SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 24
24 25. október 2009 Í dag verður umtalsverð breyting á útgáfu og dreifingu sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þar sem blaðinu er nú dreift á laugardagsmorgni í stað þess, að flestir áskrifendur hafa síðustu áratugi fengið það sent á laugar- dagskvöldi. Þessi breyting er eðlilegt framhald af þeirri þróun, sem verið hefur á útgáfu sunnudagsblaðsins í allmörg ár. Prentunartíminn hefur stöðugt færzt fram og svigrúmið til fréttaskrifa á laug- ardagsmorgnum þar með minnkað. Nýjar fréttir hafa nánast horfið af forsíðu blaðs- ins síðustu misserin. Ákvörðun útgefenda um breyttan dreifingartíma er því rökrétt auk þess, sem hún leiðir til umtalsverðs sparnaðar í dreifingarkostnaði. Hinn kosturinn er sá, að hafa ritstjórn blaðsins opna fram á laugardagskvöld, prenta blaðið með nýjum fréttum aðfaranótt sunnudags og dreifa því á sunnudags- morgni. Að óbreyttum aðstæðum í efna- hagsmálum er það ekki raunhæfur kost- ur. Nýr dreifingartími leiðir til breytinga á útliti og efni. Ég veit ekki meira um þær en aðrir lesendur Morgunblaðsins, þegar þetta er skrifað á fimmtudagsmorgni. Hins vegar vona ég að þær byggist fremur á því, að efni blaðsins verði alvarlegra og dýpra en að það verði léttara og yf- irborðslegra en þess krefjast markaðs- deildir, sem byggja skoðun sína á enda- lausum lesendakönnunum, sem segja ekki nema takmarkaða sögu. Það leiðir til ófarnaðar að láta markaðsdeildir ráða ferðinni. Sannfæring ritstjórna á að ráða. Dagblöð geta ekki keppt við sjónvarps- og útvarpsstöðvar um afþreyingu og létt- meti. Þau geta ekki keppt við netmiðla um fréttir líðandi stundar. Framtíð dag- blaða byggist á því að bjóða upp á annað en endurunnar fréttir úr öðrum miðlum. Það er þörf fyrir og eftirspurn eftir annars konar efni, ítarlegri og dýpri um- fjöllun um þjóðfélagsmál og aðrar hliðar mannlífsins. Það er útbreiddur misskiln- ingur í fjölmiðlaheiminum, að allt efni þurfi að vera stutt. Íslendingar eru vel menntuð og upplýst þjóð sem þarf á að halda efnislegri umfjöllun um málefni líð- andi stundar en ekki yfirborðið eitt. Von- andi stendur nýtt sunnudagsblað Morg- unblaðsins undir slíkum kröfum! Dagblöð, sem uppfylla þær kröfur, verða hins vegar ekki gefin út nema af vel menntuðum og upplýstum starfs- mönnum. Og þar er komið að kjarna vandamála blaðanna. Á síðustu árum hef- ur ókeypis upplýsingamiðlun breiðst út með fríblöðum og netmiðlum, sem kosta notendur ekki neitt. Hver á að borga kostnað við þessa upplýsingaöflun og miðlun þeirra upplýsinga? Það er ekki hægt að búast við miklum gæð- um slíks efnis. Og þjóðfélagsumræðurnar verða í samræmi við það. Upphrópanir og innihaldslaust orðaskvaldur. Gott og uppbyggilegt efni í fjölmiðlum kostar peninga og þeir verða að koma einhvers staðar frá. Er æskilegt út frá sjónarhóli lýðræðislegs samfélags, að þeir komi á einn eða annan veg frá fjármagns- eigendum? Varla. Í ljósi vaxandi taprekst- urs dagblaða hafa komið fram hugmyndir í Bandaríkjunum um að reka blöð með sama hætti og einkarekna háskóla þar í landi, sem byggja á fjárframlögum frá efnuðum einstaklingum eða fyrirtækjum. Það eru hugmyndir, sem eru fjarri okkar veruleika hér á Íslandi. Í ljósi fenginnar reynslu er ólíklegt að landsmenn telji eft- irsóknarvert að svonefndir auðmenn eða fyrirtæki þeirra kosti söfnun og miðlun upplýsinga til þeirra. Nú orðið veit fólk hvað það þýðir. Fríblöð geta gengið á tímum mikillar velmegunar en ekki í kreppu. Hvarvetna í Evrópu og Norður-Ameríku eru fríblöð nú rekin með tapi. Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri 365 miðla, skýrði frá því í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum að auglýsingar í blaðinu hefðu minnkað að magni til um þriðjung og gaf til kynna, að auglýsingatekjur hefðu lækkað meira eins og við er að búast. Miðað við orð hans er ekki ólíklegt að tekjur blaðsins hafi lækk- að um yfir 40% á þessu ári. Það er mikil blóðtaka og augljóst að slíkt tekjutap hlýtur að hafa gífurleg áhrif á rekstur blaðsins. Þess vegna er ekki ólíklegt að blómatími fríblaða sé að baki. Að vísu var gamalgrónu kvöldblaði í London, Even- ing Standard, breytt í fríblað fyrir nokkr- um dögum. Það á sér skýringar. Rúss- neskur auðmaður (ólígarki) keypti blaðið nýlega. Með því að breyta því í fríblað og kosta útgáfu þess vill hann kaupa sér áhrif í brezku samfélagi. Netmiðlarnir byggja í flestum tilvikum á fréttum, sem unnar eru af ritstjórnum blaða en stundum af sérstökum rit- stjórnum. Þessi fréttaskrif kosta peninga. Um allan hinn vestræna heim eru hafnar umræður um hvernig eigi að innheimta þóknun fyrir notkun fréttamiðla á netinu. Þær umræður