Morgunblaðið - 05.11.2009, Side 12

Morgunblaðið - 05.11.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 UMBOÐSMAÐUR barna áréttar í grein á heimasíðu sinni (www.barn.is) að lánveitingar til barna séu ekki heimilar nema að fengnu leyfi yf- irlögráðanda, sem er sýslumað- ur, og þá aðeins að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Greinin er skrifuð vegna umræðu um lán- veitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði. Umræðan um það hefur m.a. vakið spurningar um ábyrgð lögráðamanna, t.d. foreldra, í slíkum málum. Umboðsmaður barna minnir á það að í forsjárskyldum foreldra felist að fara með lögráð barna sinna. Meg- inskylda lögráðamanna ófjárráða barna sé að varðveita eignir þeirra tryggilega og að gæta þess að þær séu ávaxtaðar eins og best verði á kosið á hverjum tíma. Valdi lög- ráðamaður ófjárráða barni tjóni, hvort sem er af ásetningi eða gá- leysi, beri honum að bæta það. Á heimasíðu Umboðsmanns barna kemur fram að samkvæmt lögræð- islögum sé ófjárráða börnum óheim- ilt að stofna til skulda. Einnig að lög- gerningar ófjárráða barna sem þau hafa ekki heimild til skuldbindi þau ekki. Ekki fleiri dæmi um barnalán En hvað gerist ef lögráðamaður verður uppvís að því að hafa farið gáleysislega að varðandi lögráða- mannshlutverkið gagnvart barni? Eyrún Guðmundsdóttir, deild- arstjóri sifja- og skiptadeildar Sýslumannsins í Reykjavík, taldi að ef börn yrðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna ásetnings eða gáleysis lög- ráðamanns myndu slík mál koma til kasta yfirlögráðanda, það er sýslu- manns. Yfirlögráðandinn gæti þá skipað barninu nýjan lögráðamann og sá farið í málið fyrir hönd þess ólögráða, í þessu tilviki barnsins. Sá sem varð fyrir tjóni ólögráða getur einnig farið sjálfur í málið þegar hann er orðinn lögráða. Eyrún kvaðst ekki vita til þess að farið hefði verið í dómsmál á hendur lög- ráðamanni þar sem hann var krafinn um skaðabætur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sagðist ekki hafa fengið slík mál til sín. Margrét María hefur hvatt fólk, sem hefur upplýsingar um önnur mál svipuð lánveitingu Glitnis til ólögráða barna, að hafa samband við emb- ættið. Engar slíkar ábendingar höfðu borist umboðsmanni barna í gær. gudni@mbl.is Lögráðamanni ber að bæta barni fjárhagstjón Í HNOTSKURN » 31 stofnfjáreigandi í Byrsparisjóði yngri en 18 ára á gamlársdag 2007. » Þessi hópur fékk greidd-an arð upp á 91,7 milljónir í apríl 2008, þar af fengu börn- in 10 sem „tóku“ lán fyrir stofnbréfum 86 milljónir í arð. Sýslumaður getur ákveðið að skipa barni nýjan lögráðamann Margrét M. Sigurðardóttir JÓNAS Snæbjörnsson, svæðisstjóri suðvestursvæðis Vegagerðarinnar, segir að gert sé ráð fyrir að setja girðingu á milli akstursleiða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind og Glaðheimasvæðið. Lögreglan styður það og Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri um- ferðadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að girðing á eyjunni minnki slysahættu. Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í fyrradag, þegar maður varð fyrir bifreið á móts við Smáralind. Rétt hjá eru gönguleiðir undir Reykjanesbrautina. Guðbrandur segir mikilvægt að gangandi vegfarendum sé vísað þangað og girðing á eyjunni myndi minnka hættu á því að fólk reyndi að þvera Reykjanesbrautina með fjórum til sex akreinum eftir atvikum. Morgunblaðið/Júlíus GERT RÁÐ FYRIR GIRÐINGU „ÉG var með orð- um mínum að draga það fram að menn geta leikið sér með lögfræðilega möguleika sem eru ekki í neinum takti við raun- veruleikann né það sem er skyn- samlegt og eðli- legt að gera í eðlilegum samskipt- um,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og formað- ur fjárlaganefndar, um ummæli sín á Alþingi 22. október sl. sem Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, gerði að umtalsefni í grein sinni í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Í fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta vegna Icesave sagði Guðbjartur m.a.: „Það hefur líka komið fram hér að ef okkur er misboðið er það nú einu sinni þannig að íslenska Alþingi getur hvenær sem er fellt þessa ríkisábyrgð úr gildi. Hafa menn ekkert áttað sig á því?