SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 30
30 25. október 2009 Þ egar við nálguðumst Hraun á Skaga fórum við að skima eftir ísbirninum en sáum ekkert, það var eins og að leita að nál í hey- stakki. Ég vildi ekki koma heim með öngulinn í rassinum, það var ekki til um- ræðu. Okkur var ekki alveg rótt, eftir langt flug frá Reykjavík gátum við aðeins verið á flugi í hálfa aðra klukkustund til viðbótar og áttum eftir að fljúga suður aftur. Fyrir vikið höfðum við aðeins um tíu mínútur til að ná myndinni. Það var ógerlegt að lenda annars staðar og taka bensín út af sterkum vindi, nema þá á túnum á leiðinni ef bensín væri á þrotum. Ljóst var að ókyrrðin yrði okkur erfið. Skyndilega sáum við bangsa þar sem hann lá í laut nálægt æðarfuglshreiðrum, og hvíldi sig úrvinda af þreytu eftir langt sund frá ísröndinni á milli Íslands og Grænlands. Hvergi sást í ísjaka á floti við ströndina. Það var fumlaust flug hjá Freysteini Jónssyni flugstjóra, við skyldum fljúga tvö flug yfir björninn, fyrst í 500 metra og svo í 350 metra hæð en til sam- anburðar má geta að Hallgrímskirkja er um 70 metrar á hæð. Við fylgdumst með hverri hreyfingu og ég smellti af mynd- um, það var erfitt því vélin hristist svo mikið í ókyrrðinni að ég hitti ekki nema í annarri hverri mynd. Eftir þessar tvær atrennur sáum við að þetta var of hátt, hann sást varla á myndunum þannig að við ákváðum að taka eitt flug yfir í 180 metra hæð og draga vel úr afli vélarinnar þannig að sem minnstur hávaði mynd- aðist, rokið myndi líka minnka hávaðann frá mótornum og því ólíklegt að í okkur heyrðist. Það tókst og við beygðum af um leið og við flugum yfir ísbjörninn, hann rétt hreyfði hausinn og kíkti upp. Það var ólíklegt að hann færi á stjá eftir svona langt sund. Ég var nokkuð viss um að flugið væri í lagi í þessari hæð, við tókum ekki þá áhættu að fara neðar. Ég skildi áhyggjur þeirra sem biðu niðri af því að við mynd- um fæla dýrið af stað því þá þyrfti að skjóta það um leið. Það vildum við ekki hafa á samviskunni. Ég var líka viss um að hann færi ekki af stað, ég hafði gert þetta áður á Grænlandi og farið í nokkra leiðangra með ísbjarnarveiðimönnum út á hafísinn og lært inn á hegðunarmynstur dýranna. Ísbjörn er annars óútreiknanleg skepna, sennilega með vitrustu og tign- arlegustu dýrum jarðarinnar, og þarf að hafa allan vara á sér nálægt þeim. Skjótt skipast veður í lofti. Þessi dagur virtist ætla að verða einn af þessum venjulegu dögum þar sem við ljósmynd- ararnir þjótum um bæinn í myndatökur af fólki og á blaðamannafundi, mis- merkilega eins og gengur. Ég var í einni af mörgum myndatökum þennan daginn, að vinna fyrir tvö blöð, Morgunblaðið og 24 stundir. Það voru börn að æfa golf við Korpúlfsstaði þegar síminn hringdi í miðju pútti: „Getur þú farið í flug, það er kominn annar ísbjörn að landi við Hraun á Skaga?“ Það er oft léttleikinn hjá okkur ljósmyndurunum og glensið ekki langt undan þannig að ég trúði því mátulega að þetta væri að ger- ast. Það var ekki langt síðan ísbjörn hafði komið að landi í Skagafirði og ég hafði lagt af stað flugleiðis til að mynda hann en orðið að snúa við vegna þoku á leið- inni. Það var einungis 15 mínútna flug eftir að birninum þegar lögreglan sagði mér í farsímann um borð í flugvélinni að búið væri að fella dýrið. Þegar Emilía verkstjóri var búin að sannfæra mig um að þetta væri satt var öllu slaufað og rokið út á flugvöll til að gera klárt fyrir flug. Veðrið var afleitt eða