SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 54
Lesbók
54 25. október 2009
M
eðfram lögfræðistörfum hefur Ragnar ár-
um saman þýtt bækur Agöthu Christie og í
ár skipar hann sér í sveit nýrra rithöfunda
sem höfundur bókarinnar „Falskur tónn“.
Ef til vill er það tímanna tákn eftir hrunið, að í stað þess
að listamenn hópist í bankana og starfi fyrir þá, þá
lokkar listagyðjan bankamennina til sín.
– Það er ákaflega sjaldgæft að lögfræðingar leggi fyrir
sig skáldsagnagerð, hvað kom til?
„Ég hef skrifað síðan ég var lítill krakki og gaf út
„fyrstu bókina“ mína þegar ég var 5 eða 6 ára en hún
kom út í einu eintaki á heimili mínu. „Óli fer í æv-
intýraferð“ hét hún og fékk mjög góða dóma hjá for-
eldrum mínum,“ segir Ragnar.
Morð á Miðjarðarhafinu
„Tólf ára byrjaði ég svo að skrifa spennusögur um sögu-
hetjurnar James Morgan einkaspæjara og Thomas Rick-
son aðstoðarspæjara hans, sem fengu dramatísk nöfn á
borð við „Í Lundúnaþokunni“, „Morð á Miðjarðarhaf-
inu“ og „Oxford-skjölin“ – en þær sögur fóru aldrei
lengra en í stílabækurnar mínar. Síðan þá hef ég alltaf
skrifað mikið og hef birt smásögur og greinar í blöðum í
gegnum árin, en fyrstu smásöguna birti ég þegar ég var í
Verzló. Meðfram náminu vann ég við blaðamennsku og
við þýðingar og hef nú þýtt alls fjórtán skáldsögur eftir
Agöthu Christie yfir á íslensku, þá fyrstu þegar ég var
sautján ára og sú nýjasta kemur einmitt út nú fyrir jól-
in.“
– Sautján ára? Hvernig dettur sautján ára unglingi það
í hug að þýða skáldsögur úr ensku á meðan flestir jafn-
aldrar hans eru að sparka bolta og kannski nýbyrjaðir að
læra ensku?
„Ætli ég hafi það ekki frá pabba mínum? Pabbi er
mikill grúskari, eins og faðir hans var raunar líka, og fór
alltaf á laugardögum niður á gamla Landsbókasafnið að
lesa eða skrifa. Ég fór iðulega með honum þangað þegar
ég var yngri og notaði tímann til að lesa gamlar íslensk-
ar þýðingar á Agöthu Christie bókum, sem ekki voru
lengur aðgengilegar á öðrum bókasöfnum. Þegar þær
voru uppurnar þurfti ég að færa mig yfir í það að lesa á
ensku – og var svo fljótlega byrjaður á að spreyta mig á
því að þýða smásögur á íslensku.“
– Manstu atburðarásina þegar þú sem sautján ára
unglingur mættir í forlagið og bauðst til að þýða bækur
fyrir þá? Klappaði enginn í fjölskyldunni hughreystandi
á bakið á þér og sagði þér að bíða kannski í nokkur ár
með þessi metnaðarfullu plön?
„Nei, ég hef alltaf haft í kringum mig jákvætt fólk
þannig að ég var bara hvattur til að fara niður á forlag.
Mér var hleypt strax inn til útgáfustjórans hjá Skjald-
borg þar sem ég bauð fram þjónustu mína. Um svipað
Engin þörf
fyrir lík,
byssur eða
hasarleiki
Ragnar Jónasson er ungur lög-
fræðingur sem hefur unnið hjá
Umboðsmanni Alþingis og
Kaupþingi og kennir nú lögfræði
við Háskólann í Reykjavík. En á
milli þess sem hann kennir
lagagreinar, þá skrifar hann
um hvernig þær eru brotnar.
Eftir Börk Gunnarsson borkurg@gmail.com
G
unnfríður Jónsdóttir myndhöggvari bjó og
starfaði í húsinu á Freyjugötu 41 sem kennt
hefur verið við eiginmann hennar, Ásmund
Sveinsson, en þar er í dag Listasafn ASÍ. Í
gær, laugardag, kl. 15.00 var opnuð sýning á verkum
Gunnfríðar á hennar gamla heimili. Sýningin á verkum
Gunnfríðar (1889-1968) nefnist Konan sem skrifaði
nafnið sitt í gestabókina í Delfí. Sýningarstjórar eru
Kristín Guðnadóttir og Steinunn Helgadóttir.
