Morgunblaðið - 02.11.2009, Page 9

Morgunblaðið - 02.11.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Bjóðum upp á margar gerðir og verðflokka af vönduðum heyrnartækjum frá Oticon. Þú getur fengið heyrnartæki sem eru nánast því ósýnileg bak við eyru eða lítil og nett heyrnartæki inn í eyra. Pantaðu tíma hjá okkur í fría heyrnarmælingu og upplifðu hvað nýjasta heyrnartæknin getur gert fyrir þig. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við einnig upp á heyrnarmælingar víðs vegar á landsbyggðinni. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | w w w . h e y r n a r t a e k n i . i s Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880 eða á www.heyrnartækni.is Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki FYLGI Sjálfstæðisflokksins eykst um fjögur prósentustig frá síðasta mánuði, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups og eins og sagt var frá í fréttum RÚV. Fylgi flokksins er nú 33% og hefur ekki verið meira síðan í júní á síðasta ári. Samfylkingin mælist með 25% (26% í síðustu könnun), Vinstri- græn mælast með 23% (22% síðast) og 16% segjast ætla að kjósa Fram- sóknarflokkinn (18% í síðustu könn- un) en 3% nefna aðra flokka. Fylgi Samfylkingar minnkar því um eitt prósentustig frá fyrri mánuði, Vinstri-græn hækka sig um eitt stig en Framsókn dalar um tvö pró- sentustig. 48% svarenda segjast styðja ríkis- stjórnina, sem er svipað og í síðustu könnun. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 29. september til 29. október. Heild- arúrtaksstærð var 4.931 manns af öllu landinu og svarhlutfall 59,5%. Morgunblaðið/Golli Á Alþingi Stuðningur við ríkis- stjórnina helst svipaður. Fylgi Sjálf- stæðisflokks og VG eykst BOCUSE d’Or akademían á Ís- landi hefur valið Þráin Frey Vig- fússon, aðstoðaryfirmatreiðslu- mann á Grillinu, sem næsta keppanda fyrir hönd Íslands í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or sem fram fer í frönsku borginni Lyon í janúar 2011. Þráinn etur þar kappi við 24 efnilegustu mat- reiðslumenn heims. Þráinn Freyr hefur áður hlotið titilinn Mat- reiðslumaður ársins. Framundan eru strangar æfingar undir hand- leiðslu Hákonar Más Örvarssonar, en hann hreppti sjálfur þriðja sæt- ið í Bocuse d’Or árið 2001. Í keppninni nota allir sama hráefni í bæði kjöt- og fiskirétt, sem þeir þurfa síðan að bera á borð fyrir dómara keppninnar. Keppnin sjálf tekur tvo daga og keppa tólf af tuttugu og fjórum keppendum hvorn daginn. Þráinn Freyr í Bo- cuse d’Or Meistarakokkur Þráinn Freyr. FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SKATTTEKJUR Borgarbyggðar verða 100 milljónum minni á þessu ári en reiknað var með og því er spáð að tekjur á næsta ári lækki um 50 milljónir til viðbótar. Stjórnendur sveitarfélagsins hafa ákveðið að kynna fyrir íbúum tillögur sem gera ráð fyrir verulegri skerðingu á þjón- ustu í fræðslumálum. Róttækustu tillögurnar gera ráð fyrir að þremur af fimm grunnskólum sveitarfé- lagsins verði lokað og tíminn sem leikskólarnir eru opnir verði styttur. Þessar tillögur verða kynntar á íbúafundum næstu daga. Fyrsti fundurinn verður í kvöld í Borg- arnesi. Borgarbyggð rekur núna grunn- skóla á fimm stöðum, Borgarnesi, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Laugagerði. Í skýrslu um sparnað í fræðslumálum, sem kynnt verður á fundinum í kvöld, eru lagðar fram tillögur um tvær leiðir. Í annarri (leið A) er gert ráð fyrir að allir skólarnir verði reknir áfram, en að hámarksfjöldi í bekk verði aukinn og árgöngum verði í einhverjum til- vikum slegið saman. Í leið B er lagt til að þrír skólar verði lagðir niður og skólar verði áfram reknir í Borg- arnesi og annaðhvort Varmalandi eða Kleppjárnsreykjum. Áætlað er að með þessari leið sé hægt að spara 100 milljónir í rekstri. Finnbogi Rögnvaldsson, formaður vinnuhópsins sem vann skýrsluna, segist ekki eiga von á að henni verði tekið fagnandi. Það sé eðlilegt að fólk sem búi á svæði þar sem verið er að gera tillögu um skerta þjón- ustu mótmæli. Finnbogi segir að Borgarbyggð hafi nokkra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Þar séu reiknir tveir háskólar, á Bifröst og Hvanneyri. Í sveitarfélaginu séu til- tölulega margir ungir tekjulágir íbú- ar sem þurfi mikla þjónustu á sviði fræðslumála. Frá 2002 hefur Borgarbyggð byggt tvo nýja leikskóla og byggt við tvo aðra. Finnbogi segir að fjárhags- staða sveitarfélagsins sé með þeim hætti að ekki verði komist hjá því að skera niður í rekstri. Ýmsar ástæður eru fyrir fjárhags- erfiðleikum Borgarbyggðar. Stjórn- endur sveitarfélagsins reiknuðu með fjölgun íbúa og hafa fjárfest í þjón- ustu við íbúa í samræmi við það. Nú hefur íbúum hins vegar fækkað um 200 á skömmum tíma. Mest eru það útlendingar sem horfið hafa til síns heima, en stór hluti þeirra starfaði hjá Loftorku sem varð gjaldþrota fyrr á árinu. Aðeins um 30 manns starfa nú hjá endurreistu félagi. Gjaldþrot Loftorku er ekki eina áfallið í atvinnulífi sveitarfélagsins því sparisjóðurinn komst í þrot. Það eru því ekki eins margir íbúar sem greiða útsvar og því til viðbótar hafa tekjur margra lækkað. Leggja fram tillögu um að loka þremur grunnskólum Skatttekjur Borgarbyggðar skerðast um 100 milljónir í ár og 50 milljónir 2010 Morgunblaðið/RAX Skallagrímur Borgnesingar koma saman til fundar í kvöld til að ræða sparnað í fræðslumálum. Tillögurnar fara síðan fyrir sveitarstjórn. Íbúar í Borgarbyggð ræða þessa dagana tillögur sem fela í sér skerta þjónustu í fræðslumálum. Hugmyndir eru uppi um að leggja niður skóla og stytta þann tíma sem leikskólar eru opnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.