Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
NÝ ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, hefur kynnt hugmyndir að nýrri leið til að
hjálpa prentmiðlum að laga sig að fjölmiðlun á
netinu. Hugmyndirnar snúast um að breyta
reglum um höfundarrétt til að jafna stöðu útgef-
enda gagnvart netfyrirtækjum á borð við Google,
sem afla ekki frétta en setja upp nokkurs konar
efnisveitur þar sem er að finna fréttir og frétta-
skýringar frá ýmsum fjölmiðlum. Þýskir útgef-
endur halda því fram að Google og fleiri noti efni
þeirra til að afla sér tekna án þess að deila hagn-
aðinum.
Þessar hugmyndir eru umdeildar í Þýskalandi.
Á meðal stuðningsmanna
þeirra eru tímaritaútgefandinn
Hubert Burda Media og Axel
Springer, sem meðal annars
gefur út dagblöðin Bild og Die
Welt. „Auðvitað vilja allir að-
gang að ókeypis og ótakmörk-
uðum upplýsingum, en ef allir
hafa hann er engin leið að
borga fyrir vinnslu þeirra,“ var
haft eftir Stefan Söder, lög-
manni Burda, í The New York
Times í liðinni viku.
Burkhard Schaffeld, ráðgjafi samtaka þýskra
blaðaútgefenda, sagði að upplýsingafrelsi væri
mikilvægt en bætti við: „Gæðablaðamennska
kostar peninga. Það er enginn grundvallarréttur
til ókeypis upplýsinga á netinu.“
Andstæðingar þessara hugmynda segja hins
vegar að stjórnvöld hafi beygt sig fyrir þrýstingi
stórra útgefenda, sem nú verji hagsmuni sína fyr-
ir áhrifum nýrrar tækni. The New York Times
hefur eftir Markus Beckedahl, bloggara í Berlín,
að tillögurnar hafi ekkert gildi fyrir samfélagið,
aðeins fyrir „útgefendur, sem sjái ógnun í lýð-
ræðisvæðingu fjölmiðla“.
Í sumar þegar útgefendur vöktu fyrst máls á
þessum hugmyndum gáfu málsmetandi þýskir
blaðamenn út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að
ekki mætti „misnota höfundarrétt til að verja úr-
eltar dreifingaraðferðir og festa ný viðskipta- og
réttarlíkön í sessi“.
Ekki er komin fram útfærsla á nýjum höfund-
arréttarlögum, en nefnd hefur verið sú leið að öll
notkun birts efnis á vefsíðum, sem reknar eru í
ábataskyni, verði háð leyfi. Engin skilyrði yrðu
hins vegar sett við einstaklingsbundinni notkun
sem ekki væri í ábataskyni. kbl@mbl.is
Vilja verja fjölmiðlun á netinu
Þýsk stjórnvöld skoða
hugmyndir um ný lög til
verndar höfundarrétti
Mun Google þurfa
að borga fyrir efni?
Fjölmiðlar um allan heim hafa
á undanförnum árum dregið
saman seglin. Blaðamönnum
hefur verið sagt upp og stöður
fréttaritara erlendis lagðar
niður. Samdrátturinn veldur
því að minna fé verður til að
stunda rannsóknar-
blaðamennsku. Svigrúmið fyr-
ir blaðamann til að taka viku
eða mánuð í að kafa ofan í
hlutina minnkar jafnt og þétt.
Vilji enginn borga fyrir fréttir
verða gæðin eftir því.
Hver á að borga?
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
ABDULLAH Abdullah varð í öðru sæti í fyrstu
umferð kosninganna í Afganistan 20. ágúst. „Ég
mun ekki taka þátt í kosningunum,“ sagði Abdul-
lah á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði
að ekki hefði verið orðið við kröfum sínum um að
tryggja að kosningarnar færu svikalaust fram:
„Gagnsæjar kosningar eru útilokaðar.“ Abdullah
kvaðst ekki hafa sagt stuðningsmönnum sínum að
sniðganga kosningarnar.
Abdullah hafði í nokkurn tíma velt því fyrir sér
hvort hann ætti að draga sig í hlé. Hann fór meðal
annars fram á það að embættismönnum, sem
höfðu umsjón með fyrri umferð kosninganna, yrði
vikið frá. Þessu hafnaði Karzai.
