Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
um sig og hlusta, en það mátti eng-
inn annar gera það, þá varði hún
mann út í eitt.
Það er stórt skarð höggvið í miðj-
an, stóran systkinahóp. Skarð sem
aldrei verður fyllt í þessu lífi. Ein-
hvern veginn var maður aldrei með
það í huga að þetta skarð myndi
myndast og kannski getur maður
aldrei sætt sig við það, en maður
verður að lifa við það, svona er lífið.
Elsku litla yndislega systir mín.
Ég kveð þig með þessum fátæk-
legu orðum en minningin um ynd-
islega systur lifir. Bjössi minn,
Magga og fjölskylda, Björn, Fannar
og Sandra, ég veit að missir ykkar er
mikill. Guð blessi ykkur öll og styrki.
Ég ætla að kveðja yndislega systur í
þetta sinn með erindi úr ljóði eftir
Harald Zóphaníasson.
Bið ég með bljúgum hug
– bæninni lyfti á flug:
ófarin árastig
alfaðir leiði þig.
Endaðri ævitöf
út fyrir dauða og gröf
áfram til ljóssins lands
lýsi þér blessun hans.
Þinn bróðir,
Gunnólfur.
Það er með virðingu og þakklæti
sem ég kveð systur mína, hana
Svölu, í hinsta sinn.
Það er óhjákvæmilegt að verða
fyrir sorg ef maður er á lífi. Stund
dauðans er ávallt sár. Lífið gefur og
lífið tekur. Það er hringur lífsins og
það eru allir sem taka þátt í þeim
leik. Sumir fá að vera lengur við
borðið en aðrir. Enginn nema hinn
hæsti höfuðsmiður himins og jarðar
skilur hvers vegna það er í þessari
röð sem fólk fer frá borðinu og kveð-
ur en ekki einhverri annarri röð. Nú
er komið að Svölu. Svala hefur lokið
erfiðri baráttu við krabbamein sem
lagði hana að velli og hún hefur feng-
ið hvíldina löngu.
Ég á engar minningar um lífið án
Svölu enda er hún fædd rúmum 12
árum á undan mér.
Svala er fyrsta systkinið sem
kveður þennan heim af okkur tíu
sem upplifðum fullorðinsár. Við
höfðum reiknað með að hafa hana
hér hjá okkur í mörg ár enn, en vegir
Guðs eru órannsakanlegir, en mál-
tækið segir: „Þeir sem guðirnir elska
deyja ungir.“
Svala var kletturinn að öllum hin-
um systkinunum ólöstuðum í okkar
fjölskyldu eftir að mamma kvaddi
þetta líf fyrir rúmum fimm árum.
Margt væri hægt að rita um afrek
Svölu en ég kýs frekar að lýsa henni
eins og hún var. Vinátta er ekki met-
in til fjár og hún telst ekki í magni
heldur í gæðum. Svala átti góða fjöl-
skyldu sem hún umvafði ást og kær-
leika, hún fékk það líka goldið til
baka. Það var hluti af hennar ríki-
dæmi. Svala var björt, hlý, ósérhlíf-
in, gefandi og einstaklega góð mann-
eskja sem brosti út í lífið, en hún átti
líka til að gefa manni „svipinn“ ef svo
bar undir. Þessi svipur var einstakur
og allir sem fengu hann vissu að þá
mislíkaði henni eitthvað. Alltaf var
Svala reiðubúin að lána öxl eða þerra
tár ef einhver átti erfitt. Svala var
okkur systkinunum stoð og stytta í
öllu sem við gerðum. Ekkert mann-
legt var henni óviðkomandi varðandi
stórfjölskylduna, hún var alltaf fyrst
ef einhvern vantaði aðstoð. Hún
hafði ómælt dálæti á íslenskri tónlist
og þá sérstaklega á Björgvini Hall-
dórssyni og oftar en ekki þegar mað-
ur droppaði í kaffi var hann í tækinu.
Við sem eftir erum komum til með
að minnast þín, tala um þig, hugsa
um þig, segja frá þér, segja hversu
góð þú varst, hversu trygg þú varst,
hversu gott okkur þótti að tala við
þig og hversu falleg þú varst.
