Morgunblaðið - 29.10.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 29.10.2009, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK - Æðisleg! - Algjört meistarverk!! - Myndin er geeðveik! :D - sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi YFIR 25.000 GESTIR FYRSTU 3 VIKURNAR ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“ Frábær tónlist, frábær dans, frábær mynd! BEIN ÚTSENDING LAUGARDAGINN 7. NÓVEMBER KL. 18.00 (ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR) ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 18.30 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPERUBIO.IS TURANDOT MARIA - GULEGHINA LIÙ MARINA - POPLAVSKAYA CALÀF MARCELLO - GIORDANI TIMUR SAMUEL - RAMEY PUCCINI TURNADOT HHHH - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH – H.S. MBL HHHH RÁS 2-HGG HHHH Ó.H.T. RÁS 2 Í REYKJAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA STÓRKOSLEG G ERIC BANA HHHH - S.V. MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ÆVINTÝRI, GRÍN OG GAMAN! STÓRSKEMMTILEG MYND FRÁ DISNEY FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI DRAUMAR GETA RÆST! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI / SELFOSSI JÓHANNES kl. 8 L FUNNY PEOPLE kl. 10 12 THE UGLY TRUTH kl. 8 14 GUÐ BLESSI ÍSLAND kl. 10 L / KEFLAVÍK MORE THAN A GAME kl. 8 7 JÓHANNES kl. 10:20 L GUÐ BLESSI ÍSLAND kl. 8 L FINAL DESTINATION 4 kl. 10:20 16 / AKUREYRI kl. 8 - 10:20 12 kl. 8 L kl. 10:20 16 Við upplifum stundina ogleggjum á hana mat,vinnum úr reynslu og miðl- um til komandi kynslóða. Þó að enn sé skammt um liðið og dómur tímans liggi enn ekki fyrir má full- yrða að bankahrunið 2008 verði talið einn af merkustu atburðum þjóðarinnar. Hver kynslóð upplifir sína Íslandssögu. Á síðustu mán- uðum hefur komið út fjöldi bóka þar sem fjallað er um fall bank- anna, orsakir þess og afleiðingar, þar sem höfundarnir velja sér hver sinn kögunarhól til að skrifa út frá sem er eðlilegt. Sama gildir um kvikmyndagerðarmenn, þeir nálg- ast viðhafsefnið hver úr sinni átt- inni.    Ung kona stóð við gluggann ásjúkrahúsi inni við Sundin blá á bjartri vornóttu á því herrans ári 1940. Hún horfði á dularfull stór- skip renna sér inn á Reykjavík- urhöfn, en vissi ekki meira um mál- ið. Um morguninn fregnaði hún að landið hefði verið hernumið af Bretum sem áttu eftir að hafa mikil áhrif og fleyta Íslandi inn í nýja öld. Að hafa orðið vitni að hernám- inu þykir forvitnilegt meðal afkom- enda ungu konunnar sem nú er komin á tíræðisaldur.    Fall fjármálakerfisins snertihvern einasta Íslending með einhverju móti. Allir muna hvar þeir voru staddir þegar forsætis- ráðherrann flutti sjónvarpsávarp og bað Guð um að blessa Ísland. Velsældarríkið Ísland var sem hrunin spilaborg. En víst mun komandi kynslóðum þykja hnýsi- legt að spyrja í fyllingu tímans þá sem nú eru í blóma lífsins þess hvernig þeir hafi upplifað at- burðina veturinn 2008 til 2009; fjármálakrísu og búsáhaldabylt- ingu. Í fyllingu tímans þegar þess- ir tíma verða orðnir að sögulegum minnum munu teljast nánast for- réttindi að hafa lifað þá.    Bækur Gunnars M. Magnúss,Virkið í norðri og Árin sem aldrei gleymast, eru grundvallarrit um síðari heimsstyrjöldina á Ís- landi. Hins vegar má ætla að höf- undurinn hefði skrifað hernáms- söguna með allt öðrum hætti í dag en honum var gerlegt á sínum tíma. Á seinni árum hefur verið heim- ilaður aðgangur að ýmsum erlend- um skjalasöfnum, en heimildir úr þeim ranni hafa brugðið nýju ljósi á stríðssöguna, gang hennar og þró- un. Í fjarlægð tímans hafa menn sömuleiðis öðlast algjörlega nýjan skilning á atburðum þessa mikla hildarleiks sem aldrei gleymist. Á sama hátt mun Ármann Þorvalds- son skrifa Ævintýraeyju sína með allt öðru móti eftir einhver ár og sama munu aðrir höfundar gera.    