Gunnfríður kynntist Ásmundi Sveinssyni mynd-
höggvara í Reykjavík og árið 1919 urðu þau samskipa til
Kaupmannahafnar, en það var upphafið að 10 ára dvöl
hennar erlendis. Þau Ásmundur voru gefin saman í
hjónaband árið 1924 og vann Gunnfríður fyrir þeim um
tíma meðan Ásmundur lagði stund á listnám, í Stokk-
hólmi og París.
Sýningarstjórarnir segja sambúðina með Ásmundi
hafa glætt áhuga Gunnfríðar á höggmyndalist og þriggja
mánaða ferðalag sem þau fóru í árið 1928, til Ítalíu og
Grikklands, efldi verulega áhuga hennar á klassískri
myndmótun.
Þegar heim kom, árið 1931, tók Gunnfríður að móta í
leir og varð höggmyndalistin köllun hennar upp frá því.
Á þeim tíma voru þau hjónin að byggja hús með vinnu-
stofum við Freyjugötu og fluttu inn í það hálfbyggt
1933. Þau skildu skömmu síðar og bjó Gunnfríður upp
frá því ein í suðurhluta hússins og hafði vinnustofu í
Gryfjunni.
„Gunnfríður er fyrsta konan sem gerist myndhöggv-
ari og starfar á Íslandi. Hennar sérstaða var af ýmsum
toga,“ segir Steinunn Helgadóttir sýningarstjóri. „Hún
lagði stund á klassíska myndlist en þegar abstraktlistin
var og hét þótti það ekki mjög gott.“
Henni hefur ekki verið sinnt
Fyrst lagði Gunnfríður stund á mótun mannamynda en
þær voru viðfangsefni alla tíð. Seinna vann hún stærri
höggmyndir eins og Á heimleið, sem stendur í Hljóm-
skálagarðinum, Landsýn við Strandarkirkju, högg-
myndina af Guðmundi góða sem er á Hólum og Síld-
arstúlkurnar sem er í Ráðhúsinu í Stokkhólmi.
„Í rauninni er Gunnfríður ótrúlega gleymd,“ segir
Steinunn. „Það er einkennilegt að hún skuli hafa
gleymst svona gjörsamlega því auðvitað á hún sinn sess
í íslenskri listasögu – en henni hefur ekki verið sinnt.
Enginn hefur tekið eftir framlagi hennar í seinni tíð.“
Fáein verka Gunnfríðar eru í einkaeigu en þorri
þeirra í eigu Listasafns Íslands, en hún ánafnaði safninu
verkin eftir sinn dag.
„Flest verkanna sem við sýnum koma frá Listasafni
Íslands. Við sýnum einnig höggmyndir af Gunnfríði, en
hluti sýningarinnar fjallar um þau Ásmund. Fyrst eftir
að hún flytur út, árið 1924, var hún fylgdarkona og
„músa“ Ásmundar, og sá fyrir honum. Hún var sauma-
kona og hönnuður, mjög snjöll, en jafnframt fyrirsæta
Ásmundar og hans helsti félagi. Í Arinstofu Listasafns
ASÍ sýnum við tvær gullfallegar höggmyndir eftir Ás-
mund af henni. Við sýnum líka ljósmyndir úr þeirra lífi
og ferðalögum saman. Líf hennar var mjög sérstakt,
miðað við líf íslenskra kvenna á þessum tíma.“
Ásmundur vann mjög stutt í húsinu við Freyjugötu
eftir að þau luku byggingu þess.
„Þau skiptu húsinu þannig að Ásmundur fékk norð-
urhlutann en hún suðurhlutann. Hún hélt áfram að búa
í húsinu og vinna í Gryfjunni en hann var með sýning-
arsal þar. Það er í raun bara hún sem hefur búið hér frá
því húsið var byggt og þar til hún dó árið 1968.
Það er svo gaman að setja þessa sýningu upp núna, til
að rifja upp listsköpun Gunnfríðar. Ég vona að hún
gleymist ekki aftur. Það er svo mikilvægt að hún fái
sinn stað í íslenskri listasögu,“ segir Steinunn.
Myndverk Gunnfríðar Jónsdóttur eru aftur komin upp í Gryfjunni í Listasafni ASÍ þar sem þau voru sköpuð á sínum tíma.
Morgunblaðið/RAX
Listsköpun Gunnfríðar
Nafn Gunnfríðar Jónsdóttur
heyrist ekki oft um þessar
mundir en hún var þó fyrsta
konan sem starfaði sem mynd-
höggvari hér á landi.
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari í Grikklandi árið 1928.
Þar ferðaðist hún um með Ásmundi Sveinssyni.