Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 29

Morgunblaðið - 02.11.2009, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 BEIN ÚTSENDING LAUGARDAGINN 7. NÓVEMBER KL. 18.00 (ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR) ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 18.30 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPERUBIO.IS TURANDOT MARIA - GULEGHINA LIÙ MARINA - POPLAVSKAYA CALÀF MARCELLO - GIORDANI TIMUR SAMUEL - RAMEY PUCCINI TURNADOT Í REYKJAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. STÓRKOSLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG ERIC BANA HHHH - S.V. MBL FRÁ LEIK STJÓ RA C RAN K HÖ RKU HAS ARM YND ÞÚ S PILA R TIL AÐ L IFA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“ Frábær tónlist, frábær dans, frábær mynd! DRAUMAR GETA RÆST! SURROGATES SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAK A OG KRINGLUN I EIN VINSÆLASTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA ER LOKSINS KOMIN Í ÞRÍVÍDD / SELFOSSI STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 8 - 10 16 JÓHANNES kl. 8 L GAMER kl. 10:40 16 / KEFLAVÍK JÓHANNES kl. 8 L STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 10 16 MORE THAN A GAME kl. 8 7 FUNNY PEOPLE Síðustu sýningar kl. 10:10 12 / AKUREYRI kl. 8 - 10:20 12 kl. 8 L kl. 10:20 16 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞEIR sem hafa gaman af því að lesa slúður ættu að kíkja á vefsíðuna x17online.com. Um er að ræða hina bestu slúðursíðu með miklu af mynd- skreytingum. Fréttirnar ganga mik- ið út á það að hafa ferskar myndir með, nýjar myndir af stjörnunni sem er fjallað um. Fréttirnar eru líka stundum búnar til í kringum mynd- irnar. Til dæmis, þegar þetta er rit- að, er efsta fréttin á síðunni um Par- is Hilton. Fréttin er einmitt skrifuð út frá myndum sem náðust af Hilton úti á meðal almennings í skokkgalla eða náttfötum, fer eftir því hvernig á það er litið. Nítján myndir eru af Hilton í gráa skokkgallanum á snyrtistofu þar sem hún lét lakka á sér neglurnar. Sú myndasyrpa ætti svo sann- arlega að fullnægja þörf Paris Hilton-aðdáenda fyrir innsýn inn í líf goðsins. Hversdagsathafnir myndaðar „Enginn felur sig fyrir okk- ur,“ er slagorð síðunnar og virðast starfsmenn hennar uppfylla það. Mikið er af myndböndum á síðunni, m.a af Dustin Hoff- man þar sem hann fær sér að borða í New York. Önnur ómerkileg myndbönd er þar líka að finna af hversdags- athöfnum fræga fólksins í Bandaríkjunum. Það verður að segjast um síðuna að þó manni finnist þetta ósköp ómerkilegt þá er hún oft fyrst með fréttirnar í heimi frægra sem og fyrst með myndirnar. Ef ný pör eru að fæðast í stjörnuheimum þá er nánast undantekningalaust komin mynd af þeim inn á x17on- line.com, næstum því áður en þau vita af því að þau eru að fara að byrja saman, svo árvökul er frétta- mennskan á síðunni. x17online.com er ágætis slúð- ursíða og fær plús fyrir það að fara ekki soraleiðina í fréttamennskunni. Enginn felur sig fyrir okkur Paris Hilton Vinsælt um- fjöllunarefni slúðursíða. Reuters Enginn rithöfundur er vin-sælli á Íslandi í seinni tíðen Arnaldur Indriðasonog fara verður alllangt aftur til að finna höfund sem notið hefur viðlíka vinsælda. Svörtuloft er tíunda bókin í framhaldssögunni um lögreglumanninn Erlend Sveinsson, því þó hann sé ekki alltaf í aðal- hlutverki er hann eiginlega það sem bindur bækurnar saman þó þær standi alla jafna nokkuð sjálf- stæðar. Eitt það besta við bækurnar um Erlend og félaga hans er að í þeim öllum eru margar sögur samtímis, ekki bara málið eina sem glímt er við, heldur er líka sitthvað annað í gangi sem spannar jafnvel margar bækur, eins og fórnarlamb barnaníðings sem birtist í Harðskafa en finnur loks frið, ef svo má segja, tveimur bókum síðar – í Svörtuloftum. Önnur saga sem gengið hefur bókum saman er sagan af Erlendi og bróður hans, en í Harð- skafa má segja að Erlendur hafi loks ákveðið að kveða niður þann draug og hverfur austur á æskuslóðir til að fá botn í málið. Á meðan við bíðum óþreyjufull eftir þeirri uppgjörsbók sitjum við uppi með þau Elínborgu og Sigurð Óla. Elínborg fékk að láta ljós sitt skína í Myrká, en nú er röðin komin að