Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
✝ Gísli Þór Sigurðs-son fæddist í Vest-
mannaeyjum 3.3.
1922. Hann lést á
Landspítalanum Foss-
vogi 26. október 2009.
Gísli ólst upp í
Reykjavík, auk dvalar
í Botnum í Meðallandi
og Hraunbæ í Álfta-
veri. Foreldrar hans
voru Vigdís Anna
Gísladóttir matráðs-
kona, f. í Suður-Vík í
Hvammshr. í V-Skaft.
6.1. 1893, d. 24.2.
1972, og Sigurður Jónsson raf-
virkjameistari, f. á Þykkva-
bæjarklaustri í Álftaveri í V-Skaft.
10.4. 1894, d. 4.6. 1938. Systkini
Gísla: Sigurveig, f. í Vestm. 9.8.
1920, d. 9.5. 2008, Jóhanna, f. í Rvk
9.4. 1926, d. 13.2. 2007, Jón, f. í Rvk
27.2. 1930, Sigurður, f. í Rvk 1.8.
1932 og hálfsystir samfeðra, Halla,
f. í Rvk 15.11. 1937, d. 31.3. 2002.
Uppeldisbróðir er Gísli Ólafur Guð-
mundsson, f. 9.11. 1912, d. 7.11.
1985.
Gísli kvæntist 18. maí 1946, Jón-
ínu Sigrúnu Skúladóttur Jónsdóttur
húsmóður, f. í Austurey í Laug-
ardal, Árn. 13.6. 1911, d. 8.12. 1994.
Var á Heiðarbæ, Brúsastöðum og
Hótel Valhöll í Þingvallasókn.
Börn Gísla og Sigrúnar eru: 1)
Sigurður arkitekt, f. í Reykjavík
dóttir þeirra Vala, nemi í stjórn-
unarsálfr., f. 1983, sbm. Óskar Ingi
Guðjónsson háskólanemi, f. 1983.
Vinur og félagi Gísla hin síðari ár
var María Jóhannsdóttir húsmóðir,
f. í Viðfirði, S-Múl. 11.9. 1923.
Gísli lauk prófi í rafiðnum frá
Iðnskólanum á Selfossi 1948, starf-
aði hjá Rafveitu Selfoss og Kaupfél.
Árnesinga 1946-1949. Árið 1949
flutti fjölskyldan til Vestmanna-
eyja, starfaði þar hjá Haraldi Ei-
ríkssyni hf. 1949-1951 og Rafveitu
Vestmannaeyja 1951-1958. Gísli sat
í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1950-
1953. Veiktist af berklum 1953 og
var til lækninga á Vífilsstöðum og í
endurhæfingu á Reykjalundi. Hann
stundaði sjómennsku frá Eyjum
1958-1963 og sat í stjórn Sjó-
mannafél. Jötuns. Árið 1963 flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem
Gísli starfaði við skrifstofustörf
1963-1965. Hann hafði umsjón með
íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda 1965-
1973. Gísli starfaði hjá Samvirki sf.
og Rafafli sf. 1973-1987 og var safn-
vörður við Listasafn ASÍ 1987-1993.
Gísli var í stjórn knattspyrnud.
Vals 1967-1978, form. 1975, form.
fulltrúaráðs Vals 1983-1987. Í
stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavík-
ur 1979-1989, form. 1982-1989 og
sat í Íþróttaráði Reykjavíkur 1978-
1982. Gísli hlaut viðurkenningar
fyrir störf að íþróttamálum: Gull-
orðu Vals, gullmerki KRR, KSÍ og
ÍSÍ.
Útför Gísla Þórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. nóvember,
og hefst athöfnin kl. 15.
6.4. 1946, m. Sigrún
Einarsdóttir leiðbein-
andi, f. 12.3. 1948,
börn: 1. Gísli Þór
byggingatæknifr., f.
1969, m. Margrét
Hanna framhalds-
skólanemi, f. 1977,
dætur Sunneva Þöll,
f. 2006, og Birta Diljá
Ögmundardóttir, f.
1998. 2. Einar, B.Sc. í
umhverfis-og bygg-
ingaverkfr., f. 1971,
sbk. Unnur S. Er-
lingsdóttir tölv-
unarfr., f. 1975. 3. Katla nemi í
klæðskurði, f. 1979, m. Þórhallur
Sverrisson kerfisfr., f. 1976, synir
Erpur, f. 2007, og Freyr, f. 2009. 2)
Sigurbjörg efnafr., f. á Selfossi
14.11. 1948, m. Hreinn Hjartarson
veðurfr., f. 9.7. 1946, börn: 1. Sig-
rún jarðeðlisfr., f. 1973, m. Chri-
stopher Zweck jarðeðlisfr., f. 1971,
sonur þeirra Ari, f. 2007. 2. Kristín
tölvunarfr., f. 1976, m. Elvar Níels-
son tölvunarfr., f. 1974, börn Ásta,
f. 2002, Atli, f. 2005, og Eygló, f.
