SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 46
46 25. október 2009
Tónlist
E
ngin samtíma rokksveit leggur jafn
ríka áherslu á ímyndarvinnu og
þýska (nei, austur-þýska) sveitin
Rammstein. Engin rokksveit leggur
þá jafn mikið upp úr hugmyndafræði en beitt
samfélagsrýni og glúrnar pælingar um hina
og þessa þætti nútímasamfélagsins eru sem
leiðarstef í ferli sveitarinnar sem spannar nú
fimmtán ár. Í textum og myndmáli er vísvit-
andi farið að ystu nöf hins leyfilega og með
því er flett ofan af hinum og þessum mein-
um, ljósi varpað á bannhelgi sem þrífst í
vestrænum samfélögum. Og þegar best lætur,
þá rokkar engin sveit jafn glæsilega og
Rammstein; níðþungir en um leið melódískir
sprettir, og undir gára ómar frá „industrial“
tónlist og yfir liggur blæja Bertholts Brecht.
Nei, þessir miklu Íslandsvinir eru ekkert
venjulegir.
Rammstein lögðu línurnar að sínum ein-
staka hljóm með stórkostlegri plötuþrennu,
Herzeleid (1995), Sehnsucht (1997) og Mutter
(2001). Hver annarri betri, þó ég sé ekki frá
því að Sehnsucht sé mitt uppáhald. Það hrikti
svo í mótornum á fjórðu hljóðversplötunni,
Reise, Reise (2004) og ekki tók betra við á
Rosenrot (2005) sem var nokkurs konar af-
gangsplata út frá Reise, Reise (og bar um
tíma titillinn Reise, Reise Volume Two).
Rammstein lagðist í kör eftir þetta en ný-
verið kom út sjötta hljóðversskífa sveit-
arinnar, Liebe ist für alle da. Sem vonlegt er
klikka hinir rúðustrikuðu Þjóðverjar ekki á
heildarmyndinni, umslagsvinna öll er afar
tilkomumikil og fyrsta lagið, og einkanlega
myndbandið, vakti mikla athygli (sjá fylgju).
Aðspurður um plötuna nýju sagði trymbill-
inn, Christoph „Doom“ Schneider að temað
væri um öfgakenndar ástir en hljóðrænt séð
eru menn að höggva í sama knérunn – svona
að mestu getum við sagt. Platan er ellefu laga
eins og allar hinar plöturnar, upptökustjórn-
andi er Jacob Hellner að vanda og sveitin er
skipuð sama sextettinum. Rammstein hefur
hins vegar gert sér far um að víkka nokkuð út
hljóðmyndina, í bland við þrumurokkara eru
dulúðugar ballöður og evrópoppssprettir og í
stað þess að vera á fullu spani út í gegn gefa
Rammsteinliðar sér tíma til að staldra við og
reyna sig við áður órannsakaða hluti. Ég finn
að ég var farinn að sakna þessa útúrspekú-
leruðu æringja, sem hrista bæði upp í hausn-
um (vitrænt séð) og hrista hann líka til
(rokklega séð). Allir saman nú: RAMM-
STEIN!!!
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Myndina vann Eugenio Recuenco. Odd Nerdrum, David Lynch og Caravaggio í góðu flippi saman?
Dansað
á línunni
Fyrsta lagið sem var gefið út sem
smáskífa, „Pussy“, er gagnrýni á
kynlífsferðaþjónustu og var mynd-
bandið frumsýnt á klámvef. Hinn
mikilhæfi Jonas Åkerlund leik-
stýrði og myndbandið er mestan-
partinn ljósblátt, líkt og annað
hvert rappmyndband, en á síðustu
tuttugu sekúndunum breytist það í
dökkblátt. Ekki verður vísað á slóð
þess í borgaralegu blaði sem
þessu en óðar var blátt bann lagt
við því eins og nærri má geta. Enn
eina ferðina gekk Rammstein að-
eins of langt – í nafni listarinnar og
upplýsingarinnar. Eða hvað?