Þrýst á um að aflýsa kosningunum
Talsmaður Karzais, Wahid Omar, sagði í gær
að það væri „mjög óheppilegt“ að Abdullah hefði
dregið sig í hlé, en seinni umferðin myndi engu að
síður fara fram eins og ráðgert hefði verið.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hafði áður sagt að það drægi ekki úr trú-
verðugleika kosninganna þótt Abdullah drægi
framboð sitt til baka.
Andrew North, fréttaritari BBC, breska út-
varpsins, í Afganistan kvaðst hins vegar hafa orð-
ið þess áskynja að nú væri þrýst á um að aflýsa
seinni umferðinni. Bak við tjöldin færu fram við-
ræður um að mynda einhvers konar þjóðstjórn.
Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, sem standa að
skipulagningu kosninganna ásamt afgönskum yf-
irvöldum, Bandaríkjamönnum og Bretum líst ekki
á að halda þær, ekki síst ef aðeins einn maður er
framboði. Óþarfi sé að setja fólk í hættu með þeim
hætti.
Talibanar hóta árásum
Talibanar hafa hótað því að láta til skarar
skríða á kjördag. Í fyrri umferðinni gerðu þeir
fjölda árása og tilræða. Stjórn talibana var steypt
þegar innrásin var gerð í Afganistan 2001.
Kai Eide, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Afg-
anistan, harmaði í gær ákvörðun Abdullahs, en
bætti því við að ekki hefði verið hægt að útiloka að
kosningasvik ættu sér stað í seinni umferð kosn-
inganna eins og í þeirri fyrri.
Líklega hefði Abdullah tapað kosningunum á
laugardag með miklum mun fyrir Karzai. Í fyrri
umferðinni var tæplega tuttugu prósentustiga
munur á fylgi þeirra. Staða Karzais var ekki sterk
fyrir kosningarnar og kosningasvindlið í fyrri um-
ferðinni gróf undan honum. Verði hann einn í
framboði í annarri umferð kosninganna mun það
enn veikja stöðu hans og verður ekki auðveldara
að koma á stöðugleika í Afganistan fyrir vikið.
Það myndi heldur ekki styrkja stöðu her-
setuliðs Bandaríkjamanna, sem nú eru með um 67
þúsund manns undir vopnum í landinu, og banda-
manna þeirra, sem eru með um 42 þúsund manns.
Reuters
Ekki með Abdullah Abdullah dró í gær framboð sitt til baka og sagði útilokað að kosningarnar á laugardag yrðu gagnsæjar.
Dregur sig í hlé og segir
gagnsætt kjör útilokað
Reuters
Forsetinn Afganskur drengur við kosninga-
auglýsingu fyrir Hamid Karzai.
Abdullah Abdullah, andstæðingur Hamids
Karzais í seinni umferð forsetakosninganna í
Afganistan, sem fram á að fara 7. nóvember,
lýsti því yfir í gær að hann hefði ákveðið að
draga sig í hlé.
ÍTALSKA lög-
reglan handsam-
aði um helgina
þrjá foringja
glæpasamtak-
anna Camorra.
Bræðurnir Pas-
quale og Carm-
ine Russo voru
handteknir í gær
og þriðji bróð-
irinn, Salvatore, í
árás á hænsnabú á laugardag.
Salvatore og Pasquale Russo
hafa verið á flótta frá því að þeir
voru dæmdir í ævilangt fangelsi
1995. Carmine Russo hefur farið
huldu höfði frá 2007.
Netið þrengist
Salvatore Russo er foringi arms
innan Camorra sem nefndur er fjöl-
skyldunafni hans og hefur haldið
um fjörutíu bæjum í nágrenni Nap-
ólí í heljargreipum, að sögn ítalskra
embættismanna.
Roberto Maroni, innanríkis-
ráðherra Ítalíu, sagði í gær að
Camorra hefði verið greitt þungt
högg og bætti við að netið væri að
þrengjast um ofurglæpamenn á
flótta undan réttvísinni.
Gómuðu
mafíu-
foringja
Sótt að samtökum
Camorra í Napólí
Salvatore Russo í
höndum lögreglu.
Víðtæk svik voru framin í forsetakosning-
unum, sem haldnar voru í ágúst. Mörg hundr-
uð þúsund atkvæði voru dæmd ógild og við
það fór hlutfall atkvæða Hamids Karzais for-
seta niður í 49,7%. Reglurnar kveða á um að
frambjóðandi þurfi hreinan meirihluta til að
sigra, annars verði að kjósa aftur milli tveggja
efstu. Abdullah Abdullah fékk 31% atkvæða í
fyrri umferðinni.
Víðtæk kosningasvik