Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 24

Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 24
24 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Þakið, þakið, þakið það logar Vá! Hér er sko eldur í lagi! Er í lagi að hugsa svona? Ástin er eins og sinueldur … Af litlum neista verður oft mikið bál. Þegar einhver vinur þinn er ást- fanginn upp fyrir haus, reynirðu þá ekki að slökkva í? Sinueldar eru hættulegir, þú veist það. En kannski sleppirðu því að bjarga vini þínum. Þú sérð hvað hann er glaður og þú samgleðst hon- um. Nema þú sért afbrýðisamur. Eða finnist að hann hafi valið illa, elskan hans sé flagð undir fögru skinni. Þakið það logar … segir smellurinn sem oft heyrist á Lindinni. Og skáldið brosir út undir eyru. Því hér er líf í tuskunum og hér er aðalnáunginn, sá sem heldur uppi öllu fjörinu. Hver skyldi það nú vera? Framhaldið á Lindinni segir: We don’t need no water. Let the Holy Ghost burn! Við þurfum ekki vatn. Andi Guðs má alveg brenna! Hvað finnst þér nú? Samgleðstu … eða langar þig að tala um fyrir veslings flóninu? Mundu samt eitt: Biblían segir, að Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur. (1. Jóh. 4:8) Guð er uppspretta kærleikans í heiminum – og hann heldur uppi fjörinu hjá þeim sem kynnast hon- um. Hvað eigum við þá að álykta að eldur Guðs sé? Gæti hann verið kær- leikur? Meira um það síðar. EINAR SIGURBERGUR ARASON, guðfræðingur og býr á Blönduósi. Kviknað í – og er það bara gott? Frá Einari Sigurbergi Arasyni Einar Sigurbergur Arason ÞAÐ VEKUR mann til umhugsunar þegar hlustað er á fréttir um meinta innherjavitneskju þegar rætt er um sölu Baldurs Guðlaugssonar á hluta- bréfum sínum í Landsbanka. Hann hefur sjálfur gefið þá skýringu – sem tekin var til geina af Fjármála- eftirlitinu í vor – að hann hafi haft sína vitneskju úr umræðum í dag- blöðum um bága stöðu bankans. Hver hefur komið fram með þær upplýsingar eftir þennan umtalaða fund með Darling að þar hafi verið lýst yfir fyrirsjáanlegu hruni bank- anna á Íslandi? Ég hef ekki séð þær fullyrðingar. Mér er spurn: Ef ég hefði átt bréf í banka og lesið hrakspár blaðanna á þessum tíma, hvað hefði ég gert? Og margir aðrir í þeirri stöðu? Ég skal alveg játa það að ég hefði verið mætt í bankann minn í bítið næsta morgun til að leysa út mín bréf og bjarga því sem bjargað yrði. Margir sem ég þekki til gerðu slíkt hið sama og ráðuneytisstjórinn gerði. Ég hef verið efins um Icesave- málið eins og margir landar mínir. Einn góður vinur minn setti málið upp á þennan hátt: Ef það hefðu ver- ið Íslendingar sem lentu í þeirri stöðu sem almenningur í Bretlandi og Hollandi lenti í, hvað hefðum við gert? Hefðum við ekki heimtað að þær þjóðir bættu okkur skaðann? Ég er viss um að búsáháldabyltingin á Austurvelli hefði þá sagt: Þið ófor- skömmuðu Bretar og Hollendingar skuluð bæta okkur skaðann. Ég skil reiðina í þjóðfélaginu en við skulum ekki velta okkur upp úr hugsan- legum gjörningum heldur sameina krafta okkar til að koma landinu okkar aftur á fæturna. Samstaða er það sem við þurfum nú á að halda. Allir eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Við skulum minnast þess og ekki dæma fyrirfram. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, fyrrverandi deildarstjóri. Aðgát skal höfð í nærveru sálar! Frá Ingibjörgu Björnsdóttur SKIPULAG Evrópusambandsins miðar að því, að einstök ríki leyfi sér ekki að gera gott, eins og þótt hefur á Norðurlöndum. Nýleg dæmi slíks er, að þrengt er að rétti samtaka launþega til kjara- samninga. Þetta gerist með dóm- um, án þess að settar hafi verið nýjar reglur, heldur hafa ráða- menn (hér dómarar) talið ástæðu til að beita þessari hugsun æ víð- ar. Eins er því farið með ábyrgð á innistæðum sparifjáreigenda. Þar var kveðið á um, hvernig þessari hugsun skyldi beitt, að eyða ábyrgð ríkisins á innistæðum með