SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 52
52 8. nóvember 2009 H ún lætur ekki mikið yfir sér þessi bók, Kvæðaúrval Kristjáns Karlssonar, sem kom út á dögunum. Samt er afskaplega auðvelt að gleyma sér á milli spjaldanna, í fjölbreytilegum, öguðum og persónulegum ljóðheimi skáldsins. Kristján Karlsson steig tiltölulega seint fram sem ljóðskáld. Hann fæddist árið 1922, er fjölmenntaður bókmenntafræð- ingur frá Bandaríkjunum, og hefur rit- stýrt tímaritum, fjölda bóka og kvæða- safna á löngum ferli, svo ekki sé minnst á þýðingar, allrahanda skrif önnur um bókmenntir, og smásögur. Fyrstu ljóða- bókina gaf Kristján út árið 1975 og eru þær orðnar tíu í allt; flestar heita þær Kvæði að viðbættu ártali útgáfuársins. Magnús Sigurðsson hefur valið kvæðin sem birtast í bókinni og ritar jafnframt ítarlegan og fróðlegan formála. Þetta stefnumót Kristjáns og Magnúsar er for- vitnilegt fyrir margra hluta sakir. Krist- ján hefur um áratuga skeið verið einn helsti bókmenntafræðingur þjóðarinnar, og þetta fína skáld. Magnús er ungur og nýmættur á ritvöllinn en hefur þegar vakið athygli fyrir ljóð sín, sögur og bók- menntafræðilegar greinar. Einhver sagði við mig að hann væri eitt mesta efni sem hér hefði komið fram í bókmenntafræð- um á seinni árum. Greining Magnúsar á ljóðheimi skálds- ins er áhugaverð. Hann segir að Kristján tjái í skáldskap sínum „frjóa og allsér- stæða meðvitund – svo sérstæða raunar, að ekki myndi ofsögum sagt að ljóðlist hans eigi sér tæpast sinn líka í íslenskum bókmenntum.“ Ljóðlist hans einkennist af ströngum formvilja, en hugblær og til- finning ráða gjarnan för „og rökvísi ljóðanna því oftar en ekki brotakennd.“ Þversögnina í skáldskap Kristjáns segir Magnús vera þá hvernig „ímyndunarafl og strangur formvilji tæknilega meðvit- aðs höfundar takast á.“ Hluti af galdri kvæða Kristjáns er ein- mitt hvernig frjótt ímyndunaraflið og myndvísin takast á við formið. Svo er það efnið, þjóðlegt og alþjóðlegt í senn, hið nána umhverfi og heimur bókmennta og listanna í hinni víðustu mynd. Í Réttum yrkir skáldið um hvítar kindur sem streyma „fram á blárauðar varir morg- unsins“: eins og haustlitirnir á botni októbers: fyllir eyru þín eftirsjá sem þú greinir ekki frá fögnuði; né síðar harmi. Í bálkinum New York frá 1983 er ort um dr. Charlat sem fær ekki sofið og ljóð- mælanda ofbýður þögnin; september- sólin gul / hefur seytlað um hug minn til kvölds.“ Í Minnir kvæði á skip er ort um síðusta daga Einars Benediktssonar, „sem reyndi að svara ávarpi hins ytra / og átti mál en fann það ekki lengur.“ Sagan leit- ar líka á skáldið, eins og í Svínafell, þar sem „Laus hlíð yfir bænum / hangir á snögum trjánna“ og „héðan kom sagan / sem gerðist ekki á staðnum.“ Ljóðmæl- andinn leggst í grasið, með „hugann tæmdan af harmleik“ og „fyrir ofan eyði- mörk langra vinda.“ Magnús segir að í skáldskap Kristjáns slái saman þremur „módernismum“, en í skáldskap hans megi greina átök við form og framsetningu sem einkenndu skáld- skap módernískra skálda á síðustu öld. Í síðari bókunum megi síðan sjá hvernig Kristján hefur unnið úr áhrifum módern- ismans, „og skapað úr arfleifð hans sann- færandi tungutak nútímalegs skálds.