eru tímabærar hér. Auglýs- ingatekjur duga ekki til, þótt mbl.is hafi náð því marki síðustu ár að skila hagnaði. Spurningin er ekki lengur sú, hvort taka eigi gjald fyrir notkun netmiðla, heldur hvernig. Dagblöð í öðrum löndum hafa farið mismunandi leiðir til þess en gera má ráð fyrir, að blöð á borð við Financial Times í Bretlandi og Wall Street Journal í Bandaríkjunum verði öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Nú eru jafnvel orðnir til netmiðlar, sem byggja á því að safna saman fréttum úr öðrum netmiðlum. Hér á Íslandi á það við um eyjuna.is, pressuna.is og að einhverju leyti amx.is. Þessir netmiðlar byggja að verulegu leyti á fréttum, sem birtar eru í heild af mbl.is, vísi.is og dv.is. Útgef- endur þessara þriggja síðastnefndu net- miðla standa undir verulegum kostnaði við þau fréttaskrif. Það er óeðlilegt að aðrir miðlar geti einfaldlega tengt sig við þær fréttir án þess að nokkuð komi í stað- inn. Þeir eiga auðvitað að greiða fyrir þessa þjónustu. Það er komið að þáttaskilum í rekstri fjölmiðlafyrirtækja á Íslandi. Tími ókeypis fréttamiðlunar er ekki kominn. Hann er liðinn. Tími ókeypis fréttamiðlunar er liðinn Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is E rkibiskupinn af Dubuque, Francis Beckman, var ómyrkur í máli þegar hann hóf herferð gegn sving-tónlist í Bandaríkjunum 25. októ- ber 1938. Klerkur fordæmdi stefnuna sem var að hans áliti úrkynjuð og til þess eins fallin að eyðileggja ungmenni og draga þau rakleiðis niður til heljar. Stór orð en á móti kemur að ekki var við neina venjulega uppreisnarmenn að etja, pönkara þess tíma, Benny Go- odman, Louis Armstrong, Glenn Miller, Count Basie og Duke Ellington. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þess má til gamans geta að biskup átti afmæli þennan dag, 25. október, en ekki er vitað til þess að það komi málinu á nokkurn hátt við. Enda þótt viðhorf biskups sé í besta falli hlægilegt í dag var það alls ekkert einsdæmi á þessum árum. Gegn- um borgurum stóð stuggur af svinginu og vildu jafnvel láta banna það. Af því varð ekki í Bandaríkjunum, landi hinna frjálsu. Tvö önnur stórveldi, Þýskaland og Sov- étríkin, létu hins vegar harðbanna þessa nýju tónlist- arstefnu. Nasistar með þeim rökum að svingið tengdist blökkumönnum og tónlistarfólki af gyðingaættum órofa böndum en Sovétmenn á þeim forsendum að það væri pólitískt óæskilegt. Það er ekki árennileg þrenning að standa andspænis, nasistar, kommúnistar og kirkjan. Djarfara en djassinn Svingið, sem er skilgetið afkvæmi djassins, ruddi sér til rúms um miðjan fjórða áratuginn og varð snemma vin- sælasta tónlistarstefnan vestra. Það þótti „djarfara“ en djassinn, útsetningar hugmyndaríkari og textar á köfl- um glannalegri. Fyrir vikið heillaðist unga fólkið af svinginu. Upphaflega náði stefnan einkum eyrum svartra Bandaríkjamanna en fljótlega flykktust hvítir um hana líka. Í því sambandi er oft miðað við tónleika Bennys Goodmans í Palomar-danssalnum í ágúst 1935. Þar var að sögn ekki hægt að þverfóta fyrir glæsipíum á gólfinu. Menn höfðu ekki bara horn í síðu svingsins á hug- myndafræðilegum forsendum, heldur líka tónlistar- legum. Þannig segir W.C. Handy, sem oft er kallaður „Faðir blúsins“, í endurminningum sínum að helstu hljómsveitarstjórar, söngvarar og aðrir hafi gjarnan lagt út af tónlist blökkumanna á markaðsforsendum. „Þess vegna fundu þeir upp „sving“ sem er ekki eiginlegt tón- listarform,“ segir Handy. Heppinn að vera fallinn frá Þrátt fyrir úrtölur hélt svingið velli sem vinsælasta tón- listarstefnan í Bandaríkjunum um skeið. Heldur fór að halla undan fæti eftir að Bandaríkin soguðust inn í seinni heimsstyrjöldina af þeirri einföldu ástæðu að erfitt reyndist að manna „big-bandið“, þar sem fjöldi tónlist- armanna var á vígstöðvunum. Inn í það spiluðu líka bágur efnahagur á stríðsárunum, dýrt var að ferðast með stórsveitir, og upptökubann frá 1942 til 1948 vegna verkfalla samtaka tónlistarmanna. Þegar banninu var aflétt í janúar 1949 höfðu nýjar stefnur, svo sem bebop og stökk-blús leyst svingið af hólmi og poppið var á næsta leiti – með allri sinni úr- kynjun. Það var kannski eins gott að aumingja Francis Beckman erkibiskup var fallinn frá á þeim tíma. Hann andaðist í október 1948, 72 ára að aldri. Elvis og Bítlarnir hefðu ekki verið á hann leggjandi, hvað þá Sex Pistols og Slayer. orri@mbl.is Herferð gegn tónlist djöfulsins Pönkari? Louis Armstrong kom til Íslands árið 1965. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 25. október 1938 Á þessum degi Tvö önnur stórveldi, Þýskaland og Sovétríkin, létu hins vegar harðbanna þessa nýju tónlistarstefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.