Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
✝ Sigurlaug Helga-dóttir fæddist á
Háreksstöðum í
Norðurárdal 24. mars
1916. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 21. októ-
ber sl. Foreldrar Sig-
urlaugar voru Helgi
Þórðarson, f. 3. febr-
úar 1877, d. 11. des-
ember 1951, og seinni
kona hans, Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir
húsmóðir, f. 1. júlí
1890, d. 11. mars
1965. Systkini Sigurlaugar; Rögn-
valdur Ingvar, f. 17. júní 1911, d.
14. janúar 1990, Sigurþór, f. 19.
febrúar 1913, d. 4. apríl 1995,
Laufey, f. 6. ágúst 1914, d. 4. jan-
og Ragnheiður Kristín Jónsdóttir,
f. 17. maí 1867, d. 4. júlí 1935.
Systkini Gunnars voru Jón, f. 2.
september 1896, d. 2. október
1984, og Stefanía, f. 7. september
1899, d. 17. janúar 1993.
Kjörsonur Sigurlaugar og Gunn-
ars er Gunnar Gauti Gunnarsson, f.
6. janúar 1952, sambýliskona Edda
Soffía Karlsdóttir, f. 15. október
1961. Börn hans eru Guðbjörg
Lilja, f. 12. nóvember 1975, sonur
hennar er Gauti Gunnarsson, f. 13.
desember 2000, Sigurlaug Tanja, f.
10. júní 1978, sonur hennar er Daði
Kárason, f. 23. ágúst 2001, Árni, f.
30. september 1986, sambýliskona
Sigríður Eva Magnúsdóttir, f. 23.
október 1984, sonur þeirra er
Birkir Árni, f. 5. maí 2008, Sólveig,
f. 26. júní 1996, og Margrét, f. 6.
desember 1997.
Útför Sigurlaugar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 5. nóv-
ember, klukkan 15.
úar 1983, Óskar, f.
14. september 1917,
d. 2. júní 1993, Sig-
ríður, f. 11. ágúst
1921, Gunnar, f. 23.
september 1924, d.
19. október 2007, og
hálfsystir Sig-
urlaugar, samfeðra,
Lára Kristín Helga-
dóttir Golden, f. 12.
júlí 1902, d. 13. ágúst
1985.
Sigurlaug giftist
19. október 1934
Gunnari Hermanni
Grímssyni frá Húsavík í Stein-
grímsfirði, f. 9. febrúar 1907, d. 11.
september 2003. Foreldrar hans
voru Grímur Stefánsson bóndi, f.
25. desember 1865, d. 27. maí 1924,
„Aldrei deyr þótt allt um þrotni
endurminning, þess sem var. “
Í dag kveð ég þig, elskulega
móðir mín. Það er sárt til þess að
hugsa að nú sértu farin úr þessari
jarðvist fyrir fullt og allt. En dauð-
ann flýr enginn og við sem eftir lif-
um eigum svo oft erfitt með að
sætta okkur við þegar ástvinir
deyja og eru kvaddir burtu of fljótt.
Elskulega mamma mín,
mjúk var jafnan höndin þín.
Þú leiddir mig um lífsins vegi
lítinn dreng, sem skildi eigi,
að þroskaleið varst þú að sýna
og þráðinn spinna í gæfu mína.
Mildin þín er mér svo kær
og minning um þig fagurtær.
Þú kveður okkur kyrr að sjá.
Ég kann því vart að segja frá.
Hérna skiljast lífsins leiðir
litla stund – en Drottinn greiðir
veginn okkar endurfunda.
Ég til þeirra hlakka stunda.
Sú er ósk mín sælust nú,
að sjáumst aftur ég og þú.
Þinn sonur,
Gunnar Gauti Gunnarsson.
Elsku amma.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur, það var svo yndislegt að
fá að eiga þig.
Við getum ekki heimsótt þig á
dvaló lengur, mikið finnst okkur
það erfitt.
Þú verður alltaf sú kona sem
okkur þótti svo vænt um því þú
kenndir okkur svo ótal margt
gott sem við minnumst alla tíð.
Takk, elsku amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sólveig og Margrét.
Allt í lífinu á sitt upphaf og sinn
endi. Móðursystir mín, Sigurlaug
Helgadóttir, endaði sína jarðvist
hinn 21. október, hálöldruð. Bless-
uð sé minning hennar. Líf hennar
einkenndist af góðmennsku, vinnu-
semi og ræktarsemi við allt og
alla. Hún var trúuð og sannfærð
um að framhald væri á lífi eftir að
jarðvist myndi ljúka, þessi trú
hjálpaði henni án efa yfir marga
þá örðugleika – veikindi – sem
settu svo oft svip á hennar jarð-
neska líf, en glaðlyndið hjálpaði
líka mjög mikið og margar voru
gleðistundirnar.
