SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 8
8 25. október 2009
Framleiðsla og notkun áls
Álframleiðsla eftir
heimshlutum
Álnotkun eftir iðnaði
Samgöngur 26%
Umbúðir 22%
Byggingaframkvæmdir 22%
Annað 14%
Raftæki og -vörur 8%
Vélahlutir 8%
Asía 43%
Evrópa 24%
Ameríka 22%
Eyjaálfa 6%
Afríka 5%
Asía Ameríka
Eyjaálfa
Afríka
Evrópa
Samgöngur
Umbúðir Raftæki og -vörur
Byggingaframkvæmdir
Annað
Véla-
hlutir
S
taðgreiðsluverð á áli hefur hækkað mikið
frá því í upphafi árs, þegar það náði
lægstu lægðum í kjölfar þess að efnahags-
lægðin dýpkaði á alþjóðamörkuðum.
Verðið er nú rúmlega 1.900 dollarar en var þegar
það fór lægst, í febrúar á þessu ári, 1.260 dollarar.
Verðið hefur því hækkað um 65% á fyrrnefndu
tímabili.
Hækkanirnar hafa farið fram samhliða upp-
gangstímum á hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur
hlutabréfavísitala Morgan Stanley hækkað um
meira en 50% frá því í mars.
En blikur eru þó á lofti. Í nýjasta hefti The Eco-
nomist er því haldið fram að mikið ójafnvægi ein-
kenni raunhagkerfið. Ekki sé orðið ljóst enn hvort
hækkanir á hrávöru, þar á meðal áli, séu inni-
stæðulausar eða ekki. Birgðir af áli eru enn í hæstu
hæðum. Samkvæmt upplýsingum frá London
Metal Exchange er talið að birgðir í heiminum séu
nú um 4,6 milljónir tonna. Sem nemur fimm- til
sexfaldri árlegri framleiðslu hér á landi.
Hagsmunir skattgreiðenda
Íslenskir skattgreiðendur eiga umtalsvert undir
því að álverð haldist hátt þar sem söluverð á raf-
orku til álvera, frá opinberum íslenskum orkufyr-
irtækjum, sveiflast með álverðinu. Orkufyrirtækin
eru í þeirra eigu og á endanum er ábyrgðin á við-
skiptunum þeirra.
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio
Tinto Alcan, segir undanfarið ár hafa verið erfitt í
áliðnaðinum. Þannig hafi álverið í Straumsvík
verið rekið með tapi framan af ári en staðan batn-
að eftir því sem á leið. „Við höfum framleitt upp í
pantanir, sem er meira en mörg álver úti í heimi
hafa verið gera. Auk þess framleiðum við margar
vörutegundir og því er góður sveigjanleiki í fram-
leiðslunni,“ segir Ólafur.
Mun verðið lækka að nýju?
Í ljósi þess að verðið hefur hækkað mikið án þess
að gengið hafi á hið mikla offramboð sem nú er á
mörkuðum hafa vaknað spurningar um hvort
verðið kunni að lækka hratt að nýju. Stærstu ál-
framleiðendur heims, þ.á m. Alcoa og Rio Tinto,
hafa bæði gripið til viðmikilla hagræðingaraðgerða
og skorið niður allt að 15% framleiðslu sinnar á
heimsvísu. Þar ræður mestu að stórir kaupendur
áls hafa átt í vandræðum vegna mikils samdráttar.
Framleiðsla á bílum, flugvélum og öðrum farar-
tækjum og vélarhlutum hefur minnkað gríðarlega
hratt frá því heimskreppan dýpkaði mikið á
haustmánuðum í fyrra. Framleiðendur sam-
göngutækja og vélarhluta eru kaupendur 34% af
öllu áli sem framleitt er í heiminum. Það munar
því um minna. Hagræðing í bílaiðnaðinum er ekki
sögð öll fram komin, að því er fram kom nýlega í
grein í New York Times. Þar segir að samdrátt-
arskeiði í bílaiðnaði sé enn ekki lokið.
Álverin hér á landi hafa öll haldið sjó og ekki
slakað á framleiðslu sinni þrátt fyrir erfitt árferði
undanfarin misseri. Þar ræður miklu að raforku-
samningar þeirra eru bundnir til áratuga. Auk þess
hefur veiking krónunnar minnkað launakostnað
við framleiðslu þar sem álverðið er í dollurum en
launakostnaður í krónum. Framleiðslan hér á
landi er því að öllum líkindum trygg þrátt fyrir að
álverum víða um heim hafi verið lokað á und-
anförnu ári.
Alcan í Straumsvík Hér sést unnið í kerskála í Straumsvík.
Morgunblaðið/Þorkell
Álverð hækkar en
birgðir safnast upp
Álverð hefur hækkað samhliða
hækkunum á hlutabréfamörkuð-
um. Er hækkunin innistæðulaus?
Í nýjasta hefti The Eco-
nomist er því haldið fram
að mikið ójafnvægi ein-
kenni raunhagkerfið.
Vikuspegill
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is
Sérstaða Íslands þegar kemur að
raforkuframleiðslu er ekki síst sú
að meira en 70% af allri raforku í
landinu er selt á þrjá staði; í álver-
ið í Straumsvík, á Reyðarfirði og á
Grundartanga. Hlutfallið er líklegt
til þess að hækka í allt að 90% ef
frekari álversáform, þ.á m. í Helgu-
vík, ganga eftir.
Mörg þeirra landa sem berjast
við orkuskort eiga fullt í fangi með
að framleiða raforku sem notuð er
fyrir heimili.
Hér á landi er framleiðslan úr
endurnýjanlegum orkugjöfum,
vatnsorku að mestu, og þannig
fæst nægt rafmagn fyrir heimili.
Hins vegar fer meirihluti rafmagns-
ins til álvera eins og áður segir.
Arðsemin af þessum viðskiptum
sem orkufyrirtækin, þar helst
Landsvirkjun og Orkuveita Reykja-
víkur (OR), standa fyrir sveiflast
með gengi dollars og álverði. Ál-
verðið er meiri áhrifavaldur þar
sem skuldir orkufyrirtækjanna eru
að mestu í erlendri mynt. Í tilfelli
Landsvirkjunar skiptir gengi krón-
unnar litlu sem engu máli þar sem
uppgjörsmynt fyrirtækisins er doll-
ari. Í tilfelli OR er skuldavandi fyr-
irtækisins alvarlegri þar sem að-
eins um 25% tekna fyrirtækisins
eru í erlendri mynt en næstum all-
ar skuldir fyrirtækisins erlendar.
Sem þýðir að gengisfall íslensku
krónunnar hefur haft mjög alvarleg
áhrif á efnahag fyrirtækisins. Eig-
infjárhlutfallið hefur lækkað úr
nærri 50% í 15%.
Arðsemin af raforkusölunni hef-
ur aldrei fengist nákvæmlega upp-
gefin þar sem leynd hvílir yfir sölu-
verði á raforkunni. Hún er
samningsbundin og byggist á sam-
keppnissjónarmiðum. Ljóst er þó
að salan á raforkunni skilar mik-
ilvægum tekjum í þjóðarbúið, þótt
stærstur hluti teknanna fari nú í að
greiða niður skuldir vegna virkj-
anaframkvæmda.
Álver langstærsti kaupandi raforku í landinu
Úr álverinu Viðskipti álveranna við
íslensk orkufyrirtæki skipta miklu
máli fyrir íslenskan efnahag.