Vilji - 01.12.1928, Page 33

Vilji - 01.12.1928, Page 33
VILJI 181 þeim. En þeir, sem ekki þykjast geta keypt, hafa þó a. m. k. stundarsvölun af dýrðinni, sem fyrir augun ber. Og sjer- hver sorg yfir vanmætti hefir í sjer fólginn dálítinn urmul af gleði yfir mættinum, sem ekki er til. Guð tekur hins vegar viljann fyrir verkið og gerir sig ánægðan með kristi- legar óskir manna, ef verkin eru ekki framkvæmanleg. Ef því skyldi nú vera til að dreifa, að einhverjir fengju sjer þessa eða hina glaðningu með helst til veraldlegu hug- arfari og meiri löngun til að gera verkum Drottius rækileg skil heldur en minningu hans, þá er það ekki kaupmanns- ins sök. Hann hefir það hlutverk, að uppfylla jarðneskar óskir manna fyrir sanngjarna þóknun. Hann telur sig ekki bera ábyrgð á nytsemi þeirra, fremur en Guð þarf að svara til saka fyrir að hafa látið sóttkveikjur og efni í vin og tóbak og aðrar nautnavörur þróast á jörðinni. Kaupmaður- inn tekur við af Guði og færir gæði lífsins þaðan, sem hann hefir skilið við þau og hingað út á hala veraldar, þar sem fátt er ætt nema kjöt og fiskur. Hann gefur oss tækifæri til að reyna margt, velja það góða og hafna hinu, ef við svo viljum. En hann tekur ekki á sig þá ábyrgð, að gæta bróður síns, fremur en aðrir synir Adams. Ó. M. Verkbönn og verkföll. Ein af þeim úrlausnum, sem liggur fyrir þjóð vorri, er hvernig deilur milli vinnuveitenda og -þiggjenda verði leiddar til lykta á hagkvæman hátt, þannig að hvorugir aðilar bíði tjón að óþörfu. Þetta er eitthvert hið mesta vandamál, sem þjóðirnar hafa átt við að stríða; ýmsar leiðir hafa verið reyndar, en án nokkurs verulegs árangurs, því að altaf fjölgar verkbönnum og verkföllum með ári hverju,

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.