2007. 3. Kári, B.Sc. í rafmagns- og
tölvuverkfr., f. 1986. 3) Jón næring-
arfr., f. í Vestmannaeyjum 31.1.
1953, m. Ástfríður Margrét Sigurð-
ardóttir matvælafr., f. 3.10. 1965,
dætur Sigrún, f. 1995, og Þóra, f.
1998. Jón var áður kvæntur Berg-
ljótu Bergsdóttur, f. 21.7. 1951,
Elsku afi, við þökkum fyrir þann
tíma sem við fengum að njóta sam-
vista við þig. Við munum ávallt
minnast þín og hugsum nú til þín
sem engils á himnum í góðum fé-
lagsskap Sigrúnar ömmu. Það voru
góðar stundir þegar við sóttum þig
heim og fengum að kynnast gest-
risni, gjafmildi og hugulsemi. Takk
fyrir allar frábæru bækurnar sem þú
gafst okkur, við munum gæta þeirra
vel.
Elsku afi, hvíldin var þér eflaust
kærkomin en við munum sakna þín
mikið. Takk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Vala, Sigrún og Þóra Jónsdætur.
Það er orðið á annan áratug sem
amma mín og Gísli Þór hafa verið
vinir. Áður en amma fluttist í
Hraunbæ var hún ítrekað inni á
sjúkrastofnunum í erfiðum skurðað-
gerðum. Þá eins og ávallt var Gísli
Þór ómetanlegur stuðningur fyrir
hana. Upp úr því flutti amma í
Hraunbæ fyrst og fremst til þess að
búa í nálægð við Gísla. Það leið vart
sá dagur sem þau heimsóttu ekki
hvort annað, þau elduðu saman,
horfðu á sjónvarpið saman, spjölluðu
saman, nú eða bara þögðu saman.
Þau fóru einnig saman í búðir og
ferðuðust bæði innanlands og er-
lendis. Þau deildu daglegu lífi og fé-
lagsskapurinn var þeim dýrmætur
og bæði höfðu þau stuðning hvort af
öðru. Vinátta er falleg á öllum aldri
og víst er að vinátta og traust ömmu
og Gísla Þórs til hvort annars var
þeim báðum dýrmætt.
Gísli átti heima um tíma í Vest-
mannaeyjum, eins sá er þetta ritar.
Þegar hann bjó í Eyjum þekkti hann
afa og ömmu Bergrósar, konu minn-
ar, sem einnig bjuggu á þeim árum í
Eyjum. Þannig voru á íslenska vegu
víða tengingar. Í Eyjum var Gísli
Þór á sjó og vann einnig sem rafvirki
og sat um tíma í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja. Eftir að til Reykjavíkur
kom starfaði hann mikið í ýmsum fé-
lagsmálum, m.a. í ASÍ og knatt-
spyrnudeild Vals en þar vann hann
mikið og óeigingjarnt starf. Hann
sagði mér eitt sinn frá því að þegar
hann var nýfluttur til Reykjavíkur
fékk hann boð um að verða kokkur á
bát í Eyjum. Báturinn var raunar frá
Neskaupstað og hét Þráinn NK en
hann var gerður út frá Vestmanna-
eyjum. Eiginkona hans tók það ekki í
mál að hann færi aftur á sjóinn enda
einn tilgangurinn með því að flytja á
mölina að hann hætti sjómennsku.
Hann réð sig því ekki á Þráin NK en
sá bátur fórst stuttu seinna með allri
áhöfn. Í æsku minni heima á Norð-
firði heyrði ég stundum talað um
þetta hörmulega slys, enda útgerð-
arskúr Þráinsútgerðarinnar í Nes-
kaupstað við hliðina á skúr Bjarg-
arútgerðarinnar sem afi átti. Að
leiðarlokum þakka ég nafna mínum
góð kynni. Ég sendi börnum hans og
öðrum vandamönnum og ömmu
minni mínar bestu samúðarkveðjur.
Gísli Gíslason.
Við Valsmenn kveðjum góðan fé-
laga þegar við sjáum á bak Gísla Þ.
