Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 4

Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi að samningavið- ræður um aðild að Evrópusamband- inu yrðu erfiðar og myndu markast af því með hvaða hætti tækist að leiða til lykta deilur um landbúnað og sjávarútveg. Þegar hafa verið send til Brussel svör við um 2000 spurningum sem ESB sendi íslenskum stjórnvöld- um vegna umsóknarinnar og sagði Össur að svaraferlinu myndi væntan- lega ljúka um miðjan nóvember. Viðræður á næsta ári Skipuð hefur verið samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum og er Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra for- maður hennar. Varaformenn verða Björg Thor- arensen, deildar- forseti lagadeild- ar Háskóla Íslands, og Þor- steinn Gunnars- son, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. Aðrir nefndarmenn eru Gréta Gunnars- dóttir, sviðsstjóri alþjóða- og örygg- issviðs utanríkisráðuneytisins, Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu, Kolfinna Jó- hannesdóttir, MA í hagvísindum, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri við- skiptasviðs utanríkisráðuneytisins, Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi for- sætisráðherra í utanríkismálum, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra. Þorsteinn Pálsson segir að samn- inganefndin hafi ekki enn hist en ger- ir ráð fyrir að hún muni fljótlega hefja störf. „En Evrópusambandið sjálft á eftir að taka endanlega ákvörðun og það verður í desember þannig að raunverulegar viðræður geta ekki byrjað fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. Ég geri ráð fyrir að menn muni nota tímann til að undirbúa sig fyrir þær viðræður með ýmsum hætti,“ segir Þorsteinn. Hann segist aðspurður fara í nefndina á eigin forsendum. „Það hef- ur verið þannig um áratugi að það hefur verið breið pólitísk samstaða um mikilvægustu þætti utanríkis- stefnunnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að það geti orðið í þessu máli.“ kjon@mbl.is Skipað í samninganefnd vegna aðildarumsóknar Össur segir aðildarviðræður við ESB verða erfiðar Stefán Haukur Jóhannesson Þorsteinn Pálsson  Meira á mbl.is STARFSMENN Reykjavíkurborgar eru alltaf á ferðinni til að fegra borg- ina og betrumbæta. Ljósmyndarinn rakst á þessa tvo, sem voru að þrífa umferðarskilti á Skothúsvegi. Aur og selta höfðu sest á skiltin eins og gjarnan gerist á þessum árstíma. Mikið verkefni bíður svo starfsmanna borgarinnar þegar þeir byrja að hengja upp jólaskrautið þegar nær dreg- ur aðventunni. Og í desember setja þeir upp Oslóarjólatréð á Austurvelli og þá verða allir klárir á því að jólin eru að ganga í garð. Eru alltaf á ferðinni Morgunblaðið/Golli Fegra borgina og betr- umbæta á hverjum degi „EF næst sam- komulag um að draga úr umfang- inu [áformaðra skattahækkana], er næsta skrefið að skoða útfærsl- una. Það snýr bæði að atvinnu- lífinu, varðandi orkuskattana, og að tekjuskattinum. Við höfum ekki séð neina útfærslu þess en fengum yfirlýsingu um að það væri við það miðað í nýju skattkerfi, sem unnið er að, að markmið um skattleysimörk muni halda. Við treystum því að svo verði.“ Þetta segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. Reynt var að jafna ágreining um áform stjórnvalda í skattamálum á fundi forsvarsmanna samtaka á vinnumarkaði og ríkisstjórnarinnar í gær. „Ég bind miklar vonir við að menn nái saman um að stemma þetta umfang af þannig að það verði ekki gengið lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Gylfi. ASÍ og SA hafa haldið því fram að umfang aðhaldsaðgerða í ríkisfjár- málum með áformuðum skatta- hækkunum gangi mun lengra en samkomulagið við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn gerir ráð fyrir. Þar muni um 23 milljörðum kr. á árinu 2010 sem áform séu um að sækja með skattahækkunum. omfr@mbl.is Stemma umfang skatta af Markmið um skatt- leysismörkin haldi Gylfi Arnbjörnsson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BARNAHÚS að íslenskri fyrirmynd eru komin upp í 16 borgum í Svíþjóð. Verið er að opna fimmta barnahúsið í Noregi og á starfsfólk Barnavernd- arstofu og Barnahúss von á um 10 manna undirbúningshópi hingað til lands í næstu viku. Í síðustu viku var ákveðið að setja