Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 LÖGREGLUMENN beittu kylfum og táragasi til að kveða niður mótmæli stjórnarandstæðinga í miðborg Teheran í gær þegar þúsundir manna gengu um götur borgarinnar til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá því að íranskir námsmenn tóku 52 Bandaríkjamenn í gíslingu í bandaríska sendiráðinu og héldu þeim í 444 daga. Íranskir stjórnarandstæðingar hafa notað hvert tækifæri til að mótmæla endurkjöri Mahmouds Ahmad- inejads í umdeildum forsetakosningum í júní. Hermt er að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Mehdi Karroubi, hafi tekið þátt í mótmælum hennar á torgi í miðborg Teheran en forðað sér þaðan eftir að lögreglumenn réðust með kylfum og táragasi á stjórnarandstæðingana. Íranskir námsmenn efndu til mótmæla gegn Bandaríkjunum í tilefni af gíslatökuafmælinu og héldu á skopmyndum af Barack Obama. Reuters MÓTMÆLI STJÓRNARANDSTÆÐINGA BÆLD NIÐUR FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SIGUR repúblikana í ríkisstjóra- kosningum í New Jersey og Virginíu í fyrradag er álitinn áfall fyrir Barack Obama og demókrata nú þegar ár er liðið frá því að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Repúblikaninn Bob McDonnell var kjörinn ríkisstjóri Virginíu, ríkis þar sem Obama sigraði í forseta- kosningunum fyrir ári, fyrstur for- setaefna demókrata í fjóra áratugi. Sigur repúblikanans Chris Christ- ies í New Jersey er álitinn meira áfall fyrir Obama sem hafði tekið þátt í kosningabaráttu ríkisstjóra- efnis demókrata í ríkinu. Demókrat- ar hafa verið öflugir í New Jersey. Skoðanakannanir fyrir utan kjör- staði benda til þess að deilur um stefnu Obama hafi ekki haft mikil áhrif á ríkisstjórakosningarnar. Um 55% aðspurðra í Virginíu og 60% í New Jersey sögðu að stefna Obama hefði ekki haft áhrif á ákvörðun þeirra í kjörklefanum. Kannanirnar leiddu í ljós að lítil kjörsókn var meðal kjósendahópa, svo sem ungra kjósenda og blökku- manna, sem áttu stóran þátt í sigri Obama fyrir ári. Þetta bendir til þess að erfitt verði fyrir demókrata að fá stuðning þessara hópa í næstu þingkosningum sem fram fara á miðju kjörtímabili forsetans. Obama naut mikils stuðnings meðal óháðra kjósenda í Virginíu og New Jersey fyrir ári en margir þeirra kusu repúblikana í ríkis- stjórakosningunum. Þetta kann að hafa áhrif á miðjumenn úr röðum þingmanna demókrata sem sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Líklegt er að þeir verði tregir til að styðja Obama í erfiðum málum á þinginu af ótta við að styggja þennan kjósenda- hóp. Áhersla lögð á efnahagsmál Úrslit kosninganna eru þó ekki talin sigur fyrir íhaldssömustu öflin í flokki repúblikana. Christie og McDonnell lögðu báðir áherslu á efnahags- og atvinnumál í kosninga- baráttunni og forðuðust að flíka íhaldssömum skoðunum sínum í samfélagsmálum, m.a. í deilunni um fóstureyðingar. Kosningaúrslitin benda til þess að repúblikanar eigi góða möguleika á sigri í þingkosningunum á næsta ári ef þeir leggja áherslu á efnahags- málin og forðast að bjóða fram menn sem eru of íhaldssamir til að fá at- kvæði kjósenda á miðjunni. Úrslitin viðvörun til demókrata  Ósigurinn gæti orðið til þess að miðjumenn úr röðum demókrata yrðu tregir til að styðja Obama í erfiðum málum á þingi  Repúblikanarnir forðuðust að ræða íhaldssöm viðhorf sín í samfélagsmálum Úrslit ríkisstjórakosninga í Bandaríkjunum í fyrradag eru álitin viðvörun til demókrata um að þeir geti ekki reitt sig á stuðn- ing hópa sem tryggðu Obama forsetaembættið fyrir ári. Bob McDonnell Chris Christie Madríd. AFP. | Pólitísk spilling, sem rakin