SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 38
Matur 38 25. október 2009 Þ egar Hamborgarabúllan á Íslandi var sett á laggirnar, þá var fyrirmyndin sótt til búllunnar á Parker Meridien-hótelinu. „Já, við gerðum það vissulega,“ segir Tómas Tómasson veitingamaður, sem jafnan er kallaður Tommi. „Þeir hafa nú vinninginn yfir okkur. Ameríska kjötið er bragðbetra, þannig að þeir ná aðeins öðruvísi keim. En jú, við förum þangað iðulega og fáum yfir okkur andann.“ Hann segir raunar að allt sem hann hafi brallað í gegnum tíðina eigi sér meira og minna erlendar fyrirmyndir, sem hann hafi staðfært á Íslandi. „Ef þú ferð á staðinn Lucky Strike í Greenwich Village, þá finnurðu Kaffibrennsluna,“ segir hann. „Ef ferð á 58. götu og Madison Avenue, þá finn- urðu stað sem heitir Au Bar og það er fyrirmyndin að Ömmu Lú. Og ef þú ferð til London á hótel sem nefnist Blakes, þá sóttum við þangað andann fyrir Hótel Borg þegar rákum hana. Maður leyfir sér að fara utan og sækja hugmyndir.“ – En Tomma borgarar? „Það má segja að Burger King hafi verið fyrir- myndin þar. Ég var svo óforskammaður, að ég fann Burger King-bæklinga, klippti bara mynd- irnar út og setti í okkar matseðla. Ég get sagt það núna 30 árum síðar. Raunar hitti ég stofnanda Burger King í bandaríska sendiráðinu og gaf í skyn að ég hefði farið yfir strikið með þessum hætti, en honum fannst það ekkert sniðugt. Þetta er nú staðreynd engu að síður.“ – En það er eitt að sækja fyrirmyndir, annað að ná upp stemmningu hjá starfsfólkinu, sem ein- kennir t.d. Hamborgarabúlluna á Geirsgötu, ekk- ert síður en búlluna ytra. „Kristín tengdadóttir mín er hönnuður og hún hjálpaði mér að búa til líflegt umhverfi. Svo er það nú þannig, að eftir höfðinu dansa limirnir. Náungi sem heitir Örn er potturinn og pannan á Geirsgötu og hefur lag á að finna gutta sem eru í góðu skapi og hafa gaman af þessu. Þetta byggist á því að fíla það sem maður fæst við. Ef menn elska ekki ham- borgara, þá eiga þeir ekki að steikja hamborgara.“ Tommi segir grundvallaratriði á hamborgara- búllunum að þar sé mikið af notuðum innrétt- ingum. „Við sitjum núna í bás sem var á Hard Rock í tuttugu ár,“ segir hann, en viðtalið fer fram á Hamborgarabúllunni á Bíldshöfða. „Stólarnir hafa verið víða, suma hef ég ekki hugmynd um hvar ég fékk, ljósin fengum við í Góða hirðinum og eitt- hvað af húsgögnum líka. Jafnvel eldhústækin eru notuð, þó að við veljum tæki í hæsta gæðaflokki.“ – Það var einmitt gagnrýnt þegar gömlu borð- unum var skipt út fyrir ný á hamborgarabúllunni í New York. „Þá er verið að svíkja konseptið. Svo hengjum við upp plaköt sem passa, án þess að þau fylgi neinum línum. Barnahornið hér á Bíldshöfða er hinsvegar byggt á hugmyndafræði sem skapaðist á Geirsgötu. Melkorka dóttir mín, sem er níu ára, teiknar fallegar myndir og við hengdum nokkrar þeirra upp þar. Þá áttuðum við okkur á að myndir eftir börn eru skemmtilegar; þær skapa stemmn- ingu.“ – En hvað um matinn? „Draumurinn var sá upphaflega að bjóða aðeins upp á hamborgara, eins og tíðkast á Meridien. Staðurinn þar opnaði árið 2003 og ég fór þangað ári síðar, en þá seldu þeir 400 hamborgara á dag. Nú selja þeir þúsund! Ég vildi hafa þetta eins og á Bæjarins bestu, þar fæst pylsa og ekkert annað. En Ísland er lítið og því bættum við vel völdum rétt- um á matseðilinn eins og kjúklingaborgara og grísasamlokunni af Hard Rock. Þar pöntuðu 40% gesta sér hamborgara, en 15% grísasamloku og þeir pöntuðu aldrei annað. Við ákváðum því að hafa aðeins meiri fjölbreytni. En allt er þetta sama hugmyndafræðin – hinir réttirnir eru aðeins ann- að form á hamborgara.“ – Svo ertu með steik? „Steikin er sérviska í mér og selst ekki mikið. En það vita nokkrir af henni og panta hana alltaf.“ Hamborgarabúllan sótt til New York Eftirlætisréttur Tomma Flatakaka með roast beef og rækjusalati. „Ég borðaði það alla mína tíð í Versló, keypti það í frímínútum í Síld og fisk, og fór svo í Kiddabúð og keypti mér prins póló og kók. Hamborgarabúlla er vandlega falin í anddyrinu á hinu glæsilega Parker Meridien Hotel á Manhattan í New York. Og þykir mörgum það besta búllan í bænum. Eitt af sérkennum staðarins er að engin leið er að finna hamborgarastaðinn, nema menn viti að hann er að finna í anddyrinu. Þar bendir ekkert til annars en að þetta sé bara virðulegt hót- elanddyri, uns gengið er bakvið þykk og síð tjöld, inn langan gang og inn um dyr til hægri, sem gætu eins legið inn á einhvern kontórinn. Þótt röðin nái reyndar oftast fram á gang, þá hanga engin skilti uppi eða merkingar sem benda til annars, en að fólkið sé að bíða eftir fyrirgreiðslu af allt öðru og mun bjúrókratískara tagi en hamborgara og frönskum. Þegar inn á staðinn er komið minnir það óþyrmilega á hamborgarabúlluna heima á Fróni. Það er líf og fjör, afgreiðslufólkið hresst í viðmóti og lagt upp úr því að mynda Staupasteinsandrúmsloft með fastagestunum. Eftir vinalegt spjall, sem þó má ekki taka langan tíma, þá panta flestir „The works“ og fá hamborgara, franskar og kók. Biðin getur orðið löng í röðinni, en á móti kemur að þjónustan er svo hröð, að maður getur varla snúið sér við, áður en kallað er á mann að sækja bakkann. Ef komið er eftir 14:30 á daginn, þá er einnig hægt að panta mjólkurhristing, líklega vegna þess að þá ku vera minna að gera. En það er raunar allur gangur á því, því staðurinn spyrst hratt út. Hamborgararnir eru ljúffengir og þykkari en á helstu hamborgarakeðjunum vestra. Eins eru þeir grillaðir og hráefnið gott. En staðurinn er líka dýrari, ostborgari og franskar kosta um 10 dollara. The Burger Joint, Parker Meridien-hótelinu á Manhattan. Gengið inn frá 56. stræti á milli 6. og 7. breiðgötu. Einnig er hægt að ganga inn á hótelið frá 57. stræti. Staðurinn er á bakvið stórt brúnt tjald í anddyrinu. Sími: 212-708-7414. Hamborgarabúllan í New York Þegar Tommi hugsar sér til hreyfings á veitingahúsamark- aðnum, þá leitar hann jafnan út fyrir landsteinana að snið- ugum hugmyndum. Hér er rætt við hann um búllurnar, hamborgara, konseptið, barnateikningarnar og skeggið! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ný búlla Hamborgarabúllu opnar í gömlu sjoppunni við Ofanleiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.