upp barnahús í Nuuk í Grænlandi, en í sumar komu fulltrúar frá græn- lenskum stjórnvöldum til að kynna sér starfsemina hér. Í Danmörku var slík starfsemi sett á laggirnar í Árós- um í fyrra og finnski dómsmálaráð- herrann heimsótti Barnahús síðast- liðið sumar. Fyrir utan Norðurlöndin hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kynnt hugmynd- ina að baki Barnahúsi í Eistlandi, Litháen, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og nú síðast á Spáni. Bragi flutti fyrir helgi fyrirlestur á ráðstefnu sérfræðinga í Barcelona, en í Katalóníu er verið að endurskoða relguverkið vegna fullgildingar á nýj- um samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Þar beinast sjónir manna einkum að íslenska Barnahúsinu, að sögn Braga. „Áhuginn á fyrirkomulaginu í Barnahúsi er mjög mikill og barnahúsum hef- ur fjölgað ört á síðustu árum,“ segir Bragi. „Í hverju landi er tekið mið af lög- gjöf hverrar þjóð- ar því hugmyndin er sveigjanleg. Útgangspunktur- inn er hins vegar alls staðar sá sami og byggir á því að skýrslutakan fari fram í barnvænu umhverfi í sérstöku húsnæði sem hannað er með hags- muni og velferð barnsins að leiðar- ljósi. Þjálfaðir spyrlar hafa það hlut- verk að taka skýrslur af börnunum og læknisrannsókn fer fram í sömu að- stöðu. Síðan er boðið upp á meðferð og stuðning við barnið og nánustu að- standendur þess.“ Barnahús hóf starfsemi í Reykja- vík í nóvember 1998 og hafa um 2.200 börn komið í húsið á þessum ellefu ár- um. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kyn- ferðislegri áreitni eða ofbeldi. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetn- ing skýrslutöku eftir ákvörðun dóm- ara en barnaverndarnefndir geta óskað eftir annarri þjónustu Barna- húss. Barnahúsum að íslenskri fyrir- mynd fjölgar ört Sextán barnahús komin upp í Svíþjóð Bragi Guðbrandsson Dómsskýrslur eða vitnisburður sem er notaður fyrir dómi er ekki tekin af reykvískum börnum í Barnahúsi heldur í dómhúsi. Bragi Guðbrandsson segir óverjandi að ekki skuli allir dómstólar notfæra sér þá aðstöðu og sérþekkingu sem fyrir hendi er í Barnahúsi. Hann áætlar að um helmingur allra kynferðisbrotamála á Íslandi komi upp í Reykjavík. Bragi vísar til nýgengins fimm ára fangelsisdóms Hæstaréttar yfir karl- manni sem beitti tveggja til þriggja ára dóttur sína kynferðisofbeldi á ár- unum 2007-8. „Ég er sannfærður um að það hefði verið nánast útilokað að ná fram þeirri tjáningu, sem síðar var lögð til grundvallar við dóms- meðferð þess máls ef það hefði komið upp í Reykjavík,“ segir Bragi. „Það er mitt mat að útilokað hefði verið að ná fram þeim upplýsingum frá barninu sem komu fram í gegnum tjáningu þess án þess að fyrir hendi hefði verið kunnátta og leikni þeirra sérfræðinga sem starfa í Barnahúsi og hins vegar aðstæður og umhverfi sem þar er. Þessi niðurstaða hefði aldrei náðst í dómhúsi þó svo að þar sé séraðstaða. Það leiðir hugann að því ósamræmi sem raunverulega er við fram- kvæmd þessara mála í landinu. Börn sem búa í Reykjavík njóta í raun og veru ekki í sama mæli og önnur börn þeirrar fagmennsku og þeirrar barn- vænu aðstöðu sem boðið er upp á í Barnahúsi,“ segir Bragi. Reykvísk börn sitja ekki við sama borð og önnur einfaldlega betri kostur © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðvegi 2-8 112 Reykjavík laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 kaffihús: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18 Hjarta, ljós Ø13 cm 5.990,- Jól í ILVA Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit um skil frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna síðustu alþingis- kosninga á kostnaðarupplýsingum. Af 318 frambjóðendum sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali innan stjórnmálaflokkanna vegna kosning- anna hefur nú 281 skilað upplýs- ingum um kostnað sinn til Ríkisend- urskoðunar. Þar af hafa 43 fram- bjóðendur skilað fjárhagslegu uppgjöri en 238 yfirlýsingu um að kostnaður þeirra hafi ekki verið um- fram 300 þús. kr. Samtals eiga því 37 frambjóðendur enn eftir að skila en samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda er þeim skylt að gera það. 37 eiga enn eftir að skila

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.