er til viðamikils fast- eignabrasks síðustu fimmtán árin, hefur vakið reiði margra Spánverja. Vart líður vika án þess að nýtt hneykslismál komi upp vegna póli- tískrar spillingar sem kom í ljós þegar hrun varð á fasteignamark- aðnum á Spáni í fyrra. Flest spill- ingarmálin komu upp í bæjum eða héruðum við Miðjarðarhafsströnd- ina, á Kanaríeyjum og Madrídsvæð- inu. Spænskir fjölmiðlar segja að yf- ir 300 manns – kjörnir embættismenn eða verktakar – verði sóttir til saka á næsta ári vegna spillingarmálanna. „Eftir fasteignafyllirí síðustu ára höfum við vaknað með spilling- artimburmenn,“ sagði Gaspar Llamazares, leiðtogi Sameinaðra vinstrimanna. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að Spánverjar telji að „stjórn- málaflokkar og stjórnmálamenn“ séu nú meira áhyggjuefni en ofbeldi baskneskra aðskilnaðarsinna. Stjórnmálamennirnir, sem eru við- riðnir spillingarmálin, koma úr öll- um flokkum þótt athyglin hafi eink- um beinst að Þjóðarflokknum þar sem margir forystumanna hans í Valensíu og Madríd eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá verk- tökum fyrir að greiða fyrir bygging- arframkvæmdum. Spænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum í lögreglunni að spillingin hafi getið af sér meira illa fengið fé en fíkniefnasmygl sem er mjög umfangsmikið á Spáni. Nokkr- ir stjórnmálamenn virðast hafa stórauðgast á skömmum tíma og sankað að sér glæsihúsum, lúxus- bílum, dýrum listaverkum og veð- hlaupahestum. „Margir stjórnmálamenn kunna ekki lengur að skammast sín og biðja um peninga án milligöngu- manna,“ hafði dagblaðið ABC eftir verktaka. „Þeir biðja um 100.000 evrur, allt að tíu milljónir evra ef þeir greiða fyrir mjög gróðavæn- legum framkvæmdum.“ bogi@mbl.is Pólitísk spilling afhjúpuð á Spáni eftir að bólan sprakk Spillingarmál rannsökuð eftir hrun fasteignamarkaðar STJÓRNVÖLD á Ítalíu brugðust í gær ókvæða við úrskurði Mannréttinda- dómstóls Evrópu um að krossar í skólastofum væru brot á reglum um trú- frelsi í ríkisreknum skólum. Mannréttindadómstóllinn gekk ekki svo langt að fyrirskipa ítölskum yfirvöldum að fjarlægja krossa úr öllum ríkisreknum skól- um landsins og óljóst er hvaða áhrif úrskurðurinn hefur. Finnsk kona, sem býr á Ítalíu, leitaði til dómstólsins og kvartaði yfir því að krossar væru í öllum stofunum í skóla barna hennar í bæ nálægt Feneyjum. Dómstóllinn úrskurðaði að greiða bæri kon- unni skaðabætur að andvirði 5.000 evra, jafnvirði 925.000 króna. Menntamálaráðherra Ítalíu, Mariastella Gelmini, mótmælti úrskurðinum og sagði að krossinn væri ekki aðeins tákn kaþólsku kirkjunnar heldur einnig hluti af menningarlegri sjálfsmynd ítölsku þjóðarinnar. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Silvios Berlusconis forsætisráð- herra sögðu að úrskurðurinn væri „fáránlegur“, „svívirðilegur“ og „móðgun“. bogi@mbl.is Ítalir mótmæla úrskurði gegn krossum Sigur demókrata í aukaþing- kosningum í New York-ríki var nokkur sárabót fyrir þá. Kosn- ingarnar í ríkinu endurspegluðu ágreining meðal repúblikana um hvernig þeir eigi að bregð- ast við ósigri þeirra í forseta- og þingkosningunum fyrir ári. Demókratinn Bill Owens sigr- aði helsta keppinaut sinn, Doug Hoffman, sem var í framboði fyrir Íhaldsflokkinn en naut stuðnings þekktra íhaldsmanna úr röðum repúblikana. Fram- bjóðandi Repúblikanaflokksins dró framboð sitt til baka um helgina og studdi demókratann frekar en Hoffman. Flokkurinn klofnaði holar@holabok.is Einfalt en fallegt og ódýrt jólaföndur. Upp með skærin og límið! Skrautlegt og skemmtilegt jólaföndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.