Vilji - 01.12.1928, Page 6

Vilji - 01.12.1928, Page 6
154 VILJI Trúníðinga versti vandi virtist úti þá um sinn, sigrað höfðu á Suðurlandi silfurháran biskupinn. Þótt í norðri ern og ítur aldurhnígin hetja stæði bagal með og biskupsmitur, boðaði gömul trúarfræði, örugt virtist veldi Dana vildi hann rísa því í mót, hlyti hann brautir feigðar flana, fyrst að líka í þokkabót allir syðra undan merki aldins biskups hefðu flúið, myndi hann hopa og hætta verki halda í klaustur við svo búið. Biskup vildi ef forðað fengi fjendur skyldu ei vinna grand, hjet á guð og góða drengi að geyma og verja þetta land. „Frjálsum mönnum finst ei sæma „fræknum lýð, á vorum þingum „skuli allir Danir dæma ,dóma og skipa íslendingum. „Fram til verka, fram til dáða, „frelsið verjið, sýnið betur „að sjálfir viljum siðum ráða, „svift oss viti enginn getur. „Vitji Danir Þjóðarþinga „þeir munu fá að heyra og skilja, „Island fyrir íslendinga „eina, synir landsins vilja.

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.