Sig- urði Óla, sem er um margt mun skemmtilegri persóna en Elínborg, ekki síst fyrir þá sök að hann er um margt meingallaður og fátt er for- vitnilegra en gallagripir. Án þess ég vilji spilla fyrir vænt- anlegum lesendum, segir bókin frá því er kona á miðjum aldri er barin til bana nánast fyrir augunum á lög- reglumanninum Sigurði Óla, sem er staddur á heimili konunnar í vafa- sömum erindagjörðum. Þó hann sé eiginlega fulltengdur málinu tekur hann þátt í rannsókninni af fullum krafti, enda bendir flest til þess að ódæðismaðurinn hafi verið hand- rukkari. Í tengslum við rannsóknina rekst hann á vísbendingu um annað sakamál og kemst á endanum að ýmsu sem hann hefði gjarnan ekki viljað vita. Samtímis þessu ónáðar hann ógæfumaður með erindi sem erfitt er að átta sig á og inn í bókina blandast menn slegnir góð- ærisgræðgisblindu. Eins og getið er þá er Sigurður Óli óttalegur þurs, uppfullur með sál- arflækjur sem hann hefur dragnast með alla ævi, eiginlega ekki í húsum hæfur og kemur ekki á óvart að hann á erfitt með að byggja upp tilfinn- ingasamband við aðra, hvað þá að finna sér konu. Ástamál hans koma og nokkuð við sögu í bókinni, auk- inheldur sem hann tekur að átta sig á ýmsu í sambandi foreldra sinna sem honum var áður hulið eða hann vildi ekki sjá. Allt er þetta til þess fallið að gefa okkur betri mynd af þeim ótta- lega lúða sem hann er, en um leið líka hvers vegna hann er svo þrautseigur og ráðagóður sem lögreglumaður. Arnaldur stendur fremstur ís- lenskra spennusagnahöfunda og verður að segja eins og er að enginn kemst með tærnar þar sem hann hef- ur hælana. Víst státa keppinautar hans stundum af flottari morðum, hraðari atburðarás og flottari búnaði, sumt eins og endurrit úr CSI- þáttum. Málið er bara að Arnaldur kann að búa til alvöru fólk sem okk- ur, lesendum, er ekki sama um, fólk sem við viljum vita hvað verður um og hvernig reiðir af. Það skýrir vin- sældir hans öðru fremur, hér heima og erlendis, og þó Erlendur sé enn fyrir austan í Svörtuloftum, þá sýnir bókin að Arnaldur er enn að bæta sig sem höfundur og því spáð hér að hann eigi eftir að halda velli sem vin- sælasti rithöfundur þjóðarinnar lengi enn. Beðið eftir Erlendi Skáldsaga Svörtuloft eftir Arnald Indriðason bbbbn Vaka-Helgafell. 326 bls. innb. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Arnaldur Bókin sýnir að hann er enn að bæta sig sem höfundur. AÐDÁENDUR kvikmyndarinnar Cocktail, eða Hanastél, frá 1988 hljóta að fagna því að til stendur að setja upp söngleik sem byggjast mun á henni. Víst er að Tom Cruise heillaði margar meyjar með fjölleikahússkenndum tilþrifum sínum við barborðið en öllu erf- iðara að sjá fyrir sér dans- og söngatriði. Handritshöfundur kvikmyndar- innar, Heywood Gould, segir í sam- tali við New York Post að hann sé að vinna að Cocktail-söngleik. Verkið mun skammt á veg komið og engir leikarar í sigtinu. Þó seg- ist Gould hrífast af leik Katie Hol- mes en hún er eiginkona Cruise. Holmes myndi þá líklega fara með hlutverk kærustu barþjónsins en hana lék Elisabeth Shue í kvik- myndinni. Nokkrir söngleikir byggðir á kvikmyndum hafa verið gerðir á seinustu tíu árum. Má þar nefnda The Producers, Dirty Rotten Scoundrels, The Wedding Singer, When Harry Met Sally, Dirty Dancing, Lord of the Rings og væntanlegan söngleik um Kónguló- armanninn sem U2-liðarnir Bono og Edge semja tónlistina við. Þá má einnig nefna High Fidelity og Grumpy Old Men. Söngleikur byggður á Hanastéli Cocktail Cruise fleygir flösku. BRESKA myndlistarkonan og kvikmyndaleikstýran Sam Taylor-Wood er trúlofuð leikaranum Aaron Johnson en hann er 23 árum yngri en hún. John- son fer með hlutverk Johns Lennons á táningsaldri í kvikmynd Taylor-Wood, Nowhere Boy, sem segir af samskiptum Lennons við móður sína. Taylor- Wood er 42 ára gömul og var áður gift galleristanum Jay Jopling. Jopling, fyrrverandi eiginmaður Taylor-Wood, er 45 ára og átti nýverið í stuttu sam- bandi við söngkonuna Lily Allen sem er 22 ára. 23 ára aldursmunur þar líka. Trúlofuð 19 ára leikara Trúlofuð Sam Taylor-Wood og Aaron Johnson á kvikmyndahátíð í London. VEFSÍÐA VIKUNNAR: X17ONLINE.COM»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.