Morgunblaðið - 02.11.2009, Síða 21
Dagbók 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
2 7
4 7
9 1 2 8
9 1
8 6 4
9 8 2 1 5
1
6 8 3
5 2
2 9
9 8 3 1
4 3 9
5 6
5 4 8
1
2 4 5
7 6
9 1 8 6
4 8 2
9 6 4
1 9 6
1 2 3
5 3 4 7
7 4 1 3
6 7
6 5
3 6 1 7 4 2 5 9 8
5 7 2 9 8 3 1 6 4
4 8 9 1 6 5 2 7 3
9 5 6 3 1 4 8 2 7
7 1 3 5 2 8 9 4 6
2 4 8 6 9 7 3 5 1
6 2 4 8 3 9 7 1 5
1 3 5 2 7 6 4 8 9
8 9 7 4 5 1 6 3 2
8 1 9 7 4 2 3 6 5
5 4 7 6 3 1 8 9 2
6 3 2 5 8 9 1 7 4
7 9 4 2 5 3 6 1 8
1 5 8 4 6 7 2 3 9
3 2 6 9 1 8 5 4 7
9 8 3 1 7 5 4 2 6
2 6 5 3 9 4 7 8 1
4 7 1 8 2 6 9 5 3
6 2 5 8 1 9 4 3 7
4 9 7 3 2 6 5 8 1
1 8 3 7 5 4 6 9 2
8 7 6 4 3 5 2 1 9
3 4 2 9 7 1 8 5 6
9 5 1 6 8 2 3 7 4
2 3 4 5 9 7 1 6 8
5 6 9 1 4 8 7 2 3
7 1 8 2 6 3 9 4 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 2. nóvember,
306. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Og hann mun senda út
englana og safna sínum útvöldu úr
áttunum fjórum, frá skautum jarðar
til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Sumum finnst það vera dálítið ein-kennilegt hjá þeim sem staðið
hafa fyrir smölun á kindunum í
Tálkna að beita fyrir sig rökum
dýraverndar. Hvernig getur það
verið dýraverndarmál að ná í kind-
urnar upp í fjall og drepa þær?
Það er auðvitað ekki æskilegt að
sauðfé eða hestar drepist úr hor, en
það gerist samt á Íslandi á hverju
einasta ári. Samkvæmt lögum á allt
búfé á landinu rétt á fóðri og húsa-
skjóli. Hægt er að draga mann fyrir
dóm sem ekki fóðrar hesta eða kind-
ur sem hann á. Það er full ástæða
fyrir yfirvöld til að taka fastar á
þessum málum því að hross sem eru
í girðingu eða á húsi eiga líf sitt og
heilsu undir manninum.
x x x
Í síðustu viku var maður á Suður-landi dæmdur fyrir að horfóðra
hesta. Hann hafði áður verið dæmd-
ur fyrir sömu brot. Samt samþykkti
dómarinn ekki kröfu sækjanda um
að honum yrði bannað að eiga hesta.
Þetta er ekki eina dæmið um að
menn hafi oftar en einu sinni verið
dæmdir fyrir illa meðferð á dýrum
en samt fengið að eiga dýr. Á þessu
þurfa stjórnvöld að taka af meiri
festu.
x x x
Kindurnar í Tálkna hafa aldreiverið í vörslu manna, ekki frek-
ar en fuglarnir, tófurnar eða mýsnar
sem þar eru. Án efa drepst eitthvað
af þessum kindum úr hor. Það er
hins vegar athyglisvert að flestar
kindurnar voru í mörgum reifum.
Það bendir til þess að þær séu í
sæmilegum holdum á vorin. Kindur
sem eru mjög horaðar missa oftast
nær alla ullina á vorin þegar þær
komast í nýgræðinginn og fara að
fitna á ný. Kindurnar í Tálkna virð-
ast hins vegar vera í jöfnum holdum.
Víkverja finnst eðlilegt að líta á
kindurnar sömu augum og önnur
dýr sem ganga villt um í fjallinu.
Þær vilja ekki láta bjarga sér. Ef
menn vilja endilega smala þeim og
setja í sláturhús verða menn að finna
einhver önnur rök en dýraverndar-
rök. Þau eiga ekki við í þessu tilviki.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 glymur, 4
hlýðinn, 7 ójafnan, 8 erf-
ið, 9 fel, 11 klöpp, 13
múli, 14 frillan, 15
gæslumann, 17 skyld, 20
blóm, 22 bolmagnið, 23
lofar, 24 aflaga, 25
mergðin.