reglum um tryggingasjóð. Þar átti ríkið ekki að leggja neitt til. Í fyrrahaust héldu menn, að ríkið mætti gera það. Þannig hófst Icesave-deilan með kröfu um ríkisábyrgð. Til að leysa ágreining um kröfuna átti fyrst að leggja málið í gerð, en Evrópusambandið fékk ríkin ofan af því. Þá hófust samningar, og Ísland mótaði samningsumboð, fyrst um haustið og svo undir nýrri ríkisstjórn í vetur. Þetta er allt fánýtt, því að það gengur gegn meginhugmynd Evrópusambandsins, sem er að koma í veg fyrir, að einstök ríki þess geri gott, því að það á mark- aðurinn að gera. Það var mótað, hvernig hugmyndin um þetta svið mannlegra samskipta, sparifjár- mál, kæmist í framkvæmd, nefni- lega með ákvæðum um trygg- ingasjóð innistæðueigenda. Þannig hafa ríki ekki heimild til að útkljá ágreining um ábyrgðina í gerð- ardómi (sem verður ekki áfrýjað) né með samningum, það er ekki um neitt að semja. Ríkisstjórnir Bretlands og Hol- lands ásamt þremur íslenskum ríkisstjórnum hafa sýnt óvitaskap í þessu, og á bak við hefur Brüssel verið og fylgifiskar á Norð- urlöndum. Nú verður að snúa sér að þarfari viðfangsefnum, en senda fyrst ríkisstjórnum Bret- lands og Hollands bréf um það, hvernig eiginlega allir hlupu á sig og í hverju það fólst. Síðan mætti halda alþjóðlegt málþing um það, hvernig það verður, að óvitaskapur í stjórn- sýslu leiðir til vandræða fyrir landvinningaríki eins og Evrópu- sambandið. Vel færi á því, að Stofnun í stjórnsýslu og stjórn- málum við Háskóla Íslands héldi þingið. Með slíku málþingi mundi hún skrá sig í sögu stjórnsýslu- fræða í heiminum. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Bannað að gera gott Frá Birni S. Stefánssyni MARGIR þekkja sorgarsögu 2,5% verð- bólgumarkmiðs Seðla- banka Íslands en sumir líkja þeirri pen- ingastefnu við bíltúr sem endar með ósköp- um þegar bílstjórinn ekur fram af bjargi óaf- vitandi enda með hug- ann við loftkælinguna en ekki aksturinn. Metnaðarfullt markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu á ári þótti kannski dálítið óraunhæft rétt eftir aldamótin, en í dag er það til marks um ofmat bankans á eigin getu og er því miður dýrt spaug í huga margra. Frá Þjóð- arsátt til aldamóta reyndist verðbólga 4,4% að meðaltali á Íslandi en tímabil- ið má kalla gullöld í gengis- og verð- lagsmálum hér á landi í seinni tíð. Ef árið 1990 er ekki talið með var verð- bólga aðeins 3,2% að jafnaði á þessu tímabili. Frá stofnun lýðveldis til aldamóta var verðbólga hins vegar margfalt meiri. Um helming tímabils- ins var verðbólgan þó skapleg eða undir 10% en á móti vegur að um fjórðung þess reyndist hún yfir 25% og var mjög mikil um tíma. Vandséð er hvers vegna talan 2,5% varð fyrir valinu þegar velja átti raunhæft verð- bólgumarkmið fyrir Ísland eftir alda- mótin. Svo virðist sem helst hafi verið horft til landa sem bæði státa af al- þjóðlega viðurkenndum gjaldmiðlum og miklum trúverðugleika í peninga- málum. Verðbólgumarkmið eru þó oft hærri í öðrum löndum, til dæmis er markmiðið núna 3% í Ungverjalandi, 4,5% í Brasilíu og 7,5% í Tyrklandi. Færri þekkja sorgarsögu 3,5% raunávöxtunarkröfu íslenskra lífeyr- issjóða, sem bundin er í reglugerð. Lífeyrissjóðum hefur gengið fremur illa að ná 3,5% raunávöxtun að jafnaði á ári, en það ætti ekki að koma á óvart þar sem árlegur hagvöxtur á mann á lýðveldistíma Íslands er aðeins 2,6% að jafnaði sem þó er frábær árangur. Ef þjóð myndi njóta um eða yfir 3,5% hagvaxtar á mann að jafnaði í nokkra áratugi væri um að ræða svokallað hagvaxtarkraftaverk. Á skuldabréfa- markaði hér á landi er vel þekkt að krafa líf- eyrissjóða um 3,5% raunávöxtun skapar í reynd gólf raunvaxta sem hæpið er að brotni að óbreyttu regluverki yfirvalda, að minnsta kosti ekki til langframa. Lánsfjármarkaður á Ís- landi er skorðaður til að þessu leyti. Vandséð er hvers vegna talan 3,5% varð fyrir valinu þegar