Rannsóknarnefnd á vegum Al-þingis kannar orsakir banka- hrunsins og leggur fram skýrslu sína í febrúar næstkomandi. Í við- tali nýverið sagði formaður nefnd- arinnar, Páll Hreinsson, að nið- urstaða nefndarinnar yrði þjóðinni verri fréttir en alla jafna eru sagð- ar. Þá er sérstakur saksóknari að störfum og má ætla að niðurstaða hans verði á líka lund. Á meðan rannsóknir og dómar þessara tveggja stofnana liggja ekki fyrir er hins vegar illmögulegt að kveða upp dóma um ástæður brotlending- arinnar.    Hvaða dóma sem saksóknari ogrannsóknarnefnd fella skiptir ekki öllu. Upplýsingar um hrunið verða að koma fram næstu áratugi. Málið er af þeirri stærðargráðu að það verður umfjöllunarefni fram á miðja þessa öld. Og eftir því sem lengra líður færumst við nær nið- urstöðu því upplýsingar, opin um- ræða og fjarlægð tímans eru yf- irleitt góðir dómarar. sbs@mbl.is Hrunið mikla er óskráð saga »Og eftir því semlengra líður færumst við nær niðurstöðunni, því upplýsingar, opin umræða og fjarlægð tím- ans eru góðir dómarar. Morgunblaðið/Golli Eldur Búsáhaldabyltingin markar kaflaskil þó að dómur sögu sé ekki fallinn og verði varla næstu áratugi. AF LISTUM Sigurður Bogi Sævarsson „LÆKNIRINN sagði mér að ég ætti ekki að brosa. Ég sagði honum að ég gerði ekki svoleiðis,“ sagði Morrissey áhorfendum er hann sneri aftur á sviðið í Royal Albert Hall á þriðjudagskvöldið. Á laug- ardagskvöld var hann fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið að- svif á tónleikum. „Spennið beltin, leiðin verður torfær,“ sagði söngvarinn er hann sté á svið við gríðarlegan fögnuð. Morrissey hóf tónleikana með Smiths-klassíkernum „This Charm- ing Man“ en það var lagið sem hann komst ekki í gegnum á fyrri tón- leikunum. Morrissey mun hafa ver- ið í fantaformi og góðu skapi á tón- leikunum, lagðist m.a. í gólfið í nokkrar mínútur rétt til að svið- setja yfirliðið. Hann heldur því lík- lega tónleikaferð sinni áfram en í næsta mánuði verður hann m.a. í Hollandi, Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi og á Írlandi. Morrissey í fantaformi Svalur Morrissey er sagður hafa náð sér eftir yfirliðið um helgina. WILL Smith var meðal fjölmargra Holly- wood-stjarna sem mættu á frumsýningu myndarinnar This is it í Los Angeles. Myndin sýnir frá undirbúningi Michael Jacksons fyrir tónleikaferð sem aldrei var farin vegna and- láts listamannsins. Stemningin á samhæfðum frumsýningum um allan heim hefur verið til- finningaþrungin en jafnframt gleðileg. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda hafa verið já- kvæð. „Heimurinn virðist hafa misst af djö … fínum tónleikum,“ segir í The Hollywood Re- porter. „Undraverður flutningur Jacksons er ekki vinna myndavélanna heldur hans sjálfs,“ segir gagnrýnandi AP-fréttastofunnar. Fjórir bræðra Michaels, þeir Jermaine, Marlon, Tito og Jackie, voru viðstaddir frumsýningu í Los Angeles. Þeir sögðust hafa fyllst ást og stolti við að sjá myndina. „Ég grét þegar ég sat þarna og horfði á hann koma fram. Því ég elska hann svo mikið,“ sagði Jackie Jackson. Stjörnur flykkjast á Jackson Reuters Glamúr Will Smith, Paris Hilton, Jennifer Lopez og Rosanna Arquette voru meðal stjarna á frumsýningunni í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.