Lóðrétt | : 1 hroki, 2
ófrægir, 3 jaðar, 4 rasp-
ur, 5 vænan, 6 úrkomu,
10 vermir, 12 skap, 13
bókstafur, 15 dirfist, 16
óheilbrigt, 18 greinar,
19 líffærið, 20 elska, 21
ófús.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 löðrungur, 8 fælum, 9 goggs, 10 mær, 11
sötra, 13 afræð, 15 flesk, 18 strák, 21 átt, 22 niðji, 22
annar, 24 linnulaus.
Lóðrétt: 2 örlát, 3 remma, 4 negra, 5 uggur, 6 ofns, 7
ósið, 12 rós, 14 fet, 15 fáni, 16 eyðni, 17 Káinn, 18 stagl,
19 runnu, 20 korg.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5.
Bc4 e6 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. Rdb5
d5 9. e5 dxc4 10. Rd6+ Kf8 11. exf6
Bxf6 12. Rce4 Rc6 13. Rxf6 Dxf6 14.
Bd2 e5 15. Rxc8 Hxc8 16. O-O Kg7 17.
fxe5 De7 18. e6 fxe6 19. Dg4 Hhd8 20.
Be3 b5 21. a4 a6 22. axb5 axb5 23. Ha6
Hd5 24. h3 h6 25. Hb6 Hc7 26. b3 Hf5
27. He1 cxb3 28. cxb3 Db4 29. Hc1 Dd6
30. Dh4 g5 31. De1 b4 32. De2 e5 33. h4
Rd4 34. Da6 Hxc1+ 35. Bxc1 Dc5
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Ohrid í Makedóníu. Bandaríski stór-
meistarinn Gata Kamsky (2692) hafði
hvítt gegn kollega sínum Viktor Bo-
logan (2688) frá Moldavíu. 36. Da7+!
Hf7 37. Hg6+! og svartur gafst upp
enda drottningin að falla í valinn.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Réttur samningur.
Norður
♠D97
♥ÁD87
♦76
♣G984
Vestur Austur
♠ÁG10864 ♠52
♥10 ♥G9654
♦D84 ♦G10932
♣763 ♣5
Suður
♠K3
♥K32
♦ÁK5
♣ÁKD102
Suður spilar 6G.
„Við áttum að spila 6♣, makker.“
Suður hafði farið niður á grandslemm-
unni og var að reyna að koma sökinni
yfir á makker. Það tókst ekki, því norð-
ur hafði komið auga á vinningsleið í 6G
og var fús til að deila þeirri sýn sinni.
Þess ber að geta að vestur vakti á 2♠
og kom svo út með hlutlaust lauf.
Norður kunni til verka í þving-
unarfræðum og sá fyrir sér tvöfalda
þvingun í áföngum. Fyrst er ♠K spilað,
sem vestur verður að taka. Segjum að
vestur spili ♠G um hæl. Sagnhafi drep-
ur og tekur laufin í botn. Við það
þvingast austur, sem neyðist til að fara
niður á tvo tígla til að geta staðið vörð
um hjartalitinn. Nú er vestur einn um
að tígulvaldið og ræður ekki við þrýst-
inginn þegar sagnhafi tekur toppslag-
ina í hjarta.
Nei, það er ekkert að samningnum.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú gætir þurft að annast einhvern
sem þarf á hjálp þinni að halda. Kannski
getur þú ráðið gátuna seinna meir.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Nú er rétti tíminn til þess að upplifa
ný ævintýri svo þú skalt bara láta það eft-
ir þér að sletta svolítið úr klaufunum.
Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Haltu vöku þinni svo ekkert fari
úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi.
Láttu það ekki fara í taugarnar á þér
heldur taktu því sem sjálfsögðum hlut.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Fyrir komandi atburði er mjög
mikilvægt að vita hvað þú átt. Þú ættir að
undirbúa málin vandlega því þá getur þú
óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú gætir rekist á gamla kunningja
og skólafélaga og það mun hugsanlega
opna þér ný tækifæri. Fólki finnst þú
mjög klár.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þetta er frábær dagur til að vinna
að frama og auknum tekjum. Hvort sem
er þá ertu uppfullur af samúð gagnvart
þeim sem minna mega sín.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ný persóna gengur inn í líf þitt.
