Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 23

Vilji - 01.12.1928, Qupperneq 23
V ILJ I 171 Þú beiningamaður, að koma og' biðja við þínar eig- in dyr Lát byrðar þínar í hendur þeim, sem getur borið jpær og yðrastu þess aldrei. Þrár þínar slökkva strax Ijósið á þeim lampa, er þær snerta með anda sínum. Það er vanheilagt — tak ■ei við gjöfum úr óhreinum höndum þeirra. Tak það eitt, sem boðið er af heilagri ást. Söngurinn, sem jeg ætlaði að syngja, er ósunginn enn í dag. Jeg hefi eitt dögunum við, að setja strengi á hljóðfærið mitt og taka þá af. Hinn rjetti tími hefir •ekki komið, orðin hafa ekki verið rjett valin, í hjarta mínu hefir aðeins brunnið eldheit ósk. Blómið hefir ekki opnast; vindurinn einn næðir framhjá. Jeg hefi ekki sjeð andlit hans, nje hlustað á rödd hans; jeg hefi aðeins heyrt ljett fótatak hans frá veg- inum fyrir framan hús mitt. Æfilangur dagur hefir farið í að setja sæti hans á gólfið; en það hefir ekki verið kveikt á lampanum, svo að jeg get ekki boðið honum inn í hús mitt. Jeg lifi í voninni um að mæta honum, en enn hefir hað ekki orðið. <Tekið af handahófi úr Fruit-gathering og Gitanjali). Kristj. Guðl.

x

Vilji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.