Eftirsjá er fyrir mig að þessari
góðu konu, en ég ólst upp í sama
húsi þar sem bjuggu hún og mað-
ur hennar, Gunnar Grímsson, mik-
ill ágætismaður, sem er látinn,
áttu þau þá heimili á Skagaströnd.
Móðir mín fékk á besta aldri
berkla og var í marga mánuði á
Vífilsstöðum þegar ég var 5-6 ára.
Annaðist þá Sigurlaug mig sem
móðir ásamt ömmu minni og föð-
ur, gat ég ekki fengið betri
umönnun. Ótal góðar minningar
eru tengdar þessum tíma á Skaga-
strönd og ekki síður seinni sam-
vistartímum.
Sonurinn Gauti var þeim mikils
virði og augasteinn þeirra beggja
og reyndist þeim ætíð svo vel og
fagurt var að sjá umönnun hans og
hans fjölskyldu á síðustu dögum
Sigurlaugar og ljóst að samband
þeirra einkenndist af ást og um-
hyggju.
Kæri Gauti og fjölskylda. Megi
allt hið góða gefa ykkur styrk í
ykkar sorg og ég veit að minning-
arnar eru það sem lifir hjá okkur
öllum og munu koma oft í hugann
á okkar lífsferli
Ennfremur hlýjar samúðar-
kveðjur til systurinnar Sigríðar
Helgadóttur, sem nú er ein eftir af
stórum systkinahópi, en þær syst-
ur voru nánar.
Sigurlaug Helgadóttir er ekki
farin frá okkur, hún er aðeins
komin lengra en við.
Helgi Ingi Sigurðsson.
Nú er hún látin, elsku frænka
mín, Sigurlaug. Alltaf kallaði ég
hana Laugu frænku. Ég var send
til hennar aðeins 15 ára gömul, til
Reykjavíkur. Átti ég að fara að
vinna.
Þau hjónin tóku mig inn á sitt
heimili sem mér fannst alltaf svo
fallegt og vel til haft. Kenndi
frænka mín mér ýmsa góða siði
sem ég met mikils enn í dag. Hún
var ákveðin og vildi hafa hlutina í
lagi. Alltaf svo smart og flott.
Þetta sumar sem ég var hjá henni
var hún oft á Bifröst að vinna og
átti ég að gera ákveðin verk heima
á meðan. Þar á meðal elda hafra-
grautinn á morgnana fyrir hús-
bóndann. Fannst mér það mikil
ábyrgð. Þetta var mjög gaman og
mikil upplifun fyrir ungling utan af
landi. Eftir að ég fór að búa hafði
ég alltaf samband við Laugu öðru
hvoru en það jókst eftir að ég flutti
sjálf til Reykjavíkur.
Lauga hafði gaman af því að
taka myndir og oft fékk ég senda
mynd eftir að ég kom í heimsókn.
Svo fór að hún flutti á Dvalarheim-
ilið í Borgarnesi. Þá fór ég í
skemmtilegar ferðir upp á Nes.
Alltaf var hún hress og kát þegar
ég kom og var oft mikið hlegið.
Vildi hún iðulega bjóða í mat og
kaffi. Rausnarskapurinn minnkaði
ekkert þó að á dvalarheimili væri
komin.
Laugu þótti ofurvænt um fjöl-
skyldu sína. Þegar ég kom í heim-
sókn sýndi hún mér nýjustu mynd-
irnar af ömmubörnunum og
langömmubörnunum og var albúm-
inu flett fram og til baka. Einu at-
riði gleymi ég seint. Rétt áður en
þau fóru á dvalarheimilið fórum við
út að borða saman. Það var að
kvöldi 17. júní. Mér þótti svo ósköp
vænt um það. Kvöldið var svo ynd-
islegt.
Elsku frænka mín, ég þakka þér
samfylgdina. Þú varst mér alltaf
svo góð. Gauti minn og fjölskylda,
ég votta ykkur mína innilegustu
samúð.
Minningin lifir, elsku Lauga
mín.
Anna Inga og fjölskylda.
Sigurlaug Helgadóttir
✝ Jón Jónsson fædd-ist á Skriðustekk í
Breiðdalshreppi í S-
Múl. 31.12. 1922.
Hann lést á Landspít-
alanum 27.10. 2009.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Guðnason
söðlasmiður, f. á
Randversstöðum í
Breiðdal 6.6. 1890, d.
6.6. 1939, og Maren
Jónsdóttir, húsfreyja
og verkakona, f. á
Vogum í Vopnafirði
7.5. 1901, d. 11.12.
1996. Jón var næstelstur af níu
systkinum, hin eru Hilmar Eyjólfur,
f. 1920, d. 2006, Gunnar, f. 1924, d.
1978, Sjöfn, f. 1925, Inga Þórunn, f.
1928, d. 2008, Geir Marinó, f. 1930,
d. 1990, Vöggur, f. 1932, Gestur, f.
