Vilji - 01.12.1928, Síða 22
170
V IL J I
þögull. Gluggatjaldið, sem var á milli minna og þinna
söngva blaktaði frá eitt augnablik.
Jeg sá, að morgunbjarmi þinn geymdi óljósu, ó-
sungnu söngvana mína, jeg hugsaði að jeg skyldi læra
þá við fætur þjer og jeg sat þögull.
Er þú heldur lampa þínum á lofti, falla geislar hans
á andlit mitt, en skugginn á þig.
Þegar jeg held lampa ástar minnar í hjarta mínu,
fellur ljós hans á þig, en jeg er látinn standa á bakvið
í skugganum.
Þú bjóst inst í hjarta mínu; þessvegna fann hjarta
mitt þig aldrei, er það reikaði um. Þú faldir þig fyrir
ást minni og vonum til hins ýtrasta, því að þú varst
altaf í þeim.
Þú varst æðsta gleðin í æskuleikjum mínum, og er
jeg var of ákafur við leikina; var gleðin farin framhjá.
1 hrifningu lífs míns söngst þú fyrir mig, en jeg
.gleymdi, að syngja fyrir þig.
Þú stendur altaf hinumegin við söngvafljót mitt
Hljóðbylgjur mínar þvo fætur þínar, en jeg veit
ekki hvernig jeg á að komast til þeirra.
Þessi leikur minn við þig er leikinn úr fjarlægð.
1 flautu minni verða kvalir skilnaðarins að lagi.
Jeg bíð þess að bátur þinn komi til minnar strand-
ar, og þú takir flautuna í þínar hendur.
Hlustaðu, hjarta mitt, flauta hans geymir hljóma
frá angan viltra blóma, glampa blaðanna, gliti vatns-
ins og skuggum svipuðum bíflugnavængjum.
Flautan stelur brosi sínu frá vörum vinar míns og
breiðir það yfir líf mitt.
Þú heimskingi, að reyna að bera sjálfan þig á öxl
um þínum!