Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Fallegt Tunglið rétt teygði sig yfir Skólavörðuholtið í gær.
Golli
RÖSKLEGA ár er
liðið frá því yfir
heimsbyggðina reið
mesta kreppa frá
stríðslokum með gíf-
urlegri eyðingu fjár-
muna og fram-
leiðslugetu, samdrætti
í viðskiptum og at-
vinnuleysi um 60
milljóna manna. Hér-
lendis hefur mest far-
ið fyrir umræðu um
áhrifin á íslenskt efnahagslíf í kjöl-
far bankahrunsins og stjórnvöld
verið upptekin af glímunni við af-
leiðingar Icesave-hneykslisins. Er-
lendis hefur mikið verið rætt um
alþjóðleg viðbrögð við kreppunni
og hvaða lærdóma fjármálaheim-
urinn og ráðamenn hyggist draga
af hamförunum. Virtir fjölmiðlar
eins og Der Spiegel og The Eco-
nomist vara sterklega við andvara-
leysi og að í mörgu stefni nú í sama
farið í fjármálaheiminum. Fundur
leiðtoga G-20 ríkjanna í Pittsburgh
í síðasta mánuði gaf engin skýr
skilaboð um framhaldið en mörg
orð féllu þar um ábyrgð og áherslu
á „sjálfbæran hagvöxt, jafnvægi og
stöðugleika“. Alþjóðabankanum og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var heit-
ið fjármunum til við-
bragða og lofað að
auka hlut þróunarríkja
og fámennari landa í
stjórn sjóðsins. Lagst
var ákveðið gegn hvers
konar verndaraðgerð-
um og hugmyndir um
Tobin-skatt á fjár-
magnsflutninga fengu
ekki undirtektir. Leið-
togarnir hyggjast beita
sér fyrir að Doha-
viðræðum á vegum Al-
þjóðaviðkiptastofnunar-
innar (WTO) verði lokið
á árinu 2010. Tveir hliðstæðir fund-
ir G-20 ríkja voru ákveðnir á næsta
ári, í júní og nóvember.
Seilst djúpt í almannasjóði
Mörg orð hafa fallið um að ný-
frjálshyggjan og hugmyndir um
óheftan markaðsbúskap hafi fengið
rothögg strax við upphaf krepp-
unnar. Segja má að fyrri leið-
arvísum úr þeim herbúðum hafi
verið snúið á haus með því að ausa
almannafé úr ríkissjóðum margra
landa til að forða hruni banka,
stöðvun viðskipta og gjaldþroti
stórfyrirtækja, m.a. í bílaiðnaði.
Þar var rösklegast gengið fram í
háborgum kapítalismans með
Bandaríkin í fararbroddi, en þau
voru þá enn undir forystu Bush.
Með 800 milljarða pakkanum juku
Bandaríkin á risavaxna skuldsetn-
ingu sína og fjárlagahalla. Síðar
bættu raunar Kínverjar um betur
með ákvörðun um gífurlegar op-
inberar fjárfestingar til fram-
kvæmda. G-20 fundurinn í Pitts-
burgh þakkaði það opinberum
inngripum í markaðinn að ekki fór
verr, en lagði jafnframt áherslu á
að drifkrafturinn upp úr kreppunni
yrði framvegis að koma frá einka-
geiranum sem taka yrði upp aðra
og betri siði. Ekki komu leiðtog-
arnir sér þó saman um neinar
bindandi reglur þar að lútandi.
Flestir fljótir að gleyma
Nú er að sjá sem margir telji að
heimurinn hafi sloppið með skrekk-
inn og kreppan sé liðin hjá, a.m.k.
sé það versta löngu afstaðið. Bent
er á að jákvæð teikn séu um vöxt í
iðnaði og mörg stórfyrirtæki séu
farin að skila hagnaði á ný, þar á
meðal fjármálastofnanir. Þvert of-
an í orð stjórnmálamanna um að
slá verði á græðgi og hömlulausa
sjálftöku greinir Wall Street Jo-
urnal frá því að starfsmenn fjár-
festingarbanka vestra megi eiga
von á metári í bónus- og auka-
greiðslum sem hjá 23 stærstu fjár-
málastofnunum Bandaríkjanna
muni fara fram úr því sem gerðist
á árinu 2007 um 10 milljarða doll-
ara. Í hlut eiga þar m.a. bankar
sem tekið hafa á móti ríkisfram-
lögum. Í Þýskalandi og víðar
heimta nú háttsettir bankamenn til
baka bónusgreiðslur og í Bretlandi
hafa dómsúrskurðir þar að lútandi
fallið bankastarfsmönnum í vil.
Margt bendir þannig til að í fjár-
málaheiminum sé flest að falla í
sama far og fyrir kreppuna. Undir
þetta tók Dominique Strauss-Kahn,
forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
nýlega í viðtali við Der Spiegel (nr.