Kærleikurinn er markmið allra mark-
miða. Fyrirgefningin veitir okkur frelsi.
Þakklæti gerir okkur kleift að lifa
lífinu til fulls.
(Höf. ók.)
Þakklæti er mér efst í huga núna
þegar ég rita þessi orð um þig. Þakk-
læti fyrir að hafa haft þig mér við
hlið í fjörutíu og sex ár og aldrei vikið
frá.
Bjössi minn, Margrét, Björn
Fannar og Sandra og allir sem sakna
minnar ástkæru systur, megi minn-
ingin um góða konu milda og sefa um
ókomnar stundir.
Með þessum orðum um þig, kæra
systir, langar mig að enda þetta með
þessu fallega ljóði.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Þinn bróðir
Skjöldur Vattnar Árnason.
Hún Svala mágkona mín var ein-
stök. Ég var svo heppin að eiga sam-
leið með henni í rúmlega þrjá áratugi.
Minningarnar eru margar, þær kalla
fram bros og eru mér ákaflega dýr-
mætar. Það var alltaf gaman í návist
hennar enda fylgdi henni svo mikill
léttleiki og skemmtilegheit. Á meðan
hún bjó í Keflavík var oft vakað fram
undir morgun við spjall og hlátra-
sköll. Eftir að hún flutti í bæinn var
hún dugleg að renna hingað suður
eftir og sagði sjálf að það væri lífs-
nauðsynlegt að hitta fólkið sitt til að
hlaða batteríin. Hún var óþreytandi
við að finna upp á einhverju sem
systkinin og makar gátu gert til að
hressa upp á hversdagsleikann og lét
sig aldrei vanta ef eitthvað stóð til.
Fjölskyldutengslin voru Svölu alltaf
dýrmæt. Henni fannst sjálfsagt að ef
fólk var á ferðinni í Reykjavík kæmi
það við og ítrekaði það margoft. Það
var sama á hvaða tíma sólarhringsins
og hvernig á stóð, hellt var á könn-
una, tínt til það sem til var og glaðst
saman. Frændgarðurinn var stór og
vinahópurinn líka. Það var því alltaf
líf og fjör í kringum hana.
Foreldrar hennar, Helga og Árni,
fóru norður á hverju sumri og alltaf
komu einhver okkar í kjölfarið. Stór-
fjölskyldan keypti Odda á Þórshöfn
1991. Þangað fórum við Sævar, Svala
og Bjössi og fleiri nánast á hverju
sumri, nutum lífsins með börnum
okkar og styrktum tengslin við æsku-
slóðir systkinanna og hvert annað.
Þar þurfti líka lítið að sofa, enda alltaf
sagt að það væri lítið mál að vaka eina
vornótt. Oddi er beint á móti Skuld
sem tengdapabbi byggði og þar sem
Svala bjó til tólf ára aldurs. Þarna var
því saga ættarinnar tengd hverri
þúfu.
Jólabarnið Svala var alveg sér kap-
ítuli. Að koma til hennar í desember
var bara skemmtilegt. Í gegnum tíð-
ina safnaði hún að sér einstaklega fal-
legu jólaskrauti af öllum stærðum og
gerðum. Maður gekk inn í undraver-
öld, með yndislega jólatónlist í bak-
grunni. Þegar ljóst var að endalokin
voru í nánd var hún líka ákveðin í að
komast heim og setja upp jólin. Elsku
Bjössi, Magga, Sverrir, Björn Fann-
ar, Sandra, Hafþór og ömmuprins-
arnir Bjarki og Björn Þór, þið voruð
líf hennar og yndi. Þið stóðuð öll eins
og klettar á bak við hana og gáfuð
henni styrk síðasta spölinn. Undan-
farnir mánuðir hafa verið erfiðir en
inn á milli voru alltaf bjartir dagar og
alltaf héldum við í vonina. Við eigum
hana enn, þá von að einn daginn hitt-
umst við öll aftur og þá vitum við að
verður kátt í höllinni.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Far þú í friði, elsku vinkona, hafðu
þökk fyrir allt.
Hildur.
Við kveðjum nú kæra mág- og svil-
konu til margra ára.
