SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 58

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 58
Lesbók 58 25. október 2009 Þar sem þetta er frumsýningarhelgi hjá mér í Íslensku óperunni ætla ég að taka því held- ur rólega. Reyndar er þetta fyrsta helgin í margar vikur sem ég flýg ekki til Þýskalands til að syngja. Um þessa helgi ætla ég því að hvílast vel. Það er spáð fallegu veðri og ef sú spá rætist á ég örugglega eftir að skella mér í göngutúr. Síðan langar mig að fara á óp- erubíó og sjá félaga minn Johan Botha brill- era á sviði Metrópólitanóperunnar. Þessar beinu óperuútsendingar í Sambíóunum eru hreinasta snilld. Á sunnudaginn safna ég kröftum fyrir frumsýninguna. Þegar líða fer á daginn byrja ég að renna yfir hlutverkið mitt í huganum. Áður en sýningin hefst fer ég að hrækja á bakið á samsöngv- urum mínum, en það kemur í stað þess að óska velgengni, sem er stranglega bannað. Klukkan átta hefst síðan sýningin og um hálftíma síðar mæti ég á sviðið og hefst handa við að selja ástardrykkinn. Hvílist og syngur Helgin mín Bjarni Thor Kristinsson horfir á óperu og syngur í óperu rænni samfélagsádeilu. Umgjörðin og sum verkanna, t.d. snúrur og ljós Ívars Valgarðssonar, fokheldar bænir Hildigunnar Birgisdóttur og naumhyggjuverk Ingólfs Arnar Arnarsonar minna á list Arte Povera. Val á sýningarstað gefur til kynna viðleitni til að bregðast við ákveðnu ástandi í samfélaginu, vekja at- hygli á því og láta um leið ekki deigan síga. Það má þó ekki gleyma því að þó að einhver afföll hafi orðið hjá galleríum í Reykjavík eru nær allir sýningarsalir myndlistarmanna enn starfandi og sömuleiðis list- sjóðir. Listamenn þurfa því að sjálfsögðu ekki að leita í auðar nýbyggingar til að koma list sinni á framfæri, en það getur verið þeim innblástur til nýrra verka. Framtakið er lofsvert og húsnæðið óvenjulegt og hlaðið merkingu. Það er síðan listamannanna að taka þessa þætti skrefinu lengra. Áherslan á að vinna með H ugmyndin að sýningunni Fokhelt kviknaði íumróti síðasta vetur. Hugmyndasmiður og sýn-ingarstjóri er Þóroddur Bjarnason, í allt sýna níu myndlistarmenn og einn rithöfundur verk sín. Listamennirnir nálgast rýmið á margvíslegan máta. Helga G. Óskarsdóttir rýnir í smáatriði steinsteyptra veggja, sama gerir Sara Björnsdóttir. Finnur Arnar Arnarson dregur upp nöturlega mynd af neysluhyggju. Kristinn G. Harðarson málar myndasögur á veggi, innihaldsrík verk og kveikjur að hugleiðingum. Þór- oddur Bjarnason minnir á litla manninn, meðaljóninn. Erla S. Haraldsdóttir sýnir mynd af betlandi konu, blanda hennar af teikningu og ljósmynd er sérstök og áleitin. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur vinnur í anda hugmyndalistar þegar hann notar staðlað form fasteignaauglýsinga til að setja fram texta með ljóð- fagurfræðilega eiginleika rýmisins er áberandi en sum verkin leitast þó einnig við að kryfja hina ósýnilegu merkingu þess í tengslum við ástandið í samfélaginu. Fagurfræði nýbygginga er ekki óþekkt í verkum ís- lenskra listamanna, eins og ljósmyndir Hrafnkels Sig- urðssonar og Óskar Vilhjálmsdóttur eru dæmi um en hér er nýbyggingin í öðru hlutverki. Fokhelt er áferðarfalleg sýning þar sem rými og listaverk njóta sín til hins ýtrasta. Áherslan á fag- urfræði rýmisins dregur heldur úr mögulegum slag- krafti sýningarinnar