38): „Í höfði of margra – ekki að-
eins hjá almennum borgurum,
heldur líka hjá topp-pólitíkusum –
er kreppan liðin hjá.“ Þennan
hugsunarhátt sagði hann hættu-
legan. Efnahagskreppan haldi
áfram, þrátt fyrir batamerki, at-
vinnuleysi fari enn vaxandi og
framundan sé félagsleg kreppa sem
sé langt frá því að hafa náð há-
marki.
Ítrekað hefur komið fram að er-
lendir stjórnmálamenn og tals-
menn atvinnulífs binda vonir um
lyktir kreppunnar við að kaupgleði
almennings og vilji til eyðslu fari
vaxandi á ný. Það sé helsta ráðið til
að örva framleiðslu og eftirspurn
og vinna um leið gegn atvinnuleysi.
Dregið hefur síðasta árið verulega
úr rómaðri kaupgleði Bandaríkja-
manna sem lengst af hefur verið
drifin áfram af lánum á afar lágum
vöxtum. Breytt hegðun hvað þetta
varðar ætti þó að teljast til dyggða,
en ráðvendni hjá almenningi í fjár-
málum rímar ekki við þarfir kerf-
isins. Minni efnisleg neysla er í há-
tíðarræðum á umhverfisvettvangi
talin eitt helsta ráðið til að draga
úr álagi á umhverfið, ekki síst los-
un gróðurhúsalofttegunda sem ríki
heims viðurkenna nú sem eitt
stærsta vandamál sem við sé að
fást. G-20 fundurinn í Pittsburgh
lagði reyndar áherslu á að sam-
komulag yrði að nást um nýjan
loftslagssamning í desember næst-
komandi. Fátt sýnir skýrar fárán-
leika og innri mótsagnir þess efna-
hagskerfis sem heimurinn býr nú
við en að til að það skrimti þurfi að
auka til muna þá sóun og sólund
sem viðgengist hefur í ríkum sam-
félögum.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Margir stjórn-
málamenn og tals-
menn atvinnulífs binda
vonir um lyktir krepp-
unnar við að kaupgleði
almennings og vilji til
eyðslu fari vaxandi á ný.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Efnahagskerfi á leið í gamla farið
SAMKVÆMT yf-
irliti yfir eignir og
skuldir, sem er að
finna á heimasíðu
Skilanefndar Lands-
bankans er staða
Gamla Landsbankans
orðin býsna góð. Hann
á eignir upp á 1.190
milljarða króna til að
mæta forgangskröfum
vegna Icesave upp á
1.390 milljarða króna. Hann getur
sem sagt greitt 86% af forgangs-
kröfum, þ.e. Icesave. Kynni maður
að halda að Íslendingar gætu andað
léttar. Svo er aldeilis ekki!
Á sama yfirliti kemur fram:
„Samkvæmt lögum um fjármálafyr-
irtæki nr. 161/2002, eins og þeim
hefur verið breytt með lögum nr.
44/2009 sem gildi tóku þann 22.
apríl sl., markar gildistaka síðari
laganna skurðpunkt um vexti og
kostnað. Samkvæmt því munu vext-
ir og kostnaður af kröfum sem til
fellur eftir 22. apríl 2009 vera eft-
irstæðar kröfur. Kröfur í erlendum
gjaldmiðli skal umreikna í kröfu-
skrá í íslenskar krónur eftir op-
inberlega skráðu sölugengi þann
22. apríl 2009.“
Þarna segir að forgangskröfur
vegna Icesave sé búið að frysta í
krónum talið miðað við 22. apríl
2009 og vextir og gengishækkun á
þær kröfur fari í þann sjóð eft-
irstæðra krafna, sem skipta þús-
undum milljarða króna. Um 80% af
eignum Gamla Landsbankans eru
gengistryggð (þar á meðal 260
milljarða lán frá Nýja bankanum).
Þessar eignir bera vexti og hækka
eins og erlend mynt enda hafa
áætlaðar eignir Gamla Landsbank-
ans hækkað um 90 milljarða króna
frá 30. apríl sl. til 30. júní sl., eða
um 45 milljarða á mánuði. Með
sama áframhaldi ætti Gamli Land-
bankinn að eiga fyrir Icesave-
kröfunum að fullu eftir 2 vikur.
Eftir það fer hann að greiða eft-
irstæðar kröfur, skuldabréf sem
áhættufjárfestar hafa keypt fyrir
slikk. Því meira sem krónan fellur
því meira fá þeir. Þeir hafa svo sem
nógan tíma því líklega verður ekk-
ert greitt úr þrotabúinu næstu 5 til
7 árin vegna málaferla. Allan þann
tíma verður forgangskrafa inni-
stæðueigenda í Ice-
save föst krónutala.