um 20 metra vindur á sekúndu og átti eftir að hvessa, en það var bjart. Ég bý vel að því að vera í frábærum félagsskap í flugklúbbnum Þyt, sem er byggður upp af starfandi flugstjórum sem fljúga víða um heiminn hjá hinum ýmsu flug- félögum. Allar flugvélar klúbbsins eru stélhjóls- vélar sem flugmenn vilja kalla alvöru- flugvélar. Þær eru allar um 50 ára gamlar en vel viðhaldið. Ég hafði hringt í Þorvald Örn Kristmundsson ljósmyndara til að koma með mér og ná vélinni út úr skýl- inu og fljúga með mér að Hrauni á Skaga. Þegar út á flugvöll var komið voru þar fyrir félagar mínir í flugklúbbnum, þeir Dagfinnur Stefánsson og Freysteinn Jónsson, báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Dagfinnur hefur lokið sínum farsæla at- vinnuflugmannsferli þar sem hann hafði marga hildina háð við veðuröflin í sínum versta ham, og alltaf skilað öllum heilum heim. Það er ekki að spyrja að því hjá þeim tveimur að fara í ævintýri eins og það að taka myndir af ísbirni. „Við kom- um með,“ sögðu þeir. Við ákváðum að fara allir fjórir, við Freysteinn skyldum skiptast á að fljúga og Dagfinnur og Þor- valdur voru aftur í. Við drógum út vélina, sem er fjögurra sæta Cessna 180 með einkennisstafina TF – HIS. Þessi flugvél er yfir 50 ára gömul og heitir Björn Pálsson í höfuðið á þeim merka manni, sem flaug vélinni í öllum veðrum um Ísland og Grænland, til að bjarga fólki í neyð og koma því undir læknishendur. Það er alltaf góður andi um borð í þessari vél og er eins og Björn sé um borð og fylgist með og haldi sínum verndarvæng yfir þeim sem henni flýgur. Einnig var gott að vita af reynslubolt- anum Dagfinni og hans góðu ráðum. Það var farið í loftið og klifrað í 7.500 fet til að losna við ókyrrð og vindstrengi af fjöllunum. Við sáum vindskafin skýin í fjarska. Þetta gæti orðið erfið flugferð á lítilli flugvél. Vindurinn var sterkur og fór í 30 metra á sekúndu á leiðinni. Við þræddum leiðina eftir skýjafari, það var nokkurn veginn hægt að sjá hvar rótor- anir voru og við pössuðum okkur vel á þeim, ókyrrðin hefði orðið verulega óþægileg, jafnvel óviðráðanleg. Flugið sóttist seint; við vorum tvær klukku- stundir og tuttugu mínútur á leiðinni norður, flug sem tekur venjulega rétt rúman klukkutíma. Við ræddum það á leiðinni að við yrð- um að fljúga það hátt að við fældum ekki ísbjörninn. Eftir að ég hafði náð myndinni var viss léttir að vera búinn og á heimleið þótt það gæti orðið hristingur á leiðinni. Við hreinlega fukum heim og vorum rétt um 45 mínútur með ýmsum krókum til að forðast vindstrengi og ókyrrð af fjöll- unum. Flugmaðurinn þarf að vera klárari en vindurinn í svona flugi, hann getur verið besti vinur manns ef maður kann að nota hann eða hinn versti óvinur. Þegar við nálguðumst Skarðsheiðina vorum við að velta því fyrir okkur að fljúga út fyrir Akrafjallið, það hefði verið ókyrrt en við vorum að hugsa um að láta okkur hafa það. Dagfinnur hafði ekki sagt margt á leiðinni heim því heyrnartólin hans voru eitthvað biluð. Hann heyrði ekkert í okk- ur og við illa í honum. Allt í einu pikkar Dagfinnur í okkur og segir: „Strákar ætlið þið að fljúga inn í ókyrrðina? Það er miklu betra að fara norðan við fjallið og yfir Hvalfjörðinn í þessum vindi.“ Nei, við vorum bara að skoða,“ svör- uðum við skömmustulegir fyrir að hafa velt þessu fyrir okkur. Reglan í flugi segir að það eigi að vera 45 mínútur eftir af Aðgát skal höfð í nærveru ísbjarnar Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.