Morgunblaðið - 02.11.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.11.2009, Qupperneq 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Þessir þættir eru varasamir sam- ankomnir í einum manns- heila ... 26 » BRESKAR og bandarískar bækur sem skrifaðar hafa verið með það í huga að höfða til kvenna eingöngu, það sem á ensku er kallað „chick lit’“, virðast eitthvað vera að breyt- ast, ef marka má nýlega frétt í dag- blaðinu Guardian. Slíkar sögur hafa jafnan verið sagðar frá sjónarhóli kvenna sem hafa miklar áhyggjur af holdafari sínu og drekkja jafnvel þeim sorgum í hvítvíni og svæla þær út með reykingum og kynlífi með yf- irmanninum, sbr. bækurnar um Bridget Jones. Nú virðist ný gerð af söguhetju hafa litið dagsins ljós, kona sem er langt yfir kjörþyngd en er tiltölulega sama um það. Fjöldi bóka mun vera á leiðinni bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem söguhetjan er feit kona, að því er fram kemur í blaðinu. Þar seg- ir að konur geri nú kröfu um raunsæi í slíkum bókum, að sögu- hetjan sé „alvöru kona“. Julia Lle- wellyn, höfundur Love Nest sem kemur út í febrúar, tekur undir þetta en í þeirri bók er ein að- alpersónan kona vel í holdum. Hún bendir á að offita sé alvarlegt vanda- mál í dag og það þurfi að fjalla betur um í skáldskap en þó með þeim hætti að hamingjan velti ekki á lík- amsþyngd. Megrunarkúrar séu með öðrum orðum ekki lykillinn að ham- ingjunni heldur að læra að elska sjálfan sig. Þessi nýja gerð bóka hef- ur hlotið hið viðeigandi heiti „bigger chick lit“ hjá forlaginu Mills & Boon í Bandaríkjunum. Andsvar við Bridget Jones Söguhetjur sáttar við holdafarið Jones Renée Zellweger sem Bridget Jones í fyrstu myndinni um hana. KARL Breta- prins hefur verið iðinn undanfarin ár við að tjá sig um byggingarlist í Lundúnum og verið gagnrýninn á ýmis verkefni sem honum þykja ekki til prýði. Menningar- málaráðherra Bretlands, Ben Bradshaw, virðist hafa fengið nóg af þessum afskiptum prinsins og gagn- rýnir hann fyrir að standa í vegi fyr- ir byggingarfram-kvæmdum. Sagð- ist ráðherrann í viðtali við dagblaðið Sunday Telegraph hafa áhyggjur af því að hætt hefði verið við verkefni út af gagnrýni eins manns, í svari við spurningu þess efnis hvort hann hefði áhyggjur af því að prinsinn hefði skipt sér af ákveðnu bygginga- verkefni í Chels-ea, húsaþyrpingu hannaðri af Richard Rogers. Kaup- endur hættu við stóran hluta fram- kvæmdarinnar í kjölfar afskipta prinsins. Bradshaw sagðist hafa áhyggjur af því að hætt yrði við stór- kostleg verk út af gagnrýni eins manns. Eigandi lóðarinnar í Chelsea, sem hönnun Rogers átti að rísa á, er kon- ungsfjölskyldan í Katar. Mun Karl hafa sent henni bréf og sagt að hann teldi hönnun Rogers óviðeigandi fyr- ir þetta tiltekna svæði. Ósáttur við prinsinn Karl Bretaprins BERNT Øyvind Thorvaldsen, dósent í norrænum bók- menntum við háskólann í Volda á Sunnmæri, flytur í dag erindi um frásögn Egils sögu af níðstönginni sem Egill reisti Eiríki konungi blóðöx og Gunnhildi drottningu. Thorvaldsen veltir upp þeirri spurningu hvernig skilja megi réttlætingu á fjölkynngi í ljósi þess að á samtíð höfund- arins voru galdrar og níð lögbrot og birting- armynd trúarlegra ranghugmynda. Fyrirlest- urinn hefst kl. 16 og er í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu A207. Fræði Fyrirlestur um níðstöng Egils Aðalbygging Háskóla Íslands Í KVÖLD kl. 20 verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í tilefni af