Hver skyldi eiga þær
kröfur? Stærsta hlut-
ann (yfir 50%) á Inni-
stæðutryggingasjóð-
urinn íslenski. Hvernig
skyldi vera umhorfs á
þeim bæ?
Staða er öndverð ef
krónan styrkist. Þá
getur Gamli Lands-
bankinn staðið undir
miklu minni hluta af
Icesave-skuldbinding-
unni, sérstaklega ef krónan styrkist
mikið. Mikilvægt er að kannað sé
til hlítar hvernig þessi staða er háð
gengissveiflum krónunnar til 5 eða
7 ára.
Umræðan
Í umræðunni um nýja samning-
inn sem ríkisstjórnin gerði eða var
neydd til að gera tóku nokkrir
stjórnarliðar til máls og bentu á
þessa glansandi stöðu Gamla
Landsbankans. Þeir voru Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra, Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra, Guðbjartur
Hannesson formaður fjár-
laganefndar. Þessir þingmenn virð-
ast allir hafa blindast af góðri stöðu
Gamla Landsbankans. En þetta er
bara önnur hlið medalíunnar. Hin
hliðin er öllu dekkri en það er staða
innlánstryggingasjóðs, sem Morg-
unblaðið hefur reyndar síðar bent á
og ég ætla að fara í gegnum hér á
eftir. Þessir þingmenn kunna að
endurskoða afstöðu sína þegar þeir
sjá að lagasetningin 22. apríl hefur
magnað upp enn eina áhættuna af
Icesave-samningnum hinum nýja.
Staða Innláns-
tryggingasjóðs
Hver skyldi vera helsta eign Inn-
lánstryggingasjóðs? Það er þessi
forgangskrafa á Gamla Landsbank-
ann. Nú hefur sú eign verið fryst í
krónutölu og ber hvorki vexti, verð-
bætur né gengishagnað vegna
hækkunar erlendra mynta í 5 til 7
ár. Hins vegar hefur Innlánstrygg-
ingasjóður tekið lán hjá bresku og
hollensku ríkisstjórnunum með
dúndurvöxtum, 5,55% ofan á pund
og evru, og gengistryggingu. Þess-
ar lánveitingar er fjármálaráðherra
búinn að skrifa upp á og meirihlut-
inn á Alþingi virðist ætla að veita
honum ríkisábyrgð. Skuldin, um
700 milljarðar, hefur hækkað um 20
milljarða króna á þessu rúma hálfa
ári vegna vaxtanna, 5,55%. Bæði
breska pundið og evran hafa hækk-
að um 8% frá 22. apríl til október-
loka. Samtals hafa því lánin, sem
við erum að tryggja með rík-
isábyrgð hækkað á aðeins hálfu ári
um 78 milljarða króna. Eignin, for-
gangskrafan á Gamla Landsbank-
ann er hins vegar fryst í fastri
krónutölu og hækkar ekki neitt.
Þannig mun þetta ganga í 5 til 7 ár
þar til þrotabú Gamla Landsbank-
ans treystir sér til að fara að borga
út að afloknum málaferlum. Það
skiptir eiginlega litlu hversu vel
tekst til um innheimtu á eignum
Gamla Landsbankans. Þær fara til
lúkningar eftirstæðum kröfum og
koma Innlánstryggingasjóði mjög
veikt til góða. Bretar og Hollend-
ingar sem næst stærstu forgangs-
kröfuhafar á Gamla Landsbankann
sitja í sömu súpu.
Lög nr. 44/2009
Það er svo annað mál og miklu
alvarlegra hvernig þessi lagasetn-
ing frá viðskiptaráðherra fór í
gegnum þingið í vor án þess að
tengsl hennar við Icesave-málið
bæri á góma eða hvaða afleiðingu
það hefði fyrir ríkisábyrgðina, sem
þá þegar var sterkt til umræðu.
Eins man ég ekki til þess að sá
skilningur sem sést á yfirliti Skila-
nefndar Landsbanka Íslands og
vitnað er til hér að framan hafi
komið til umræðu í allri Icesave-
umræðunni.
Sérkennilegt var að heyra frá
Össuri Skarphéðinssyni og Guð-
bjarti Hannessyni að Alþingi gæti
hvenær sem er fellt þessa rík-
isábyrgð úr gildi. Sem eru stórtíð-
indi!
Enn ný áhætta vegna Icesave
Eftir Pétur
Blöndal
Pétur Blöndal,
» Samtals hafa lánin,
sem við erum að
tryggja með ríkis-
ábyrgð, hækkað á hálfu
ári um 78 milljarða
króna. Eignin er hins
vegar fryst og hækkar
ekki neitt.
Höfundur er þingmaður.