Svala hugsaði vel um fólkið sitt, var
í miklu og nánu sambandi við fjöl-
skyldu sína og var afar rausnarleg.
Heimili hennar og Björns bar merki
þess að hún unni því sem var vandað,
heilt og fágað. Einnig þannig var fata-
smekkur hennar. Hún var alltaf fal-
lega klædd og þannig voru börnin líka
búin. Við minnumst skemmtilegra
jólaboða hjá foreldrum Björns og
Páls þar sem öll fjölskyldan kom sam-
an, börnin mörg og líf og fjör. Heilt
fjall af jólagjöfum.
Síðustu ár hefur jólaboðum fækkað
og samskiptin minnkað. Það er miður.
Það var mikið áfall þegar Svala
greindist með krabbamein og í ljós
kom að öllu er markaður tími hér á
jörð.
,Kenn oss að telja daga vora að við
öðlumst viturt hjarta.’ [Sl 90]
Fyrir góð kynni þökkum við nú, allt
of snemma. Við sendum fjölskyldu
Svölu og ástvinum okkar dýpstu og
innilegustu samúðarkveðjur.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
(Björn Halldórsson.)
Páll Þór, Anna og fjölskylda.
Elsku Svala frænka.
Við viljum þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við áttum með þér
og allt það sem þú hefur gert fyrir
okkur og foreldra okkar. Alltaf feng-
um við svo hlýjar móttökur þegar við
komum í heimsókn til ykkar Bjössa.
Þú skilur eftir stórt skarð sem ekki
verður hægt að fylla upp í. En allar
þær minningar sem þú skilur eftir eru
ljós í lífi okkar.
Elsku Björn, Margrét Erla, Björn
Fannar, Sandra Dögg og fjölskylda
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Við viljum kveðja yndislega frænku
okkar með þessum orðum:
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Þínar frænkur
Þórunn, Harpa, Dröfn
og Guðlaug.
Elsku frænka, áður en við kveðjum
þig í hinsta sinn langar okkur að
þakka allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Þú varst hjartahlý
manneskja og lést þig alla varða,
gerðir engan mannamun, þótti vænt
um alla. Þannig endurspeglast það
svo í börnunum þínum.
Elsku Svala, minninguna um þig
munum við ávallt geyma í hjarta okk-
ar þar til við hittumst á ný.
Mér finnst ég varla heill né
hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð
að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð
að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku Bjössi, Margrét, Björn
Fannar og Sandra, guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum
Farðu í friði, elsku Svala.
Bylgja, Katrín og fjölskyldur.
Elsku besta Svala, runnin er upp
kveðjustundin og margs að minnast.
Þó er þakklætið efst í huga fyrir
samferðina með þér.
Þú varst ekki nema átta ára þegar
þú komst og dvaldir hjá okkur einn
barnaskólavetur. Maður fann þá
atorku, framtakssemi og gleði sem
þú bjóst yfir, alla tíð. Bæði gagnvart
fjölskyldu þinni og níu systkinum
þínum sem þú ólst upp með og þóttir
svo óendanlega vænt um. Alltaf héld-
um við góðu og traustu sambandi.
Heimili ykkar Bjössa stóð okkur allt-
af opið, þar var gott að koma og
ávallt tekið á móti okkur með hlýju
og gleði. Þið hélduð vel utan um
börnin ykkar og þú þráðir að fá að
fylgjast meira með þeim og sjá sól-
argeislana þína tvo vaxa úr grasi.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
fórum saman til Keflavíkur til að
heimsækja fjölskyldu okkar, gleðin
og léttleikinn var þar alltaf í fyrir-
rúmi. Einnig áttum við margar góð-
ar stundir á Þórshöfn, æskuslóðum
okkar. Það er ekki ofsagt að eftir að
Helga móðir þín kvaddi þennan
heim, að þá hafir þú tekið við sem
sameiningartákn fjölskyldna okkar,
boðin og búin til allra verka. Þar
sýndir þú hvað samheldnin gagnvart
fjölskyldunni var þér mikils virði.