“ Þetta vandaða Kvæðaúrval Kristjáns gef- ur góða mynd af þessari þróun, og af hrífandi ljóðheimi skáldsins. Brotakennd rökvísi Ljóðabækur Kristjáns Karlssonar eru tíu tals- ins. Á dögunum kom út Kvæðaúrval, valið af Magnúsi Sigurðssyni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Magnús Sigurðsson bókmenntafræðingur segir að ljóðlist Kristjáns Karlssonar, sem hér er á heimili sínu, einkennist af ströngum formvilja, en hugblær og tilfinning ráða gjarnan för. Í skáldskap hans slái saman þremur “módernismum“. Þ að er ánægjulegt að tvær bækur sem henta börnum og ungling- um og eru óumdeilanlega klassískar eru nú fáanlegar í ís- lenskri þýðingu. Sú fyrri er Jólaævintýri, hin marg- fræga saga Charles Dickens, um nirfilinn Ebeneser Scrooge sem verður fyrir furðulegri reynslu á jólanótt og finnur fyrir vikið hinn sanna jólaanda og end- urheimtir um leið sinn betri mann sem hann hafði glatað fyrir löngu. Bókafélagið Ugla hefur endurúgefið verkið í þýðingu Karls Ísfelds frá árinu 1942. Forlagið gaf söguna út í þýðingu Þorsteins frá Hamri árið 1986 en sú útgáfa er löngu ófáanleg. Jólaævintýri er mikil dýrðarinnar bók enda kunni Dickens svo sannarlega til verka. Lýsing hans á Scrooge snemma í verkinu er þannig að hún fyllir unga les- endur samblandi af forvitni og óhug og fær þá til að lesa áfram, eftirvænting- arfulla um framhaldið: „Hann var harður og hvass sem tinna, sem ekkert stál hefur nokkru sinni getað fengið úr göfugan gneista, fámáll, sjálf- birgingslegur og einbýll sem ostra í skel. Gamla andlitið var harðfrosið af kuld- anum sem ríkti í brjósti hans, nefið kalið, kinnarnar skorpnar, göngulagið stirt, augun rauð, varirnar bláar og röddin hranaleg og rám … Enginn ylur gat vermt hann, enginn vetrarkuldi fengið hann til að skjálfa. Enginn norðanvindur gat verið eins bitur og hann, enginn hríðarbylur eins hatrammur og ekkert steypiregn eins vægðarlaust.“ Dickens var einstakur sögumaður, heimurinn hefur ekki átt annan eins og mun kannski aldrei eignast neinn í lík- ingu við hann. Bækur hans henta bók- elskum unglingum ekki síður en þeim fullorðnu. Jólaævintýri er ágætt dæmi um það. Hún er full af furðum og hæfi- legum óhugnaði sem skapar spennu. Svo er þarna einnig að finna viðkvæmni sem ratar beina leið til þeirra sem eru svo ungir að árum að lífið hefur ekki náð að herða þá. Þessi ljúfa viðkvæmni ratar ekki síður til þeirra sem eru orðnir full- orðnir en hafa varðveitt barnið í sér. Seinni bókin sem ástæða er til að nefna er Húsið á Bangsahorni, framhald af Bangsímon, eftir A.A. Milne sem Edda gefur út og Guðmundur Andri Thorsson þýðir. Þetta er bók sem er full af skemmtilegum fáránleika, ærslum og glettni. Eftir að hafa hitt vin sinn Eyrna- slapa kveðja Bangsímon og Gríslingurinn hann. Eyrnaslapi svarar kveðju þeirra með orðunum: „Þakka ykkur fyrir að hitta mig af tilviljun.“ – Fyrir lesanda sem er í sæmilega góðu skapi eru þessi kveðjuorð einkar fyndin – eins og ótal margt annað í bók sem löðrar af skemmtilegum tilsvörum. Bækurnar eru báðar afar fallega mynd- skreyttar og eiga heima hjá öllum bók- elskum börnum og unglingum. Nirfill og bangsi Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolla@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.