Sigurðssyni. Gísli var fæddur Vest-
mannaeyingur. Tengsl voru ætíð
mikil milli Vals og Eyjamanna og
Gísli var einn hlekkurinn í þeim góðu
tengslum. Fljótlega eftir að Gísli
flutti til Reykjavíkur árið 1963 hóf
hann störf sem húsvörður í íþrótta-
húsi Vals á Hlíðarenda og starfaði
þar í átta ár eða frá 1965-1973. Gísli
sýndi mikla röggsemi í störfum sín-
um á Hlíðarenda jafnframt því sem
hann lagði sig fram um að tryggja að
umgengni um mannvirki félagsins
væri iðkendum til sóma. Það gat orð-
ið nokkuð stormasamt á köflum en
Gísli naut virðingar þeirra sem
gengu um íþróttahúsið og á góðum
stundum var stutt í brosið. Gísli unni
sínu félagi og sat í stjórn knatt-
spyrnudeildar Vals frá árinu 1967 til
ársins 1978, lengst af sem gjaldkeri
en jafnframt sem formaður deildar-
innar árið 1975. Þegar stjórnarsetu
hjá Val lauk tók hann sæti í stjórn
knattspyrnuráðs Reykjavíkur –
KRR – og sat þar sem fulltrúi Vals
frá árinu 1979 til 1989 og sem for-
maður ráðsins frá 1982. Ennfremur
var Gísli formaður fulltrúaráðs Vals
frá 1983-1987.
Gísli var afar traustur maður,
fylginn sér og framsýnn og var fljót-
ur að styðja mál sem horfðu til fram-
fara. Gísli var sæmdur gullmerkjum-
Vals, KRR, KSÍ og ÍSÍ og einnig
Valsorðunni.
Á kveðjustund þakkar Knatt-
spyrnufélagið Valur innilega fyrir
hið mikla og óeigingjarna starf sem
Gísli lagði til félagsins um leið og
fjölskyldu hans eru sendar einlægar
samúðarkveðjur. f.h. Knattspyrnu-
félagsins Vals,
Hörður Gunnarsson formaður.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Fallinn er frá góður félagi, Gísli Þ.
Sigurðsson, sannur áhugamaður um
íslenska knattspyrnu. Gísli var for-
ystumaður í Val, m.a. gjaldkeri
knattspyrnudeildar og fórst það
starf einkar vel úr hendi. Ég kynnt-
ist Gísla þegar hann sat í Knatt-
spyrnuráði Reykjavíkur, 1979-1989,
en formaður ráðsins var hann frá
1982. Gísli vildi veg knattspyrnunn-
ar í Reykjavík sem mestan en hafði
víðsýni að leiðarljósi í málefnum
knattspyrnunnar á landsvísu og
stuðlaði þannig að framgangi íþrótt-
arinnar. Í formannstíð Gísla varð
samstarf KRR og KSÍ sífellt nánara
sem síðar leiddi til þess að KSÍ tók
yfir umsjón með mótahaldi KRR og
hefur svo verið æ síðan. Gísli var
sæmdur gullmerki KSÍ fyrir störf
sín 1982.
Gísli var vingjarnlegur maður sem
gaman var að umgangast. Hann var
tíður gestur á vellinum þótt dregið
hafi úr heimsóknum hans hin síðari
ár sem eðlilegt var. Ég minnist með
hlýhug áhuga hans og umhyggju fyr-
ir íslenskri knattspyrnu þau fáu
skipti sem ég hitti hann sl. ár. Góður
félagi og vinur íslenskrar knatt-
spyrnu er fallinn frá.
Ég vil fyrir hönd knattspyrnu-
hreyfingarinnar kveðja góðan vin í
hinsta sinn um leið og ég sendi ætt-
ingjum hans samúðarkveðju okkar.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ.
Kveðja frá Knattspyrnuráði
Reykjavíkur
Látinn er Gísli Þ. Sigurðsson fyrr-
verandi formaður KRR. Hann skil-
aði miklu og góðu starfi fyrir knatt-
spyrnuna í Reykjavík sem
forstöðumaður íþróttaheimilis Vals
að Hlíðarenda, síðar einnig fulltrúi
Vals í KRR frá 1979 og var formaður
ráðsins 1982 – 1989. Gísli var ötull í
því að breiða út knattspyrnu og sér-
staklega var honum umhugað um
yngri flokkana og lagði mikla
áherslu á þau mál sem formaður
ráðsins og einnig í stjórn knatt-
spyrnudeildar Vals til langs tíma.
Gísli var sæmdur gullmerki KRR
1982.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
sendir fjölskyldu Gísla Þ. Sigurðs-
sonar hugheilar samúðarkveðjur frá
knattspyrnuhreyfingunni í Reykja-
vík.
Steinn Halldórsson.
Gísli Þ. Sigurðsson rafvirkja-
meistari er látinn. Við vorum sam-
starfsmenn í mörg ár hjá Fram-
leiðslusamvinnufélagi
iðnaðarmanna. Gísli var einn stofn-
enda og einn af fyrstu starfsmönnum
félagsins sem hóf rafverktakarekst-
ur 1975 undir nafninu Rafafl. Hann
starfaði hjá félaginu meðan það hélt
úti starfsemi eða til 1986. Fyrstu
starfsárin í Barmahlíð, í fyrrverandi
húsnæði KRON. Margar góðar
minningar eru frá samstarfi við
Gísla frá þessum tíma.
