SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 42
Ferðalög 42 25. október 2009 Þungskýjað í grennd við Nýjadal en sólin lætur ekki buga sig. Ekta íslensk stemmning, dimmt landslag sem ekki er að þykjast vera eitthvað annað en það er. Þær láta ekki allar mikið yfir sér, íslensku sveitakirkjurnar. „Ísland er öðruvísi“ Hedi Kairouannais er franskur arki- tekt og ljósmyndari heillaður af Íslandi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H edi Kairouannais er franskur arkitekt, hann er fertugur og býr og kennir við arkitektaháskóla í Lyon. En hann er líka þjálfaður áhugaljósmynd- ari og hefur tekið ástfóstri við Ís- land en hann kom hingað fyrst árið 1993. Frá 2003 hefur hann verið hér á hverju sumri og stundum dvalið í nokkra mán- uði. Og Hedi þekkir landið betur en margir innfæddir þar sem hann hefur farið í ótalmargar gönguferðir um hálendið og ekki síst Vestfirði. Fékk áhuga á fólkinu „Fyrst var ég aðallega áhuga- samur um landslagið en fékk seinna áhuga á fólkinu og menn- ingunni,“ segir Kairouannais. „Ég var bæði að læra að taka myndir og átta mig á Íslend- ingum! Sjálfur er ég frá svæði sem er nálægt Ölpunum og fór þar oft í gönguferðir og kleif fjöll. Ég er því vanur gönguferðum í erfiðu landslagi en Ísland er á margan hátt öðruvísi, ekki síst vegna veðursins, allra umhleyping- anna. Menn verða að læra á þetta og það tekur tíma að átta sig á því hvernig maður bjargar sér hér í gönguferðum. Ég hef gengið mikið á svæðinu í grennd við Þórisjökul nálægt Kaldadal. Þetta var svolítið snú- ið, engar merkingar og ég var einn. Eini félagsskapurinn var landslagið. Og auðvitað erfitt af því að ég bar allt sem ég þurfti á bakinu, tjald og þess háttar. Í sumar gekk ég um svæði hjá Langjökli við Hvítárvatn. Það var fín ferð, jökullinn var alls staðar svo nálægur og heillandi. En ég hef líka farið með jeppamönnum í Naustavík sem er ekki langt frá Akureyri, þeir voru á Landro- verjeppum. Það var líka mjög gaman, þetta var skemmtilegur félagsskapur. En ég reyni alltaf að verja að minnsta kosti einni eða tveim vikum á Vestfjörðum þegar ég kem hingað, það er svo sérstök stemmning þar og landslagið engu líkt. Ísland skiptist í mínum huga í þrennt. Fyrst er það Reykjavík. Svo landsbyggðin en Vestfirðir eru svo þriðja landið, eins og annars konar Ísland. Þoka á Hornströndum Ferðalögin hafa valdið því að landið hefur opnast fyrir mér. Öðru hverju lendir maður í svo- lítið ískyggilegum aðstæðum. Klukkan var þrjú að morgni á Snæfells- jökli, ég tók mér smáhvíld við tindinn. Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.