Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 18
166
y ilji
aðir; orsakast það af því að þeir hirða ei um líkama
sinn sem skyldi, halda honum ekki við, þannig að hann
veiklast og mótstöðuafl hans gegn ýmiskonar sjúkdóm-
um minkar þá að sama skapi. Þetta hefir þau áhrif, að
ýmsir þessara manna eiga við að stríða ýmsa sjúkdóma,
sem eyðileggja þá og murka úr þeim lífið á skömmum
tíma. Ýmsir halda því fram, að skáldin sjeu tilfinninga-
ríkari, en aðrir menn. Það virðist mjer vafasamt mjög,
enda virðist margt benda til hins gagnstæða. Það væri
og skiljanlegt, að þeir væru sinnuminni en aðrir, þeir
geta tæmt tilfinningabrunn sinn með skáldskapnum
einum, enda munu flestir þeirra hafa verið reikuiir í
ráði í ástamálum sem öðru; tekið eina þá önnur fór, og
lítið hirt um liðna tímann. En ruslakista þeirra geymir
þó máske grát og gnístran tanna frá augnabliksæsingu,
sem allir komast vafalaust einhverntíma í á æfinni.
Það er ekkert sjerkenni skáldanna. Menn þeir, sem
halda að skáldin sjeu tilfinningaríkari, en aðrir menn,
byggja það einkanlega á því, að skáldin hafa opin augu
fyrir því, sem miður fari í mannlífinu, gleðjist með glöð-
um, hryggist með hryggum, og geti auðveldlega orðio
geðveikir af lítilsháttar andstreymi. Skal nú vikið að
þessu nánara.
Allir menn eru tilfinninganæmir, og allir sjá eymd-
ina og volæðið, vilja gjarnan bæta úr því, en ýmiskonar
áhyggjur dreyfa hugsunum hversdagsmannanna þann-
ig, að þeir hugsa að síðustu mest um sjálfa sig, en
skáldunum er á annan veg farið. Þeir þurfa að lifa,
skáldskapinn hafa þeir gert að áhugamáli sínu, og
sjálfsbjargarhvötin er rík hjá þeim sem öðrum. Þess-
vegna verða þeir að kynna sjer eymdina og baslið, sem
virðist í sannleika sagt ekkert verri en auður, og gera
það að yrkisefnum sínum, til þess, að halda huga fólks-
ins vakandi og augum þess opnum, og ennfremur til að
fá sjálfir aura til viðurværis síns. En hversvegna yrkja
skáldin? Af metnaðargirnd verður svarið Þeir upp-