1933, d. 1977, Óli Kristinn, f. 1935.
Um tveggja ára aldur flutti Jón með
foreldrum sínum til Eskifjarðar,
ólst hann þar að mestu upp.
Jón kvæntist 27.10. 1951 Björgu
Bjarndísi Sigurðardóttur, f. í Reka-
vík bak Höfn 17.9. 1933, foreldrar
hennar voru Sigurður Hjálmarsson
bóndi, f. í Rekavík í Sléttuhr. 1894,
d. 1969, og Ingibjörg Bárðlína Ás-
geirsdóttir húsfreyja, f. í Bolung-
arvík 1898, d. 1935. Þegar Björg
Bjarndís missti móður sína var hún
sett í fóstur til frænda síns Guð-
mundar Jóns Guðmundssonar
bónda, f. 1881, d. 1971, og Soffíu
Vagnsdóttur húsfreyju, f. 1897, d.
1986, búsett á Heimabæ á Hesteyri
við Ísafjarðardjúp, þar ólst hún upp.
Árið 1952 fluttu þau hjónin í Kópa-
vog og bjuggu þar til ársins 1996,
síðustu árin hafa þau búið í Garða-
bæ. Jón og Björg Bjarndís áttu 58
ára brúðkaupsafmæli þegar hann
lést, þau eignuðust sex börn, þau
eru 1) Soffía Margrét, f. 1951, börn
hennar, a) Rose Marie, f. 1970, maki
Mitchell Plitnik, sonur þeirra Ian
Huginn, og b) Holly
Andrea, f. 1975. 2)
Guðmundur Jón, f.
1952, maki Hjördís
Alexandersdóttir, f.
1954, börn þeirra a)
Alexander, f. 1974,
börn hans Erla Ösp,
Hjördís, Þórhildur,
Sædís, og b) Björg, f.
1978. 3) Marín, f.
1954, börn hennar a)
Bryndís Eva, f. 1973,
maki Unnar Valby
Gunnarsson, börn
þeirra Jakob Valby,
Ármann Kári Valby, Benedikt Karl
Valby, Jónatan Valby, b) Ásdís
Björg, f. 1980, og c) Þórdís Guðrún,
f. 1982, sambýlismaður Davíð Freyr
Guðmundsson, synir þeirra Ólafur
Dagur, Ían Óliver. 4) Gunnar, f.
1956, maki Guðrún Ósk Ólafsdóttir,
f. 1954, d. 1994. 5) Steinar Skarp-
héðinn, f. 1959, maki Sigrún Giss-
urardóttir, f. 1961, börn þeirra
Skarphéðinn, f. 1984, Sandra, f.
1989, og Gissur Orri, f. 1993. 6)
Rósa Ingibjörg, f. 1963, maki Odd-
geir Björnsson, f. 1957, börn þeirra
a) Jón Leopold, f. 1980, b) Sigurður
Björn, f. 1981, c) Sigrún, f. 1985,
sambýlismaður Andrés Smári
Magnússon, og d) Oddgeir Hlífar, f.
1994.
Jón stundaði sjómennsku frá
unga aldri en fluttist til Reykjavíkur
um 25 ára aldur og hóf nám í múr-
iðn, hann lauk sveinsprófi við Iðn-
skólann í Reykjavík 1950, fékk
meistararéttindi 1963, stundaði
skrifstofutækninám í Tölvuskól-
anum 1986 og varð löggiltur vigt-
armaður 1987. Jón starfaði sem
múrari í 40 ár, síðar hjá Samband-
inu þar til hann fór á eftirlaun. Jón
verður jarðsunginn frá Garðakirkju
á Garðaholti í dag, 5. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Meira: mbl.is/minningar
Kveðja frá eiginkonu
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku Jón minn, þakka þér fyrir
öll 60 árin.
Þín,
Björg Bjarndís
Sigurðardóttir.
Afi, þú varst mér mikil gjöf, þú
dróst aldrei úr mér dug, heldur
hvattir til dáða, þú sýndir því sem ég
tók mér fyrir hendur ávallt áhuga.
Manngerð þín hefur alltaf verið mér
fyrirmynd og ég er þakklát fyrir að
fá að vera afabarn þitt.
Ég gæti skrifað endalaust um
minningar mínar um þig en ég læt
duga að segja að þú varst merkilegur
maður og hetja í mínum augum.
Takk fyrir mig.
Þín,
Sigrún.
Jón Jónsson
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR J. S. FLÓVENZ
fyrrv. framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndar,
Kópavogsbraut 88,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz,
Ólafur G. Flóvenz, Sigurrós Jónasdóttir,
Brynhildur G. Flóvenz, Daníel Friðriksson,
Margret G. Flóvenz, Tryggvi Stefánsson,
Gunnar Gunnarsson, Bera Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.