SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 56

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 56
Lesbók Bækur 56 25. október 2009 E ins og þeim sem láta sig bók- menntir varða er kunnugt mun Herta Müller hljóta bók- menntaverðlaun Nóbels í ár. Færri vita þó að hún var tilnefnd til þýsku bókmenntaverðlaunanna í ár fyrir skáldsöguna Atemschaukel. Mörgum að óvörum varð hún ekki hlutskörpust. Starfssystur hennar, Kat- hrin Schmidt, sem líkt og Herta var tiltölulega óþekktur höfundur, hlotn- aðist sá heiður 14. október síðastliðinn og 25 þúsund evrur fyrir skáldsöguna Du stirbst nicht. Tekst á við lífið upp á nýtt Kathrin Schmidt fæddist 1958 í Gotha, Tühringen (í Austur-Þýskalandi), en býr nú í Berlín, líkt og svo margir koll- egar hennar. Á bókmenntavettvang- inum vakti hún fyrst athygli fyrir munúðarfull, aflmikil og orðaleikjafull ljóð. Síðar byrjaði hún að skrifa skáld- sögur markaðar töfraraunsæi og bar- okklegri orðagnægð. Sigurbókinni hefir, líkt og gefur að skilja, verið hampað af gagnrýnendum. Þar er sagt frá Helene í þriðju persónu. Helene er rúmlega fertugur rithöf- undur, sem einn góðan veðurdaginn vaknar upp eftir heilablóðfall og þarf að takast á við lífið upp á nýtt og þá ekki síst við tungumálið. Hér er því um sjúkra-, afturbata- og einskonar þroskasögu að ræða. Söguhetjan þarf í orðsins fyllstu merkingu að byggja líf sitt upp á ný; safna minningabrotum og setja þau saman með óhjákvæmileg- um uppgjörum, er til að mynda fela í sér reikningsskil við eiginmann sinn og hliðarspor í formi Önnu Kristjáns- dóttur-ígildis; konu með kynáttunar- vanda. Brotið orðfæri er því dagskipunin og leggur sagan þar af leiðandi sköpunar- legar byrðar á herðar lesandans og krefst þess að hann lifi sig inn í og tak- ist á við (e.t.v. líkt og Helene) frásögn- ina. Frásögn sem Kathrin byggir á eigin reynslu. En fyrir nokkrum árum varð hún fyrir áþekkri upplifun og þurfti að takast á við svipaðar kringumstæður og hin uppdiktaða persóna; byggja sig upp á nýtt, innilokuð í líkama framandi manneskju sem hvorki hefir almenni- lega stjórn á líkama né tungu. Ekkert tilfinningaklám Bókarýnendur hafa margir hverjir hrósað bókinni fyrir að falla ekki fyrir vasaklútablæti og tilfinningaklámi með tilheyrandi orðagjálfri. Í slíka gryfju væri auðvelt að falla. Sagan er enda blessunarlega laus við allt slíkt, án þess þó að spyrða megi hana við þýskt stál og hraðbrautalagningu. Bókin telst vera hnitmiðuð og uppfull af frumlegri orðnotkun og orðasamsetningum ásamt því að miðla hrífandi, átakamik- illi og áhrifaríkri frásögn af nýju upp- hafi; núllpunkti í tilverunni. Ríma slík- ar vangaveltur óneitanlega við sögu þýsku þjóðarinnar. En það er önnur ella … Núllpunktur, umsnúningur tilverunnar Kathrin Schmidt hlaut á dögunum Þýsku bókmenntaverðlaunin Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com É g fór á bókamarkað fyrir nokkrum árum og keypti gamla bók, Ríki Skagfirðingaeftir Magnús Jónsson. Hún fór beint upp í skagfirsku hilluna og beið þar. Svo ísumar heltók Sturlungaöldin mig en reyndar byrjaði áhuginn að grassera með Óvinafagnaði Einars Kára. En þarna stóð ég við bókahilluna og tók Skagfirðingana niður af rælni og komst að því að það var ekki búið að skera upp úr bókinni. Nú, ég fór að reyna að kíkja uppundir blaðsíðurnar og sá að þarna var eitthvað spennandi á ferð og ég náði mér í hníf og skar upp Skagfirðingana og viti menn; þarna var verið að fjalla um Sturlungaöld og þá aðallega atburði sem tengjast Skagafirði. Og það er ekki að orðlengja það, ég sökk ofan í þessa gömlu bók og uppgötvaði fljótt að ég var staddur þar í sögunni að veldi Ásbirninga var