir sjóðfélaga. Eftir bankahrunið hafa sjóðfélagar haft mikinn áhuga á að fá upplýs- ingar um eignasafn sjóðsins. Stjórn sjóðsins tók þá ákvörðun að birta á vefsíðu sjóðsins, www.frjalsilif.is, frá og með sl. áramótum upplýsingar um hvaða eignir sjóðurinn á og hve hátt hlutfall einstakar eignir eru af heildareignum hans. Þannig geta sjóðfélagar metið þá áhættu sem felst í eignasafni hinna mismun- andi fjárfestingarleiða sjóðsins. Upplýsingar um eignirnar eru uppfærðar á þriggja mánaða fresti. Þær miklu varúðarniðurfærslur sem hafa verið framkvæmdar og bókun á virði gjaldmiðlaskipta- samninga miðað við gengi á gjald- daga samninganna endurspeglast í útreikningum á daglegu gengi fjárfestingarleiða Frjálsa lífeyr- issjóðsins. Tekið er því tillit til þessara aðgerða í þeim ávöxt- unartölum sem sjóðurinn gefur út. Samkvæmt ofangreindu tel ég að eignir sjóðsins séu ekki of hátt metnar í bókhaldi sjóðsins. Frjálsi lífeyrissjóðurinn legg- ur áherslu á gagnsæi Eftir Arnald Loftsson » Það er von mín að meira fáist upp í greiðslu skuldabréfanna en bókfærð staða þeirra segir til um. Arnaldur Loftsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins. SVANDÍS Svav- arsdóttir, umhverf- isráðherra Íslands, hefur tilkynnt að hún ætli ekki að sækja um undanþágur vegna losunar á gróður- húsalofttegundum þegar Kyoto-bókunin verður endurskoðuð á hinni mikilvægu COP15-loftslagsráð- stefnu í Kaupmanna- höfn í desember. Með þessu sýnir ríkisstjórn Íslands mikla ábyrgð og gott fordæmi. Hinum megin á hnettinum vill Taívan sýna sams konar fordæmi enda steðjar að landinu ýmiss kon- ar vá af völdum hlýnandi veð- urfars. Fellibylurinn Morakot, sem mikið var í fréttum nýverið, er að- eins eitt dæmi þess. En Taívan hefur því miður ekki sama tæki- færi og Ísland til að láta rödd sína hljóma þar sem eftir verður tekið. Ég bið lesendur Morgunblaðsins að minnast efnahagslegrar stöðu Taívans. Ríkið telst það 12. í röð- inni í heiminum hvað varðar samkeppn- ishæfni og Al- þjóðabankinn setur það í 46. sæti landa sem hagstætt er að eiga viðskipti við, samanborið t.d. við Kína í 89. sæti. En Taívan bítur samt við útgarðana þegar kem- ur að alþjóða- samvinnu. Skellt hef- ur verið skollaeyrum við umsóknum Taív- ans um aðild að Sam- einuðu þjóðunum frá 1993 og nú þegar ríkið hefur hætt að reyna að sækja um fulla aðild en æskir ein- ungis þátttöku í undirstofnunum SÞ mætir það einnig tómlæti. Nýj- asta og alvarlegasta dæmið er að okkur er meinað að eiga aðild að Loftslagsráði SÞ. Vitaskuld berum við sömu ábyrgð og aðrar þjóðir á að draga úr losun skaðlegra lofttegunda. En slíkt verður aðeins gert með ná- inni samvinnu ríkja heims. Í síð- ustu viku gaf Taívan út metn- aðarfull stefnumið sín um minnkaða losun CO2: 1) Á ára- bilinu 2016-2020 verði losunin ekki meiri en árið 2008. 2) Árið 2025 verði losunin komin í sömu tölu og árið 2000. 3) Árið 2050 verði los- unin aðeins 50% af því sem hún var árið 2000. Ef Taívan fengi aðild að alþjóða- samvinnu á þessu sviði gæti ríkið lagt mikilvægan skerf af mörkum til að hjálpa þróunarríkjum að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Von mín er sú að alþjóða- samfélagið viðurkenni það skref sem við höfum ákveðið að taka og veiti okkur aðild að Loftslagsráði SÞ og að COP15-ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir slíku á vettvangi SÞ. Taívan og loftslags- breytingarnar Eftir Su Jun-pin »Ef Taívan fengi aðild að alþjóðasamvinnu á þessu sviði gæti ríkið lagt mikilvægan skerf af mörkum til að hjálpa þróunarríkjum að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Su Jun-pin Höfundur er upplýsingamálaráðherra Taívans (Lýðveldisins Kína). Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn – meira fyrir áskrifendur JÓLAGJAFIR FRÁ FYRIRTÆKJUM Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfs- fólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. nóvember. Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskipta- vinum og eigin starfsfólki í jólagjöf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.