því að mezzósópr- ansöngkonan Alina Dubik hef- ur búið og starfað á Íslandi í 20 ár. Á þeim koma fram söngkon- urnar Anna Jónsdóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir, Agnes Amalía Kristjónsdóttir, Jó- hanna Héð- insdóttir, María Jónsdóttir og Nathalía Druzin Halldórsdóttir sem hafa allar lært söng hjá Alinu. Dubik mun sjálf flytja þekkt- ar óperuaríur. Píanóleikari er Ástríður Alda Sig- urðardóttir og á efnisskrá eru sönglög, aríur og dúettar úr ýmsum áttum. Tónlist Sjö söngkonur í Salnum Alina Dubik mezzósópran BÓKASAFN Seltjarnarness býður í dag upp á tónleika í samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness undir nafninu „Te og tónlist“ og hefst dag- skráin kl. 17.30. Tónleikarnir eru stuttir og hugsaðir þannig að fólk geti komið við á bóka- safninu, hvílt sig og notið tón- listar á heimleiðinni, eins og segir í tilkynningu. Að þessu sinni eru það þrjár stúlkur á menntaskólaaldri sem leika gamla djassstandarda á kontrabassa og píanó og syngja. Þær heita Rósa Kolbeinsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sig- urbjörg María Jósepsdóttir. Tónlist Te og tónlist í bókasafninu Gestur á Bókasafni Seltjarnarness Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÞORGRÍMUR Þráinsson á 20 ára rithöfundar- afmæli í ár en fyrsta bók hans, Með fiðring í tán- um, kom út árið 1989 og varð metsölubók eins og svo margar seinni bóka hans. Nýjasta bókin, ung- lingabókin Núll núll 9, er nýkomin út og er sú tutt- ugusta og þriðja í röðinni. Hún er sjálfstætt fram- hald bókanna Svalasta 7an og Undir 4 augu sem komu út 2003 og 2004. „Bækurnar áttu bara að vera tvær en ég lét undan endurteknum þrýstingi lesenda og skrifaði þessa um sömu persónur,“ seg- ir Þorgrímur. Núll núll 9 er að sögn Þorgríms eins konar James Bond ástar- og spennusaga og gerist á einni viku á Akureyri. Jóel, sem er sextán ára, situr óvænt uppi með tölvu rússneskrar stelpu sem skil- ar sér aldrei til baka af salerninu. Hann finnur ým- is leynileg gögn í tölvunni sem varða grunsam- legar athafnir erlendra aðila á Íslandi. Á skömmum tíma flækist hann inn í mál sem eru ofar skilningi hans og leitar aðstoðar hjá vinum sínum. Margklofin persóna „Ég hef ekki áður skrifað spennusögu þar sem um líf og dauða er að tefla þannig að þetta var ný upplifun fyrir mig,“ segir Þorgrímur. „Sagan sker sig frá fyrri bókunum tveimur um Jóel og Álfhildi að því leyti að þær voru sagðar í þriðju persónu en í Núll núll 9 er það Jóel sem segir söguna. Mér finnst skemmtilegra að segja sögu í fyrstu per- sónu. Kannski af því að sjálfur er ég svo margklof- inn. Stundum finnst mér ég vera kona, stundum karlmaður, stundum krakki og stundum gamal- menni. Ómeðvitað leitast ég við að koma skila- boðum á framfæri.“ Spurður hvaða skilaboð það séu segir hann: „Fyrst og fremst þau að hver einstaklingur ber ábyrgð á eigin lífi og á að fylgja draumum sínum. Ég hef undanfarin ár haldið fyrirlestra í grunn- skólum þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi. Unglingar hafa þörf fyrir uppörvun og að þeim sé sagt að þau geti náð markmiðum sínum í lífinu og eigi ekki að láta neitt stoppa sig. Og alls ekki elta fjöldann heldur fara eigin leiðir þótt þær séu fullar af hindrunum og þau geri ótal mistök á leiðinni. Í bókinni Núll núll 9 eru skilaboðin þau að það gerist miklu meira á bak við tjöldin en við gerum okkur grein fyrir.