Í upphafi þessa árs er þú greindist
með þann illvíga sjúkdóm, sem lagt
hefur þig nú að velli, sýndir þú og
sannaðir hve sterkum persónuleika
þú bjóst yfir og hversu yfirveguð þú
varst allan tímann. Öll skiptin sem
við komum í heimsókn varstu á bata-
vegi, að eigin sögn, og ætlaðir að
henda þessum fjanda aftur fyrir þig.
Þannig að þegar þinn árstími, jóla-
mánuðurinn, kæmi yrðir þú tilbúin í
hvað sem væri, eins og þú orðaðir
það. Önnur varð raunin, sorgin og
söknuðurinn situr eftir. En von okk-
ar er að þú hvílir nú í faðmi foreldra
þinna, sem þú barst svo sterkar til-
finningar til, það græðir þó örlítið
dýpstu sárin. Aðdáunarvert var að
sjá hve fjölskyldan þín öll stóð sem
klettur við hlið þér í þínum erfiðum
veikindum. Svala, hafðu þökk fyrir
allt og allt, minning þín verður ljós í
lífi okkar og von um endurfundi lifa
með okkur.
Elsku Björn, Margrét Erla, Björn
Fannar, Sandra Dögg, systkini og
fjölskyldur, hafið þökk fyrir allt sem
þið voruð henni.
Þú eina hjartans yndið mitt
í örmum villtra stranda,
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda.
Í þinni finn ég frjálsa brá
svo fagrar innri kenndir,
er seiða til sín traust og þrá
í trú, sem hærra bendir.
(Guðmundur Geirdal.)
Við vottum ykkur dýpstu samúð á
sorgarstundu
Adda og Gísli, Vestmannaeyjum.
Komið er að kveðjustund. Við
kveðjum góðan vin og samstarfs-
konu, Svölu Árnadóttur, sem lést
langt um aldur fram, eftir snarpa
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Svala hóf starf sem ritari hjá
Augnlæknastöðinni í Kringlunni ár-
ið 2004. Frá fyrsta degi sýndi hún
hvern mann hún hafði að geyma. Af
elju, samviskusemi, festu og alúð
þjónaði hún þessu starfi. Aldrei
vantaði hana til vinnu og var hún
fljót að hlaupa í skarðið ef með
þurfti. Þegar Svölu voru falin verk-
efni var það vitað að þau yrðu leyst
bæði fljótt og vel.
Svala og eiginmaður hennar
Björn Pálsson áttu sérlega fallegt og
hlýlegt heimili þar sem gott var að
koma. Við starfsfólk Augnlækna-
stöðvarinnar minnumst með ánægju
og þakklæti samverustundanna með
þeim hjónum.
Í byrjun árs 2009 uppgötvaðist
hinn illvígi sjúkdómur. Svala byrjaði
þá strax á viðeigandi læknismeðferð,
en það dugði ekki til. Af æðruleysi
og innri styrk tókst hún á við veik-
indi sín, allt þar til hún andaðist á
heimili sínu fimmtudaginn 29. októ-
ber.
Starfsfólk Augnlæknastöðvarinn-
ar þakkar Svölu Árnadóttur sam-
starfið og við vottum eiginmanni,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum innilega samúð og biðjum
Guð almáttugan að blessa þau og
styrkja í sorginni.
Fyrir hönd starfsfólks Augn-
læknastöðvarinnar í Kringlunni,
Kristján Þórðarson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MARGRÉT SCHEVING,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
Hringbraut 45,
Reykjavík,
sem andaðist mánudaginn 2. nóvember, verður
jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Ágústa Erlendsdóttir,
Baldur Sveinn Scheving, Konný Hansen,
Gylfi Guðmundur Scheving, Jóhanna Guðríður Hjelm,
Knútur Örn Scheving, Anna Helga Kristinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGUNN TRYGGVADÓTTIR,
Efstasundi 63,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
4. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Hörður Lárusson,
Unnur Harðardóttir, Jón Eiríksson,
Lárus Þórarinn Harðarson, Tina Hardarson,
Tryggvi Harðarson, Harpa Jónsdóttir,
Anna Guðrún Harðardóttir, Hallgrímur Guðmundsson,
Hafdís Harðardóttir, Jóhann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.