Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „GLEÐIDAGUR,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra að lokinni undirritun vilja- yfirlýsingar um þátttöku lífeyris- sjóða í fjármögnun og undirbúningi að byggingu nýs Landspítala í gær. Fleiri ráðherrar tóku í sama streng. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði yfirlýsinguna marka nýtt upphaf að því mikla verki sem framundan er og Álfheið- ur Ingadóttir heilbrigðisráðherra fagnaði því að lífeyrissjóðirnir, sem standa að viljayfirlýsingunni, kæmu alls staðar að af landinu, enda væri sjúkrahúsið fyrir alla landsmenn. Fulltrúar 20 lífeyrissjóða undir- rituðu yfirlýsinguna auk heilbrigð- isráðherra. Hún felur þó ekki í sér að niðurstaða liggi enn fyrir um hvort lífeyrissjóðir fjármagna verk- efnið. Aðkoma þeirra er háð því að þeir telji arðsemi og áhættu þess viðunandi. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, benti á í ávarpi sínu að viljayfirlýsingin væri undirrituð án skuldbindinga en hann lagði áherslu á að lífeyr- issjóðirnir hefðu ríkan vilja til að veita þessu verkefni brautargengi. Rætt er um að stofnað verði fast- eignafélag, hugsanlega fleiri en eitt. Bjóða þarf framkvæmdirnar út á Evrópska efnahagssvæðinu. Lífeyr- issjóðirnir munu væntanlega gera samning við fasteignafélag um fjár- mögnun og félaginu verði síðan tryggt fjárstreymi frá ríkinu, sem yrði verkkaupandinn, með samningi sem ráðuneyti gerir við fasteigna- félagið. Landspítalinn eignast svo byggingarnar að loknum 40 ára leigutíma. Er ráð fyrir því gert að fjár- mögnuninni verði skipt í þrennt, hönnun og undirbúning, fjár- mögnun á framkvæmdatíma og loks langtímafjármögnun. Nú er að því stefnt að fram- kvæmdir hefjist á síðari hluta árs- ins 2011 og standi fram á árið 2016. Framkvæmdirnar munu þá standa sem hæst á árunum 2013-2015. Heildarkostnaður við nýbygg- inguna sjálfa er áætlaður um 33 milljarðar króna en þar við bætist áætlaður kosnaður við ýmsan bún- að spítalans sem yrði sjö milljarðar og kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis er áætlaður 11 milljarðar. Ráðgert er að nýbyggingin verði 66 þúsund fermetrar í þremur meginhlutum; bráðakjarna með bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu og skurðstofum; legu- deildum með 180 rúmum sem öll verða í einbýli og loks sjúklinga- hótel með 80 herbergjum. Vinnu- aflsþörfin á framkvæmdatímanum er áætluð 2.644 ársverk. Morgunblaðið/Golli Staðfest Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Arnar Sigurmundsson, formaður LL, undirrita yfirlýsinguna. Vilja leggja til fé  Yfirlýsing 20 lífeyrissjóða og ríkisins um nýjan Landspítala  Alls 51 milljarðs kostnaður  Framkvæmdir í gang 2011 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TILLAGA um að gerð verði tilraun til að útrýma alaskalúpínu, skóg- arkerfli, spánarkerfli og bjarnarkló úr landi Stykkishólmsbæjar er til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum. Tillagan er sett fram í skýrslu Nátt- úrustofu Vesturlands um ágengar plöntur í Stykkishólmi. Skýrslan var unnin að frumkvæði Stykk- ishólmsbæjar en varð að samvinnu- verkefni bæjarins og Náttúrustof- unnar. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar um- hverfisnefndar bæjarins. Síðan sé næsta skref að gera kostnaðar- áætlun við útrýmingu plantnanna. „Áður en við getum tekið ákvörðun um hvað gert verður er nauðsyn- legt að kostnaðarmeta verkefnið, en einnig atvinnusköpun sem því fylgir,“ segir Erla. Hún segir að umhverfisvitund sé mikil í Stykkishólmi og auk þess sé samfélagið á Snæfellsnesi „green- globe-vottað“. Upphaf þessarar um- ræðu megi rekja til þess að fulltrú- ar íbúa hafi komið á fund bæjaryf- irvalda og óskað eftir leyfi til að slá lúpínu nálægt heimilum sínum. „Þar eru aðstæður þannig að lóð- ir liggja upp við holt og þar var lúp- ínan að yfirgnæfa íslenskan góður eins og lágvaxnar plöntur og berja- lyng. Við vildum meta verkefnið í heild í öllu Stykkishólmslandi og í framhaldi var þessi úttekt gerð af Náttúrustofunni,“ segir Erla. Geta ógnað líffræðilegum fjölbreytileika Í samantekt skýrslunnar kemur fram að plönturnar geta ógnað líf- fræðilegum fjölbreytileika svæð- isins. Alaskalúpína fannst t.d. á 148 aðskildum stöðum í landi Stykkis- hólms og var flatarmál lúpínu- breiðna áætlað um 106 þúsund fer- metrar. Land bæjarins er tæplega 10 ferkílómetrar. Skógarkerfill var skráður á 37 stöðum og var flat- armál skógararkerfilsbreiðna 1.455 fermetrar. Útbreiðsla hinna plantn- anna var minni. Lagt er til að plönt- unum verði útrýmt með markviss- um aðgerðum. Til að takmarka eða útrýma lúpínu segir í skýrslunni að best sé að slá hana á réttum tíma. Ef lúpínan sé slegin eftir að hafa náð góðum vexti, en áður en hún mynd- ar fræ, þ.e. frá 20. júní til miðs júlí, séu góðar líkur á að plantan drepist við slátt. Sláttur verði að halda áfram í einhver ár þar til fræforði í jarðvegi er uppurinn. Í skýrslunni kemur fram að Ís- land er þátttakandi í fjölmörgum al- þjóðlegum samningum og samstarfi um verndun líffræðilegrar fjöl- breytni. Á þann hátt hafi Ísland skuldbundið sig til að varðveita þær tegundir og stofna sem hér er að finna og til að grípa til aðgerða ef ógnir steðja að íslenskum vistkerf- um og tegundafjölbreytni. Vilja útrýma lúpínu og kerfli úr landi Stykkishólmsbæjar Lúpínubreiður á 106 þúsund fermetrum Ljósmynd/NSV Tekur völdin Lúpína við klettabelti norðvestan við Silfurgötu. MYNDAKVÖLD verður haldið í Álfagerði í Vogum í kvöld. Þar mun Sesselja G. Guðmundsdóttir kynna afrakstur verkefnis síns, sem var að fá lánaðar gamlar ljósmyndir frá íbúum, skrá þær og skanna í tölvu og gera þær aðgengilegar á vef sveitar- félagsins. Um þessar mundir er þannig stigið markvisst skref í söfn- un og ritun sögu sveitarfélagsins Voga. Myndakvöldið hefst kl. 20. Markvisst skref að ritun sögu Voga Er Tryggvason Þau leiðu mistök urðu í Morg- unblaðinu á þriðjudag er greint var frá að Karl Tryggvason hefði verið fyrstur Íslendinga til að fá Jahres- verðlaunin, að Karl var rangfeðraður. Röng undirskrift Þau mistök áttu sér stað í Morg- unblaðinu í gær að röng undirskrift var sett undir minningargrein um Lollý, Ólafíu Ásbjarnardóttur. Undir greininni stóð „Gunnlaugur, Óli, Kristófer og fjölskyldur“, en réttur höfundur greinarinnar var Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir. Gengið frá Keflavík Keflavíkurgöngurnar sem Samtök hernámsandstæðinga efndu til á ár- unum 1960 til 1991 voru frá Keflavík til Reykjavíkur, ekki í hina áttina eins og ranglega var sagt í frétt um nýju Keflavíkurgönguna í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.