Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 32

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 32
180 VILJI til þess, er Ijósið skóp og efnið í alla þessa fallegu muni — svo sem eins og lítið, snoturt endurskin eður speglun af þvi, sem hann hefir gefið oss jarðarbúum. í þessu efni ganga kaupmenn fram fyrir skjöldu og sýna Guði lotningu fyrir hönd okkar smælingjanna, sem ekkert getum, líkt og þegar presturinn tekur af okkur ómakið að þakka honum fyrir blessað tíðarfarið, sem hann er altaf að gefa okkur. Og svo fær allur almenningur að horfa á þessa dýrð með Drotni. Kaupmenn láta sól sína skína yfir rjettláta og rang- láta, alveg eins og hann gerir, og verður ekki lengra jafn- að. Svo fær almenningur þarna svo ágætt tækifæri til þess að velja sjer þá hluti, sem hann girnist að kaupa Guði tif dýrðar og sjer og bræðrum sínum til sáluhjálpar og yndis. Auðvitað geta ekki allir keypt svo dýrt, sem augað girnist, enda eru kaupmenn lítilþægir og slá ekki hendi sinni móti ekkjupeningum, þótt þeir sjeu smáir, þegar um himneskar »forretningar« er að ræða. Jeg er þess og fullviss, að þeir mundu ekki láta það standa fyrir kaupum undir sigurhátíð frelsarans, þótt borgunin drægist eitthvað fram í janúar. í þessu sambandi dettur mjer í hug saga um grískan kóng, sem var óttalega vondur. Hann hjet Tantalos. Þegar hann dó, fór hann til undirheima og var þar keyrður ofan í ískalt vatn og látinn standa bundinn svo, að vatnið tók yfir axlirnar. Yfir höfði honum stóð trje með dýrlegum, gómsætum ávöxtum. Ekkert fær hann að eta nje drekka og er því bæði svangur og þyrstur. Hann vill gjarnan seil- ast til ávaxtanna, en nær ekki svo hátt, og heldur ekki niður til vatnsins, og líður honum því fremur illa. Það væri nú hugsanlegt, að sumir snauðir menn kæm- ust stundum fyrir jólin í svipað ástand og Tantalos gamli. Dýrðin, skartið og lostætir rjettir blasa við gráðugum sjón- um þeirra. En milli þeirra og fagnaðarins er glerhurð, sem jafnan reynist þyngri fyrir snauðum mönnum en ríkum. Þetta má þó ekki virða kaupmönnum til ámælis, því að fá- um mun örbirgð lýðsins ganga meira til hjarta heldur en

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.