velja átti raunhæfa kröfu um raun- ávöxtun fyrir lífeyrissjóði. Segja má að stofnanaumgjörð lífeyriskerfisins tryggi með þessu að vinnandi Íslend- ingar lána ekki eigin sparnað til yngri kynslóða, fyrir þaki yfir höf- uðið, nema öruggt sé að ofurvextir séu greiddir fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirkomulagið tryggir nán- ast að útlánavextir hjá Íbúðalána- sjóði munu aldrei fara undir 3,95% raunvexti og reynast oftast hærri. Einnig er ljóst að svo há krafa um raunávöxtun að lágmarki skapar hvata til áhættusækni, sem í tilfelli lífeyrissjóða má teljast vafasamt. Raunvaxtastigið skiptir höfuðmáli Þegar deilt er um ágæti verð- tryggingar gætir oft vanþekkingar hjá bæði þeim sem telja hana rót alls ills og ekki síður hjá hinum sem telja hana ómissandi fyrir fjármálakerfið. Andstæðingar hennar virðast margir telja að hægt sé að fá lánað á „raun- vaxtakjörum“ án verðtryggingar en fylgismenn hennar virðast telja úti- lokað að fá lánað á skaplegum kjör- um á Íslandi án verðtryggingar. Hóparnir hafa auðvitað báðir rangt fyrir sér og deila um eitthvað sem ekki skiptir höfuðmáli. Sumir benda á að með verðtryggingu losni skuld- arar við að greiða óvissuálag til við- bótar væntri verðbólgu ofan á raun- vexti og telja að skuldarar fái þar með ódýrari fjármögnun en ella. Hálfsannleikur er þar á ferð en fyr- irbærið má teljast aukaatriði. Mestu skiptir hvert raunvaxtastigið er og hvernig það ákvarðast í reynd á markaði. Þeir sem telja sér skylt að breiða út fagnaðarerindi verðtryggingar vísa því miður oft í villandi dæmi: „Ef ég lána þér vínflösku þá vil ég fá heila slíka flösku til baka, en ekki hálfa!“ Ekki er minnst á raunvexti lánsins í dæminu, en sá sem fær lánaða vín- flösku til 30 ára á 6% raunvöxtum (jafngreiðslulán, mánaðarlegt) greið- ir í reynd meira en tvær heilar slíkar vínflöskur til baka. Raunvaxtastigið er það sem máli skiptir. Himinn og haf á eru á milli 2% og 7% raunvaxta sama hvaða lánaform á í hlut, verð- trygging eður ei. Víxlum ólukkutölunum Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að draga úr vægi verðtrygg- ingar á Íslandi. Það kann að vera eft- irsóknarvert til að draga úr einsleitni og þar með kerfisbundinni áhættu í fjármálakerfinu. Snjallt væri þó að einbeita sér einnig að kjarna málsins; ákvörðun raunvaxta á Íslandi og um- gjörð vaxtastefnu Seðlabankans. Skynsamlegt virðist að víxla ofan- greindum tölum í ljósi sögunnar og í nafni skilvirkari vaxtamyndunar. Mikið vit væri í 2,5% raunávöxt- unarkröfu lífeyrissjóða enda er slík krafa raunhæfari til lengri tíma og myndi draga úr kerfisbundnu vaxta- okri á Íslandi, auk þess að draga sennilega úr áhættusækni lífeyr- issjóða. Þá væri sveigjanlegt 3,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki spaug í huga manna við kjara- deilur og í viðskiptum, heldur raun- hæft markmið til lengri tíma sem gæti skapað bankanum trúverð- ugleika. Íslenskar ólukkutölur Eftir Ingvar Arnarson »Mikið vit væri í 2,5% raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóða enda er slík krafa raunhæfari til lengri tíma og mun draga úr kerfisbundnu vaxtaokri á Íslandi. Ingvar Arnarson Höfundur er hagfræðingur og starfar sem skuldabréfamiðlari hjá Íslands- banka. ÉG VIL beina eft- irfarandi fyrirspurn til iðnaðarmálaráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, og fyrrverandi og nú- verandi orku- málastjóra og spyrja hvort þau ætli að upp- lýsa íslenska þjóð um þá algeru þögn sem viðhöfð er varðandi ol- íu- og gasleit og þykk setlög undan Norð-Austurströnd landsins og þá sérstaklega í og við Skjálfandaflóa og næsta nágrenni. Það er krafa þjóðarinnar nú á tím- um hækkandi skatta og aukinna álagna að spilin varðandi hugsanlega gas- og olíuvinnslu í/og við Norð- Austurland verði lögð á borðið. Að þegja þessi mál í hel eins og ástandið er í fjármálum þjóðarinnar er í mín- um huga svik við þjóðina og er al- gjörlega óásættanlegt. Illskiljanlegt er að kjörnir þingmenn Norðaustur- þingdæmis skuli ekki taka þetta mál upp á Alþingi með fyrirspurnum til viðkomandi aðila og heimta skýr svör. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi iðnaðarmálaráðherra vék að því í sjónvarpsviðtali að þarna gæti verið að finna gríðarleg verðmæti falin í formi gass og olíu, jafnvel langt inn- undir Langanes. Eins og málum er nú komið fyrir íslenskri þjóð er nauðsynlegt að við nýtum þær auðlindir sem landið og landgrunnið hafa að geyma. Á meðan ekkert er gert blæðir þjóðinni út und- an stórauknum álögum. Í kvöld- fréttum sjónvarps þann 5. okt. sl. var greint frá því að nýtt útboð til leitar á Drekasvæðinu yrði auglýst strax eftir áramót. Fýluferð Orku- stofnunar fyrr á árinu á að endurtaka en með breyttu fyrirkomulagi. Tekið var fram í frétt- inni að skattareglum yrði ekki breytt. Þeir sem sömdu þessa fárán- legu og fráhrindandi reglu verða að endur- skoða sinn gang. Við eigum að beita vel á krókinn en ekki bera fram beran öngulinn og heimta fyrirframgreidda skatta. Krafan er að strax verði hafist handa við að nýta þessa auðlind sem myndi á svipstundu breyta fjárhag þjóð- arinnar. Ætlar íslenska þjóðin að sitja undir því lengur að fyrrnefndir aðilar tjái sig ekki um þessi mál? Er kannski einhvers konar samtrygging í gangi um að hreyfa ekki við olíuleit við Norðausturströnd Íslands? Skora ég á þá fréttamenn sem sitja nú sveittir við að skrifa endalausar greinar varðandi Icesave-málið að líta sér nær og taka þessi mál á dag- skrá strax og gera þeim viðeigandi skil. Álverið á Bakka er eitt en olíu- vinnsla á Skjálfandaflóa með Flatey sem borpall er bara allt annað og stærra mál. Húsvíkingar og íbúar Norðausturlands ættu að vera búnir að átta sig á þessu og beita kröftum sínum í þessa átt og krefja þingmenn svara. Álver á Bakka er komið í salt hvort eð er. Að láta það líðast að stjórn- málamenn og embættismenn þjóð- arinnar liggi á upplýsingum varðandi þessi mál sem rifið gætu þjóðina upp úr því svartnætti sem nú blasir við og gera þessar upplýsingar ekki op- inberar er í mínum huga svik við þjóðina. Til hvers að ana norður í Ís- haf þegar olíu og gas er hugsanlega að finna uppi í landsteinum er um- hugsunarefni. Það læðist að manni sá grunur að þarna sé ekki allt sem sýn- ist. Í frétt í Morgunblaðsins 6. októ- ber sl. talaði iðnaðarmálaráðherra um að rétt sé að bíða því að nú sé fjár- málakreppa. – Katrín! Það er ekki eftir neinu að bíða. Olíuleit á Skjálf- anda bíður eftir okkur. Hefjumst handa strax, við þurfum enga aðstoð í því máli. Ef við bíðum lengur falla fjölskyldur í gjaldþrot um land allt. Líttu þér nær, Katrín. Hvers vegna er ekki farið strax í að vinna í olíu- leitarmálum í og við Skjálfanda? Nýj- ustu fréttir utan úr heimi herma að eftirspurn eftir olíu muni aukast næstu áratugina og verð muni fara hækkandi. Eiga Íslendingar að sitja hjá meðan gas vellur uppúr 100 metra djúpri borholu í Öxarfirði eng- um til gagns? Hvers lags hringekja fáránleikans er þetta eiginlega? Er eitthvað að óttast? Það er aðeins ein leið fyrir Íslend- inga út úr fjármálakreppunni, olíu- vinnsla og aðeins olíuvinnsla gefur nægan hagnað til að borga skuldir þjóðarinnar í framtíðinni. Látum ekki afturhaldsöfl ræna okkur þessari von. Norðmenn hafa stundað olíuvinnslu nánast uppi í landsteinum um ára- tugaskeið. Ekki eru bormenn Íslands síðri í sínu fagi en þeir norsku. Aðeins þarf að bora eina 2-3 þúsund metra borholu til að ganga úr skugga um þessi mál. Flatey á Skjálfanda er staðurinn. Guð blessi Ísland. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra Eftir Sigurjón Gunnarsson » Fyrirspurn um olíu- vinnslu við norð- austurströnd Íslands. Sigurjón Gunnarsson Höfundur er matreiðslumeistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.