SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 26
26 8. nóvember 2009
F
átt hefur verið rætt meir í liðinni viku en
tilburðir Nýja Kaupþings banka til að
finna flöt til að afskrifa tugi milljarða
króna hjá fyrrverandi eigendum Baugs,
fyrirtækis sem muldi flest undir sig í íslensku
þjóðfélagi á síðustu árum. Það félag virtist ganga
um galopnar dyr alls íslenska bankakerfisins, og
vera að auki með gagnrýnislausan pólitískan bak-
stuðning hjá að minnsta kosti einum stjórn-
málaflokki og slíkan aðgang að þjóðhöfðingja
landsins, að hvergi hefur þekkst í lýðræðisríki.
Eigendum þess tókst skömmu eftir atburðina í
október á síðasta ári að fá afskrifaðar stórar fjár-
hæðir í Landsbankanum af fjölmiðlaveldi sínu og
var aðkoma fyrrverandi og þáverandi stjórnenda
bankans að þeim gjörningi stórlega ámælisverð og
hefur ekki verið skýrð til fulls. Er það eitt af fjöl-
mörgum pukurmálum hins endurreista banka-
kerfis, sem gerir því nær ómögulegt að öðlast á ný
traust landsmanna, og er þó fátt þeim nauðsyn-
legra. Nú telja virtir sérfræðingar líklegt að í risa-
félaginu Baugi hafi sennilega aldrei verið um já-
kvætt eigið fé að ræða, og er því sjálftaka þess í
bankakerfinu enn stórbrotnari en áður var vitað.
Þegar félagið var loks tekið til gjaldþrotaskipta
var það ákaft gagnrýnt að maður með margvísleg
tengsl við fyrri eigendur skyldi gerður að skipta-
stjóra í félaginu en við blasti að leitast hafði verið
við að færa þaðan eignir í persónulega þágu eig-
endanna. Þeirri gagnrýni var svarað með mála-
myndaaðgerð en hún látin standa að öðru leyti. Á
föstudaginn var bárust enn fréttir, sem gera hér-
aðsdóminum nánast ófært að láta fyrri ákvörðun
standa. Geri hann það engu að síður er full ástæða
til að hafa áhyggjur af þeim málatilbúnaði öllum.
Ólíkt hefst hann að
Fyrir skömmu varð uppi fótur og fit þegar spurð-
ist að Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur
Thor sonur hans hefðu gert Nýja Kaupþingi banka
tilboð um að greiða helming af tiltekinni skuld
sinni við bankann gegn niðurfellingu hins helm-
ings hennar. Varð mönnum mjög um að þessar
hugmyndir kynnu að vera uppi og voru höfð uppi
stór orð af því tilefni. Einn af þeim sem ekki hik-
uðu við að gagnrýna slík áform harðlega var fjár-
málaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sem
taldi fráleitt að slíkur gerningur gengi fram. Eng-
inn fann að þeirri afstöðu og eftir atvikum af-
skiptum Steingríms ráðherra. Sami ráðherra átti
ekki til nægjanlega stór orð til að lýsa fordæmingu
sinni á framgöngu annars banka í svokölluðu
barnalánamáli, en bankinn var þá með í athugun
hvernig með skyldi fara. Ekki var heldur gerð at-
hugasemd við þau orð ráðherrans. Þess vegna
kom mjög á óvart að Steingrímur var allur annar
maður þegar hann var spurður um hugsanlegar
tugmilljarða afskriftir á skuldum eigenda Haga og
1998. Þá var farið undan í flæmingi og sett upp
embættismannahúfan sem fer þessum baráttu-
glaða orðháki ekki vel. Nú var komið annað hljóð
í strokkinn, því maður í hans stöðu hvorki gæti
né mætti tjá sig um mál af þessu tagi og allra síst
ef ummæli hans gætu litið út sem óbein fyrirmæli.
Nú vill þannig til að Steingrímur er með sérstakan
trúnaðarmann sinn í sæti formanns bankaráðs
Nýja Kaupþings banka, svo öll þessi látalæti eru
einkar ótrúverðug, ekki síst í ljósi þeirra ummæla
sem hann hefur nýlega látið feimnislaust falla í
sambærilegum málum.
Hvern einasta dag eru fjölmiðlar að færa fréttir
af vafasömum gerðum gömlu bankanna, sem loks
leiddu til hruns þeirra með alkunnum afleið-
ingum. Þar virðist veruleikafirringin hafa verið á
háu stigi og háar þóknanagreiðslur af yfirtöku og
kaupum á margvíslegum fyrirtækjum víða um
lönd sannfært stjórnendur bankanna um að þeir
hefðu fyrir velvild örlagadísanna fundið upp ei-
lífðarvélina sem prentar peninga í öllum mynt-
um. Og vissulega voru hinir vörpulegu íslensku
bankavitringar sem héldu inn í hina gullnu veröld
hönd í hönd með útrásarsnillingunum ekki einir í
heiminum.
Eilífðarvélin reyndist tálsýn
Margir fréttaskýringaþættir hafa verið gerðir um
framgöngu alþjóðlegra bankamanna og ofur-
fjárfesta og þeir sýna að margt er líkt með skyld-
um. Í þætti sem sýndur var hér á landi í vikunni
var fjallað um fall fimmta stærsta banka Banda-
ríkjanna, Lehman Brothers, virðulegs banka, sem
stóð á gömlum merg. Þar kom fram að stjórn-
endur bankans höfðu gersamlega ofmetnast yfir
þeirri velgengni, sem bankinn virtist búa við og
hagnaðartölur undanfarinna ára sýndust staðfesta
með afgerandi hætti. Bankastjórarnir og þeir sem
sátu í kringum þá í efstu hæðum margra tuga
hæða aðalbyggingar töldu sig ekki geta gert mis-
tök, og nýja hagkerfið, sem svo var kallað, hafði
bægt einföldum sannindum sem áður giltu út í
hafsauga. Hinar nýju stjörnur bankanna, ofur-
stærðfræðingar, verkfræðingar, heimspekingar
og hagfræðingar, komu úr fínustu háskólum
heims með hæstu prófgráður og fengu tug- eða
hundraðföld laun foreldra sinna frá fyrsta starfs-
Við það verður ekki unað
Reykjavíkurbréf 06.11.09