SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 22
22 25. október 2009 fengið ákveðin skilaboð um það hvernig ætti að stilla upp á lista og þar væri nafn mitt ekki að finna. Þá fór framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins um landið og heimsótti formenn að- ildarfélaga til að safna liði gegn mér. Það líkaði mér illa.“ Hvaða skoðanir þínar telurðu að séu óvinsæl- ar hjá þessum ákveðna hópi manna? „Mér hefur fundist að verkalýðsforystan leggi ekki næga áherslu á að leiðrétta kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Laun þess hóps eru smánarblettur og skandall og lægri en atvinnu- leysisbætur. Í búsáhaldabyltingunni hefði ég viljað sjá verkalýðshreyfinguna stíga fram en hún fór í felur um leið og almenningur mætti á Austurvöll til að mótmæla ástandinu og krefjast úrbóta. Í þessum mótmælum var verið að gera upp ákveðið skeið í Íslandssögunni sem hafði einkennst af sukki og svínaríi og stórfelldri misskiptingu. Í þeim mótmælum átti verkalýðshreyfingin að vera leiðandi í stað þess að láta sig hverfa. Ég hef líka gert athugasemd varðandi þann gríð- arlega heilaþvott sem á sér stað innan verkalýðs- hreyfingarinnar varðandi Evrópusambandið. Ég hef verið fylgjandi því að menn skoðuðu málin og reyndu að meta og kosti og galla við Evrópusam- bandsaðild. En forvígismenn innan hreyfing- arinnar hafa viljað keyra á því máli án umræðu um gallana og vilja Ísland nánast skilyrðislaust inn í sambandið. Þetta er lýsandi dæmi um þau vinnu- brögð sem viðhöfð eru í verkalýðshreyfingunni. Launahækkanir áttu að verða í febrúar en þeim var frestað eftir samkomulag milli Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambandsins. Ég var einn af þeim sem gagnrýndu það. Ég taldi og tel enn að fyrirtæki sem geta borgað hærri laun, og þau eru allnokkur, ættu að gera það. Þetta fór í taugarnar á forystu Alþýðusambandsins. Ákveðnir valdamiklir aðilar innan hreyfing- arinnar gerðu athugasemdir við að fjölmiðlar töl- uðu við okkur sem ekki voru á sömu skoðun og þeir. Reynt var að hafa áhrif á lýðræðislega um- ræðu um frestun eða ekki frestun kjarasamninga. Furðulegt en satt. Forseti Alþýðusambands Íslands notaði hvítasunnudag til að skrifa tölvupóst til allra aðildarfélaga og miðstjórnar Alþýðu- sambandsins þar sem hann gerði lítið úr störfum mínum. Hann gagnrýndi auk þess sýn mína á end- urskoðun kjarasamninga þar sem ég taldi að at- vinnurekendur, sem það gætu, ættu að standa við samningsbundnar hækkanir. Þarna hófst sú árás F yrr í þessum mánuði lét Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stétt- arfélags á Húsavík, af starfi sem sviðstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambands Ís- lands eftir að uppstillinganefnd sambandsins ákvað að gera ekki tillögu um að hann yrði áfram sviðstjóri. Aðalsteinn segist ekki hafa haft geð í sér til að beita sér gegn tillögunni en er afar ósáttur við það hvernig staðið var að málum á þingi Starfs- greinasambandsins. „Ég hafði gegnt þessu starfi frá árinu 2000, lagði hart að mér og hafði gaman af vinnunni. Ég tel mig hafa notið virðingar fyrir störf mín enda kom á þinginu fram hörð gagnrýni á uppstillingar- nefndina og hópur manna gekk út af þinginu í mótmælaskyni,“ segir Aðalsteinn. „Tölvupósti og skilaboðum hefur rignt yfir mig og ég hef fengið hringingar frá ráðherrum sem lýsa yfir undrun sinni á þessu. Menn segjast ekki skilja hvað upp- stillingarnefnd gekk til en ég skil það. Ég hef haft aðra sýn á verkalýðsmál og kjarabaráttu en ýmsir innan Starfsgreinasambandsins. Ég hef viljað sjá verkalýðshreyfinguna miklu róttækari og virkari en hún hefur verið. Ég efast ekki um að mín sýn á þau mál hafi hitt í mark því samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Starfsgreina- samband Íslands nýtur það félag sem ég stýri, Framsýn, 96% stuðnings félagsmanna eða mest allra félaga. Á sama tíma er verkalýðshreyfingin í mikilli tilvistarkreppu og samkvæmt nýlegri könnun treysta einungis 25% landsmanna verka- lýðshreyfingunni.