sem beinu innleggi í samfélags- umræðuna en niðurstaðan er engu að síður eftirminnileg myndlistarupplifun, í tengslum við sér- kennilegar aðstæður í samtímanum. Fagurfræði- legir eigin- leikar ný- bygginga Myndlist Ragna Sigurðardóttir Verk Ívars Valgarðssonar, Aðdragandi, 2009, á sýningunni í Garðabæ. Breiðakur 17-19, Akrahverfi, Garðabæ Fokhelt, samsýning tíu listamanna bbbmn Til 8. nóv. Opið 12-16 lau. og sun. Aðgangur ókeypis. Forngrísk véfrétt Apollons í Delfí svindlaði þegar spyrill hlaut að eigna guðdómlegu minni að fá nákvæmlega sama svar við sömu spurningu og 10-15 árum fyrr. Hvernig? Jú – hofprestar ráku spjaldskrá! Eins er um gagnrýnendur ef virðast skrattanum minnugri. Því þeir er um slíkt nenna að hirða geta einfaldlega flett upp í eldri dómum. Þannig má t.d. sjá að ofangreindir strengjaleik- arar komu fyrst opinberlega fram sem kvartett í febrúar 2002. Þó að sá hafi enn ekki tekið sér nafn, nægir það engu að síður til að ómerkja nýlega slembifullyrðingu undirritaðs um að hér á landi endist strengjakvartettar vart nema 4-5 ár í senn. Þó s.s. sine nomine. Fæst heiti bera minnsta ábyrgð. En auðvitað gerir það ekki sama gagn þótt sami hópur komi fram örfáum sinnum á ári og þegar erlendir kollegar sitja stíft við kolann oft á viku árið um kring. Það er vandi kammerleiks á hérlendum dvergmarkaði í hnotskurn. Og skýrir jafnframt hvað annars flinkir spilarar okkar ná stundum misjöfnum árangri. Síðasta viðmiðun er frá 15.2. s.l. þegar þeir fjórmenningar fluttu kvartetta eftir Beethoven (Op. 95), Mendelssohn (Op. 44,2) og kvintett eftir Mozart ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur (K614) með þvílíkum tilþrifum að fyrirsögnin Meira af slíku! var frekar vanris heldur en hitt. Á fjölsóttum tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöld varð hins vegar annað og daufara uppi á teningi, svo engu líkara var en að hvetjandi fyrri yfirskrift hefði umturnazt í afhrínsorð. Að vísu féll Haydn-kvartettinn frá 1798, eitt síðasta verk meistarans í greininni sem þrátt fyrir góða spretti ber fyrstu merki um eðlilega dvínandi andagift, hópnum víða vel úr hendi; bezt í makalaust víðfeðmri túlkun á Adagíó-hápunktinum (II) á oft seiðandi pp slétttóni er fór spilamennskunni með eindæm- um vel. En „Haydn-kvartett“ Mozarts í d-moll K421 frá 1782 var á hinn bóginn undarlega linur. Þar vantaði reginmun gald- urs og spennu; e.t.v. sumpart sakir rómantísks ofurvíbratós sem dró um of úr svífandi heiðríkju. Þarf aðeins að minna á hundgamla en innblásna „upphafs“-túlkun Esterházy- kvartetts Jaaps Schröder til að skýra það mál til fullnustu. 5. Strengjakvartett Beethovens úr Op. 18 sextinni frá 1798-99 bætti þó verulega úr skák. Sérstaklega í síðustu tveim þáttum, Andante cantabile tilbrigðunum og Allegro-fínalnum þar sem Beethoven veit fram á hugvit Razumowsky-kvartettana frá 1807. Hér komst hópurinn loks á almennilegt flug – og ekki seinna vænna. Fyrir horn á 11. stundu TÓNLIST Bústaðakirkja Kammertónleikar bbbnn Strengjakvartettar eftir Haydn í G Op.77.1, Mozart í d K421 og Beethoven í A Op. 18,5. Sigrún Eðvaldsdóttir & Zbigniew Dubik fiðla, Helga Þórarins- dóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Sunnudaginn 18. okt. kl. 20. Ríkarður Ö. Pálsson Kvartettinn flutti verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.