“ Við verðum að semja Þegar Guðbjartur var spurður nánar út í þessi ummæli sín á Alþingi sl. þriðjudag sagði hann: „Ég hef alltaf talað fyrir því að eina leiðin út úr þessum vanda sé að ganga frá samningnum, að ljúka málinu – og því fyrr, því betra. Þess vegna get ég alveg staðfest hér að þó að ég hafi notað þessi orð um að við gætum fellt út ríkisábyrgðina væri það í mínum huga vonlaus aðferð. Við getum ekki umgengist alþjóðasamskipti með einhliða ákvörðunum, við verðum að semja.“ Þess má geta að í lánasamningi Ís- lands við Breta og Hollendinga um Icesave er í kaflanum um vanefndir samningsins tekið fram að verði breyting á íslenskum lögum sem hafi veruleg neikvæð áhrif á getu Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda eða ís- lenska ríkisins til að greiða þá sé lán- veitanda heimilt að segja upp láninu og/eða lýsa því yfir að allur heildar- höfuðstóllinn eða hluti hans, ásamt áföllnum vöxtum, falli á gjalddaga og komi til greiðslu þegar í stað. Jafn- framt er kveðið á um það að aðeins sé heimilt að gera breytingar á samningnum með skriflegu sam- komulagi milli samningsaðila. Þegar þetta er borið undir Guð- bjart ítrekar hann sem fyrr að þótt lagatæknilega séð væri hægt að fella niður ríkisábyrgðina einhvern tím- ann í framtíðinni geti það aldrei tal- ist skynsamleg leið í samskiptum þjóða. „Ég tel að það verði aldrei gripið til þessara hluta [að afnema ríkisábyrgð vegna Icesave með lög- um frá Alþingi] nema í algjörri nauð- vörn og þá í einhverjum neyðarað- stæðum sem ég á ekki von á að komi upp,“ segir Guðbjartur. Lögfræðilega hægt en ekki skynsamlegt Er hægt að fella niður ríkisábyrgðina? Guðbjartur Hannesson „Varðandi dómstólaleiðina tel ég að eins og er búið um hana núna sé dómstólafyrirvarinn sterkari en áður. Mig brestur einfaldlega skiln- ingarvit til þess að skilja að þar hafi einhver réttur verið tekinn frá Alþingi af því að það stendur ekki í frumvarpinu að ef tiltekinn atburð- ur verður geti Alþingi einhliða breytt ríkisábyrgðinni. Herra trúr, Alþingi er fullvalda og fullveðja. Al- þingi getur hvenær sem það telur að það hafi siðferðileg og þjóð- arleg rök breytt sínum lögum,“ sagði Össur Skarphéðinsson, ut- anríkisráðherra, í fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku Trygging- arsjóðs innistæðueigenda og fjár- festa sem fram fór 22. október sl. Benti hann á að ef dómur félli einhvers staðar sem benti til þess að greiðsluskuldbindingar þær sem Íslendingar hefðu axlað væru umfram það sem sá dómstóll teldi, þá væri það tilefni til þess að taka málið upp. Kæmi ekkert út úr við- ræðum þá myndi íslenska þjóðin einfaldlega hætta að borga. „Hvaða leiðir eiga þá viðsemjendur okkar í þessari stöðu? Jú tvær: Að fara með málið fyrir dóm, og þá bendir háttvirtur þingmaður Ög- mundur Jónasson á að það liggur fyrir dómsfordæmi við þær að- stæður. Varla yrði það álitlegur kostur. Með öðrum orðum, þeir yrðu nauðbeygðir til þess að ganga til samninga.“ „Alþingi er fullvalda og fullveðja“ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins 12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins 19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 2 0 8 0 . Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Skráning fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á landsbankinn.is. O kt ó b e r N ó ve m b e r 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Sun Mán Þri Mið Fim Fös La u 2009 E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 4 2 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.