“ Árás vegna skoðana Telurðu að á þinginu hafi verið gerð aðför að þér? „Já, þetta er persónuleg árás sem tengist skoð- unum mínum. Í lok ágúst kom framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, Skúli Thoroddsen, norður til Húsavíkur til að heimsækja mig og bað mig að stíga til hliðar sem sviðsstjóri matvæla- sviðs. Þannig get ég, sagði hann, bjargað sam- bandinu. Ég spurði hvort menn hefðu eitthvað út á vinnu mína að setja. Hann sagði svo ekki vera, ég hefði staðið mig vel sem sviðsstjóri en það væri ágreiningur um sýn mína og skoðanir á verkalýðs- baráttu. Hann bar fyrir sig að formaður Eflingar í Reykjavík, Sigurður Bessason, vildi að ég viki. Þegar ég fór að grennslast nánar fyrir um málið var það eina sem ég fékk uppgefið að menn hefðu sitt- hvað út á skoðanir mínar að setja. Ég talaði við for- mann kjörnefndar og hann sagði að nefndin hefði Ýtt til hliðar vegna öfundar Mér finnst skelfilegt að horfa upp á að vera ýtt til hliðar, ekki vegna þess að ég sé ekki að vinna vinnuna mína, heldur vegna öfundar ákveð- inna manna sem líkar ekki við áherslur mínar. Manna sem sjá ofsjónum yfir þeirri velgengni sem ég nýt, ekki síst meðal verkafólks. sem endaði með því að mér var ýtt til hliðar. Það er fámenn valdaklíka innan verkalýðshreyfing- arinnar sem vann að því.“ Ætlaði að leiðrétta kjör á viku Þú ert ekki gamall maður, hvernig hófust afskipti þín af verkalýðsbaráttu? „Ég var átján ára þegar ég hóf störf á vinnu- markaði rétt fyrir 1980 og fljótlega upp úr því var ég kosinn trúnaðarmaður á stórum vinnustað, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Ég fann að mikil óánægja var á vinnustaðnum vegna lágra launa. Ég ætlaði að gera áhlaup í þeim efnum og sagðist skyldu bjarga málum á viku. Ég hélt þá að það væri ekkert mál. Það væri svo ósanngjarnt að menn hefðu ekki hærri laun að þetta yrði leiðrétt eins og skot. Það fór nú ekki þannig. Þarna var ég í fimm- tán ár og þegar ég hætti fannst mér ég vera búinn að skila því verki að jafna laun innan fyrirtækisins og var þokkalega sáttur. Ég var hvattur af mínu fólki til að beita mér af meira afli í verkalýðs- málum. Þá fór ég af gólfinu inn í stjórn Verkalýðs- félags Húsavíkur og var kominn þangað 1986, 26 ára gamall, og var í stjórn þangað til ég tók við fé- laginu 1994 og hef verið formaður fyrir norðan síðan þá.“ Ertu gamaldags byltingarsinnaður verkalýðs- leiðtogi? „Já, ég er af þeim skóla. Á sínum tíma kynntist ég Gvendi jaka sem var mikill og merkur verka- lýðsleiðtogi. Hann lét engan nokkru sinni finna fyrir því að hann væri merkilegri en aðrir og þótt- ist aldrei vera annar en hann sjálfur. Þetta eru eig- inleikar sem ég tel eftirsóknarverða og ber virð- ingu fyrir. Það sem vantar í verkalýðshreyfinguna í dag er að verkalýðsleiðtogar tali tungu fólksins og ég tek heilshugar undir með Ögmundi Jónassyni, sem sagði í setningarræðu sinni á þingi BSRB fyrir helgina, að verkalýðshreyfingin væri að fjarlægast uppruna sinn. Á hvaða stalli er verkalýðsleiðtogi Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar Viðtalið Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.