Það sem
ekki má
Ái! Bassaleikarinn Oliver Riedel
sem Herra Sársauki.
Michael Jackson er allur en tónlistin lifir
sem sannast á nýjum tvöföldum disk, This
Is It ..., sem kemur út eftir helgi, en á honum
eru lög úr samnefndri kvikmynd sem frum-
sýnd verður um allan heim í vikunni.
Lögin á fyrri disknum eru gamlar lummur,
og ekki verri fyrir það, en einnig er þar að
finna eitt „nýtt“ lag, This Is It, í tvennskonar
búningi. Lagið, sem er mikið spilað í útvarpi
nú um stundir, er upptaka sem Michael
Jackson gerði fyrir nokkrum árum og hefur
ekki komið út áður. Á seinni disknum eru áð-
ur óheyrðar prufupptökur af þremur lögum
og síðan fer Jackson með ljóð í lokin.
Jackson malar gull eftir andlátið.
Gamalt og nýtt með
Michael Jackson
Fyrsta plata Smiths,
sem kom út í febrúar
1984, er náttúrlega
tímamótaverk í enskri
rokksögu og með
bestu byrjendaverkum
sögunnar, en flestir
þeir sem fylgdust með
rokkinu á níunda áratugnum
muna byltinguna þegar The
Smiths sendu frá sér fyrstu lögin
vorið 1983, en um sumarið og
haustið tók sveitin líka upp tals-
vert af lögum fyrir breska rík-
isútvarpið sem síðan var safnað
á plötuna Hatful of Hollow sem
kom út í nóvember 1984.
Hatful of Hollow er ekki eins
sterk plata og fyrsta
skífan, en ekki verður
framhjá því litið að á
henni er snilldarlagið
This Charming Man,
eitt af helstu meist-
araverkum hljóm-
sveitarinnar – tónlist-
in syngjandi gítarlínur og
textinn hylling ástarfunda sam-
kynhneigðra.
This Charming Man var gefið
út á smáskífu í október 1983 og
svo mikill var æsingurinn að
ráðsettir rokkfræðingar
hringdu í mig sérstaklega þegar
spurðist að sveitin myndi birt-
ast í sjónvarpinu að syngja lagið.
Því hefur svo verið haldið fram
að það að sjá Morrissey líða um
sviðið með gladíóluvönd í rass-
vasanum hafi verið vendi-
punktur fyrir unga skápa-
homma á sínum tíma, en
klingjandi gítarspil Johnnys
Marrs hafði ekki minni áhrif á
hundruð rokkara – Noel Gallag-
her Oasis-foringi sagði fyrstu
hljómana hafa verið uppljómun.
Lögin á Hatful of Hollow voru
síðar flest tekin upp í hljóðveri
að nýju og gefin út á breið-
skífum sveitarinnar, en fersk-
leikinn sem einkennir þau verð-
ur ekki jafnaður.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Með gladíóluvönd í rassvasanum
Poppklassík
Eitt helsta stuðlag rokksögunnar er Relax
með Frankie Goes to Hollywood, sem lagði
upp laupana fyrir mörgum árum. Höfuðpaur
sveitarinnar, Holly Johnson, er víst að velta
því fyrir sér að snúa aftur í gang í tilefni af því
að platan verður endurútgefin á aldarfjórð-
ungsafmælinu nú í október, en ljóst að það
verður ekki með gamla mannskapnum enda
er fullur fjandskapur þar á milli.
Fyrir stuttu birtist ný útgáfa Relax á You-
Tube og víðar og um líkt leyti var tilkynnt að
það hefði hlotið Q-verðlaunin fyrir sígilt stuð,
en þetta mun vera í fyrsta sinn sem viðkom-
andi verðlaun eru veitt á vegum breska tón-
listartímaritsins Q.
Söngvarinn Holly Johnson fyrir miðju með
sveitinni Frankie Goes to Hollywood.
Heldur Frankie aftur
til Hollywood?