Gísli var félagslyndur, fróður,
minnugur og góður sögumaður. Gísli
var mikill fjölskyldumaður og talaði
af stolti um börn sín og nám þeirra.
Hann var Valsmaður og lengi starfs-
maður félagsins og umsjónarmaður
húseignanna við Hlíðarenda.
Ég hafði kynnst Gísla í störfum
hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík
en hann var sósíalisti og áhugasam-
ur um verkalýðsmál. Það var því í
samræmi við pólitískar skoðanir
Gísla að koma að starfi við að skipu-
leggja samvinnurekstur með áherslu
á atvinnulýðræði og launajafnrétti.
Gísli kom til starfa hjá samvinnu-
félaginu, með reynslu af rafveitu-
störfum, hefðbundin meistararétt-
indi auk háspennuréttinda. Þegar
flestir störfuðu voru um 200 starfs-
menn hjá félaginu sem hafði höfuð-
stöðvar í Reykjavík auk verkstæða
víða um land og tímabundnar starfs-
stöðvar við virkjanir og stóriðnað.
Gísli starfaði að mörgum þessara
verkefna. Smáiðnaður sem fór af
stað í Barmahlíðinni þróaðist til
verktöku í raf- og járniðnaði, auk
umtalsverðrar innflutnings- og
verslunarstarfsemi. Seinni árin
færðust störf Gísla inn á skrifstofu
þar sem hann sinnti bókhaldsvinnu.
Þar naut nákvæmni og samvisku-
semi hans sín vel, að halda reiðu á
skjölum frá hinum ólíku starfsstöðv-
um.
Ég vil við leiðarlok, fyrir hönd
okkar fyrrverandi vinnufélaga hjá
Framleiðslusamvinnufélagi iðnaðar-
manna þakka félagskap og vináttu
og færa börnum hans og ættingjum
samúðarkveðjur.
Sigurður Magnússon.
Að lokum eftir langan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir
löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Að loknu góðu dagsverki hefur
Gísli Þór kvatt þessa jarðvist saddur
lífdaga. Hann fékkst við margt um
ævina og lagði í flestu gott til. Hann
lærði á sínum tíma rafvirkjun og
fékkst lengi við það fag, en einnig
stundaði hann sjómennsku, starfaði
hjá Knattspyrnufélaginu Val, vann
við skrifstofustörf og var virkur í fé-
lagsstörfum fram á síðustu ár
Í tengslum við starf sitt hjá Val
hóf hann þátttöku í félagsmálum
íþróttahreyfingarinnar og vann að
þeim málum æ síðan. Má segja að
þar hafi þörf hans til að láta gott af
sér leiða í þágu æskulýðsins fengið
nokkra útrás. Gísli var alla sína tíð
áhugasamur um stjórnmál. Hann
var róttækur vinstrimaður og þau
eru ófá handtökin sem hann lagði
vinstrihreyfingunni hér á landi til.
Árið 1946 kvæntist hann Sigrúnu
Jónsdóttur og eignuðust þau þrjú
börn. Þetta skref taldi Gísli eitt sitt
mesta gæfuspor enda var með þeim
jafnræði og náin vinátta. Sigrún and-
aðist 1994.
Já, það er svo misjafnt sem menn-
irnir hafast að en þeir sem hafa hug-
sjónir og visku til að fylgja þeim eftir
verða öðrum leiðarljós. Gísli gat sest
á steininn og horft yfir farinn veg og
séð að hann lifði lífinu lifandi. Hafðu
heila þökk fyrir samfylgdina.
Hreinn Hjartarson.
Gísli Þór Sigurðsson
✝
Móðursystir okkar,
SIGRÍÐUR VALDEMARSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 24,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
19. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Aðalheiður Sigurðardóttir,
Laufey Elína Sigurðardóttir,
Lárus Þórir Sigurðsson.
✝
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HALLA ÞÓREY SKÚLADÓTTIR,
lést mánudaginn 2. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón V. Guðjónsson,
Jörundur Jóhannesson,
Sveinfríður Jóhannesdóttir,
Hákon Jóhannesson,
Helga Jóhannesdóttir, Gunnlaugur B. Ólafsson
og barnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar,
EINAR BORGFJÖRÐ ÁSGEIRSSON,
lést mánudaginn 26. október.
Jarðarförin hefur farið fram.
Gerður Petra Ásgeirsdóttir,
Margrét Ásgeirsdóttir.