Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 9
VILJI
157
svalandi og þrungið af jarðilmi og lífi. Það fær á mann,
þetta, og drengurinn verður nærri því klökkur af fögn-
uði. Það er fögnuðurinn yfir því að vera til en það veit
Hreinn litli ekki. En vöðvarnir í líkama hans finna það,
og þarna eru húsin hans úti í móanum frá sumrinu áð-
ur og nærri fallin og nú er nóg að gera. Og hann tekur
til óspiltra málanna, reisir hús sín og ræktar völlinn og
kemur fje sínu á fjalL Hátíðlega og alvarlega gengur
hann til vinnu sinnar og er orðinn dauðþreyttur að
kvöldi þegar móðir hans kemur út í hlaðvarpann og
kallar á hann til að fara að hátta.
Stundum er það að hugur hans verður svo undar-
lega fullur af elsku og þakklátsemi. Steinarnir, sem
hann byggir hús sín úr, hornin, og þökurnar, sem hann
leggur yfir moldina, alt eru þetta vinir hans og hann
handleikur það alt með innilegasta hlýleik og við-
kvæmni. Þessvegna er það að hugur hans verður svo
undarlega fullur af þakklæti og elsku. Það eru leik-
systkini hans og hluti af sál hans. Og nú veit hann að
hann ætlar altaf að byggja húsin sín, líka þó hann verði
fullorðinn maður.-----
Fullorðinn maður! — Þetta hefir Hreini litla aldrei
dottið í hug áður. Hann heldur steininum kyrrum í fangi
sínu örlitla stund. — svo lætur hann steininn detta. Full-
orðinn maður! — Og lengi stendur drengurinn í sömu
sporum, hugsandi og hljóður.
Jú. Þarna höfðu aðrir drengir bygt hús sín á undan
honum, en nú eru veggirnir löngu hrundir, hornin og
leggirnir horfnir ofan í mosann, aðeins nokkur glerbrot
með ýmsum litum eftir á stangli. — Var það þá þetta
að vera fullorðinn maður, hugsar hann og verður ang-
urvær. Verða þá húsin hans líka innan skamms rústir
og koma þá bara aðrir drengir og taka steinana hans
og byggja úr þeim húsin sín? —
En eftir því sem þessi hugsun fór meir að ásækja
Hrein litla, þá var eins og honum færi smámsaman að