Kannski er um að ræða einhvern úr for-
tíðinni sem birtist þér í minningarbroti,
eða einhvern nýjan sem lífgar upp á dag-
inn.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Viðkvæmni er vanmetin í
heimi þar sem frumskógarlögmálið gildir.
Farðu því varlega í allri samningagerð.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Umhverfi þitt kemur upp um
alla þína galla, sérstaklega skipulags-
leysið sem hrjáir þig. Sjálfsöryggi og þol-
inmæði skiptir miklu máli þegar þú leysir
úr vandamálum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ættir að njóta lífsins með
vinum þínum í dag. Suma daga er auð-
veldara að sjá samhengið en aðra.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér finnst álagið í vinnunni
vera orðið fullmikið. En forðastu bara að
dragast inn í atburðarás sem kemur þér
ekkert við.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Einhver sem stærir sig af mætti
sínum, efast um hann innst inni. Hlustaðu
heldur á viðhorf hans/hennar þannig að
þið getið leitað leiða til að vinna saman að
sameiginlegum markmiðum.
Stjörnuspá
2. nóvember 1938
Togarinn Ólafur frá Reykja-
vík fórst í norðanveðri á Hala-
miðum með allri áhöfn, 21
manni á aldrinum frá tvítugu
til fimmtugs.
2. nóvember 1941
Bandarísk flugvél fórst á
Langahrygg á Reykjanesi og
með henni ellefu menn. Þetta
var þá talið mesta flugslys hér
á landi.
2. nóvember 1961
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti að „gera varúðar-
ráðstafanir til almannavarna“.
Þetta var gert „vegna yfirvof-
andi geislunarhættu og ófrið-
arhættu“. Næstu tvo mánuði á
undan höfðu Rússar sprengt
þrjátíu kjarnorkusprengjur í
tilraunaskyni.
2. nóvember 2000
Verslunarmiðstöðin Glerár-
torg á Akureyri var opnuð.
Þar voru þá tuttugu verslanir
af ýmsu tagi í níu þúsund fer-
metra húsnæði sem byggt var
á hálfu ári. Heildarkostnaður
var um einn milljarður króna.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Helena Ósk Hálfdánardóttir og
Andrea Steinþórsdóttir héldu tom-
bólu fyrir utan Samkaup í Hafn-
arfirði og söfnuðu 6.710 krónum
sem þær færðu Rauða krossi Ís-
lands.
Hlutavelta
„ÉG var með veislu heima hjá mér á laugardags-
kvöldið fyrir fjölskyldu mína og íslenska gesti sem
komu hingað út til mín í tilefni afmælisins og það
gladdi mig mjög,“ segir séra Þórir Jökull Þor-
steinsson sendiráðsprestur úti í kóngsins Kaup-
mannahöfn, en hann er fimmtugur í dag. Hann
segist hafa boðið upp á rammíslenskan mat,
hangikjöt og lamb í ofni. „Í eftirrétt bauð ég upp á
rauð epli með sírópi unnu úr granateplum, en
þessum rétti kynntist ég úti í Sýrlandi þar sem ég
var nýlega.“ Þórir Jökull segir afmælishaldi ekki
alveg lokið því hann eigi eftir að fagna með sam-
starfsfólki sínu síðar í mánuðinum. Þegar hann lítur yfir farinn veg
segist hann sáttur. „Guð hefur verið góður við mig en margt hefur á
daga mína drifið. Ég hef starfað við mörg og ólík störf, fyrir utan það
að starfa sem prestur hef ég hef verið landbúnaðarverkamaður, sjó-
maður, útvarpsfréttamaður, diplómat og ýmislegt fleira. Við hálfrar
aldar afmæli stend ég á krossgötum því starf mitt verður lagt niður í
janúar, en ég sé möguleika sem opnast við þessar breytingar og
kannski sest ég á skólabekk hér í Kaupmannahöfn, er að velta fyrir
mér að fara í framhaldsnám í kirkjusögu.“ khk@mbl.is
Þórir Jökull Þorsteinsson er fimmtugur í dag
Guð hefur verið góður við mig
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is