Vilji - 01.12.1928, Síða 35
VILJI
183
E1 hvorugur nefndra aðila áfrýjar úrskurði gerðardóms í
hjeraði, gildir úrskurður hans sem lög minst í eitt ár, en
er mótmæli koma að þessu ári liðnu, skal málið tekið fyrir
að nýju og þær ráðstafanir gerðar, sem nauðsynlegar kunna
að þykja. Þó skulu báðir aðilar skyldir til að fara eftir fyrra
úrskurði, þar til sá næsti kemur.
Yfirdóminn skulu skipa tveir fulltrúar, kosnir af verka-
mannafjelögum landsins, tveir fulltrúar, kosnir af vinnu-
veitendum, og oddamaður, sem skal vera einhver af dóm-
urum hæstarjettar. Með slíkri dómskipun ætti trygging að
vera fengin fyrir því, að á hvorugan væri hallað.
Sektir skulu viðlagðar, ef aðilar hlýða ekki úrskurð-
um þessum. Þær skulu greiddar af hlutaðeigandi fjelögum
eða einstaklingum, eins og af sjálfu sjer leiðir. Þeir verka-
menn, sem utan fjelaga eru, skulu hafa fullan rjett á að
halda áfram vinnu, þótt fjelagsmenn leggi hana niður; skal
yfirvöldunum skylt að gera þær ráðstafanir, sem nauðsyn-
legar virðast, til verndar þessum mönnum. Að öðru jöfnu
skulu verkalýðsfjelagar sitja fyrir vinnu, en ef þá brestur,
skulu aðrir teknir.
Þessi aðferð mun hafa verið tekin fyrst upp á Nýja-
Sjálandi og síðan víða í Ástralíu og eflaust viðar, en þar,
sem jeg þekki til hennar, mun hún hafa gefist vel, enda
er með þessu bygt fyrir það, að verkbönn geti átt sjer
stað að ástæðulausu og að bönd verkalýðsfjelaganna reki
verkamenn gegn vilja þeirra út í baráttu, sem lítið er upp
úr að hafa annað en böl alþjóðar, eyðileggingu fjárhags
og atvinnuvega.
AuðvitaÓ dettur mjer ekki í hug að segja, að þetta
sje eina rjetta leiðin; málið hefi jeg kynt mjer svo lítið,
að margar aðrar heppilegri úrlausnir kunna að finnast. En
þjóðin verður að taka þetta vandræðamál sem fyrst til at-
hugunar og ráða því til lykta á þann hátt, sem best gegnir.
K. G.