“ Boðberi heilbrigðis Þorgrímur var þekktur fótboltamaður á fyrri árum og heilbrigt líferni er honum hugleikið. Hann segir að sá boðskapur hljóti óhjákvæmilega að hafa ratað í bækurnar. „Kannski var predikunar- tónn í fyrstu bókum mínum en hann er þar ekki lengur. Ég hef lært ýmislegt á þessum tuttugu ár- um. Mér finnst miklu auðveldara og skemmtilegra að vinna með texta en mér þótti í upphafi. Það er mér í blóð borið að vera boðberi heilbrigðis þegar ungt fólk er annars vegar.“ Þorgrímur skrifaði Núll núll 9 að langmestu leyti á kaffihúsum Reykjavíkurborgar. „Kaffi- húsin hafa verið skrifstofa mín undanfarin ár. Þótt á þeim geti verið hávaði truflar hann mig ekki því ég er í mínum eigin heimi meðan ég vinn. Þegar verkinu er lokið legg ég það frá mér í nokkrar vik- ur, fer síðan aftur yfir það og laga. Ég trúi mjög á fyrstu skrif, þann innblástur sem kemur í upp- hafi.“ Lesendur skipta öllu máli Bækur Þorgríms hafa notið mikilla vinsælda meðal barna og unglinga en gagnrýnendur hafa ekki allir verið jafn hrifnir. „Ég held að allir rithöf- undar vilji frábæra gagnrýni en mínar bækur hafa sem betur fer hlotið misjafna dóma. Ég hef fengið frábæra gagnrýni sem mér hefur þótt oflof og að sama skapi slæma sem mér þótti ósanngjörn. Ein- hver sagði að það væri fullkomin heimska að deila um smekk og þannig verður það sem betur fer allt- af. Mótlætið hefur alltaf hert mig. Lesendur skipta mig öllu máli og þeir hafa verið mín helsta hvatn- ing. Það er ómetanlegt fyrir mig að lesa í skólum og vera í beinum tengslum við lesendur. Að sama skapi held ég að ég hafi sjaldnast fallið í kramið hjá „akademíunni“, hver sem hún er; ein- hver ósýnileg rödd sem vill stjórna því hvað börn og ungmenni eigi að lesa. Það að ég skuli hafa fengið neitun í 19 skipti á þeim 20 árum sem ég hef sótt um starfslaun listamanna segir sína sögu. Á tyllidögum talar sama röddin um að það verði að örva unglinga til að lesa. En það má alls ekki styðja við bakið á þeim höfundi sem nær einna best til unglinga. Hugsanlega eru unglingabækur ekki nógu fínar bókmenntir. En mér leyfist alls ekki að tala um þetta því þá mála ég mig enn meira út í horn í þessum bókmenntaheimi.“ James Bond fyrir unglinga  Þorgrímur Þráinsson á 20 ára rithöfundarafmæli  Sendir frá sér unglingabók sem er 23. skáldsagan hans  Segir lesendur hafa verið sína helstu hvatningu Morgunblaðið/Heiddi Þorgrímur Þráinsson „Lesendur skipta mig öllu máli og þeir hafa verið mín helsta hvatning.“ Þorgrímur Þráinsson er fæddur í Reykjavík 8. janúar 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 og stundaði nám í frönsku við Sorbonne-háskóla í París 1983-1984. Þorgrímur var blaðamaður hjá Fróða frá 1985 og ritstjóri Íþrótta- blaðsins og ritstjórnarfulltrúi barna- blaðsins ABC frá 1989. Í lok árs 1996 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar. Þorgrímur varð þrisvar sinnum Ís- landsmeistari á knattspyrnuferlinum með Val og tvisvar sinnum bik- armeistari. Hann lék alls um 180 leiki í efstu deild og 17 landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Þorgrímur hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunin 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu. Fyrsta skáld- saga hans fyrir fullorðna, Allt hold er hey, kom út 2004. Rithöfundur og íþróttamaður Morgunblaðið/Ómar Alltaf í boltanum Þorgrímur er í landsliðsnefnd og læt- ur stundum til sín taka á æfingum. Hér sést hann á einni slíkri í september sl. Atli Viðar Björnsson vinstra megin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.