fallið. En það var svo sem nóg eftir af stóratburðum eins og Flugumýrarbrenna. Þegar ég hafði lesið Skagfirðinga upp til agna varð ég að byrja á byrj- uninni og þá kemur til leiks bókin Ásbirningar, sem Magnús skrifaði líka og kom út 1938. Það má því segja að ég hafi lesið mig í gegnum Sturlungaöldina eins og fótboltaleik í sjón- varpinu; horft fyrst á seinni hálfleikinn og svo á þann fyrri í endursýningu! Bókin Ás- birningar hefst með sálmaskáldinu Kolbeini Tumasyni. Svo er farið yfir helstu atburði; Örlygsstaðabardaga og Haugsnesfund, bardagann þar sem um 100 manns féllu „fyrir sunnan Djúpadal á skriðunni“ fimmtudaginn 19. apríl 1246. Þessar bækur Magnúsar eru einstaklega aðgengilegar. Hann rekur söguna, vitnar beint í Sturlungu öðru hvoru, dreg- ur sínar ályktanir og umfram allt kemur huganum á flug og maður gleymir sér … Ég er kominn norður í Blönduhlíð og sit í morgunskímunni á hlaðinu á Miklabæ. Gissur og Kolbeinn ungi koma æðandi yfir Vötnin og ég hugsa: Hvernig var þetta? Lesarinn Eyþór Árnason skáld og sviðsstjóri „Náði mér í hníf og skar upp Skagfirðingana“ Saga Einars Kárasonar kveikti áhugann. E f maður hefur ekki gaman af því sem maður er að gera á maður að finna sér eitthvað annað við að iðja. Og ef mað- ur les bók sem manni finnst þraut að komast í gegnum á maður að leggja hana frá sér – nema auðvitað maður sé í launaðri vinnu við að lesa hana. Þá ber manni skylda til að klára en fagnar líka ógurlega þegar þeirri baráttu er lokið. Um daginn las ég bók eftir nýja nób- elsverðlaunahafann í bókmenntum Hertu Müller. Ennislokkur einvaldsins heitir hún og er eina bók nóbelsskálds- ins sem hefur komið út í íslenskri þýð- ingu. Allt var þetta nú vel og snyrtilega gert hjá Hertu. Hún dró upp hverja myndrænu lýsinguna á fætur annarri af manneskjum og umhverfi þeirra – og lýríkin var þarna líka. Þetta var bara allt svo einstaklega kuldalega saman- sett og vélrænt að á mig sótti drungi sem ágerðist eftir því sem á verkið leið. Það var ekkert gaman að lesa bókina. Og þótt ég segi að ég hafi lesið bókina um daginn þá er það engan veginn nákvæmt orðalag því ég var þrjú kvöld að brjótast í gegn- um hana. Í dag gæti ég ekki endursagt efnis- þráð bókarinnar þótt ég ætti líf mitt að leysa. En ég tel reyndar að ég sé ekki ein á báti þar. Ennis- lokkur einvaldsins er nefnilega ein af þeim bókum þar sem maður er sífellt að glata þræðinum og verður fyrir vik- ið ráðvilltur. Ég þekki fólk sem finnst það nánast bera vott um greindarskort að halda því fram að maður eigi að hafa gaman af bókinni sem maður er að lesa þá stundina. Þetta fólk sér mikla dýpt í því sem við hin köllum leiðindi. Og það leggst í endalausar spekúlasjónir um hina djúpu merkingu leiðindanna. Já, það notar beinlínis það orðalag að bókin sem það hafi verið að lesa hafi vissulega verið leiðinleg en sé um leið afar djúp og merkileg. Ósjálfrátt kipp- ist maður við og hugsar með sér hvort það geti verið að maður sé manneskja sem hafi enga sálardýpt þar sem manni sé ómögulegt að skynja þá þroskuðu dýpt sem felst í leiðindunum. Því fylgir innilega ljúf tilfinning að lesa bók sem manni finnst góð. Maður hefur unun af lestrinum jafnvel þótt höfundurinn sé að lýsa harmi og sorg- um. Það er einfaldlega svo gaman og þroskandi að lesa bækur sem rata til manns og því fylgja engin leiðindi. Og það er svo mikið til af bókum að það er alveg óþarfi að ljúga því að sjálfum sér að þegar manni leiðist lestur sé maður að lesa djúpa speki frá höfundi sem sé svo miklu gáfaðri en maður sjálfur. Dýptin í leiðind- unum Þetta fólk sér mikla dýpt í því sem við hin köllum leiðindi. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.