SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 5
leikar. Agüero var ekki búinn að vera inni á
vellinum nema í þrettán mínútur þegar við-
stöðulaus þrumufleygur hans þandi út net-
möskva Chelsea-marksins.
Við það rumskuðu þeir blástakkar, einkum
endurnærður Didier Drogba, sem svaraði með
tveimur mörkum. Hafði hann álíka mikið fyrir
því framtaki og að reima á sig skóna. Nú skilur
maður hvers vegna Atlético hefur fengið á sig 29
mörk í fimmtán leikjum í öllum keppnum á yf-
irstandandi leiktíð. Í seinna markinu var engu
líkara en Fílabeinsstrendingurinn væri úti að
spóka sig með hundinn. Varnarmennina hristi
hann af sér eins og flugur. Svona til mála-
mynda.
Eftir þátt Drogbas héldu Chelsea-menn að
björninn væri unninn. Lái þeim hver sem vill.
Sergio Agüero var á öðru máli. Þegar dæmd var
aukaspyrna á gestina skammt utan vítateigs í
uppbótartíma var ekki um annað að ræða en
skrúfa tuðruna í bláhornið. Petr Cech greip í
tómt. Aumingja Tékkanum hefur örugglega liðið
þetta kvöld eins og hann væri staddur á meist-
aranámskeiði í skotfimi. Jöfnunarmarkið var
svo sem akademískt. Chelsea marserar áfram í
næstu umferð keppninnar en Atlético er úr leik.
Samt slær langþráð von í brjóstum stuðnings-
manna Madrídarliðsins – Kun er kominn á ról.
Afleitt gengi hingað til á leiktíðinni
Frammistaða Atlético hefur verið langt undir
væntingum það sem af er leiktíð, auk þess að
vera úr leik í Meistaradeildinni er liðið í fallsæti
í spænsku úrvalsdeildinni, með aðeins sjö stig
úr níu leikjum. Annað stóð til eftir að Atlético
hafði hafnað í fjórða sæti deildarinnar í fyrra.
Ógengið dró dilk á eftir sér. Í lok síðasta
mánaðar var knattspyrnustjórinn Abel Resino,
sem um árabil lék með Atlético, látinn taka
pokann sinn eftir aðeins átta mánuði í starfi.
Inn á sviðið steig Quique Flores, sem skólaður
var til á næsta bæ – hjá Real Madrid. Hann á
ærið verk fyrir höndum.
Form Agüeros hefur verið í samræmi við form
liðsins. Fyrir leikinn í vikunni hafði hann aðeins
gert tvö mörk í deildinni og tvö mörk í for-
keppni Meistaradeildarinnar. Meira er vænst af
manni sem skorað hefur 47 mörk á tveimur síð-
ustu árum og lagt upp önnur tuttugu. Skyldi
tvennan í vikunni kveikja í Agüero? Ef til vill
hefur hann haft gott af því að setjast á bekkinn.
Agüero kom fyrir metfé, um 23 milljónir
evra, frá Independiente í heimalandi sínu sum-
arið 2006. Þar hafði hann slegið met sjálfs Die-
gos Maradonas þegar hann hlaut eldskírn sína
aðeins fimmtán ára og 35 daga gamall. Eftir
frekar rólega byrjun í skjóli skæðasta miðherja
heims, Fernandos Torresar, sprakk hann út vet-
urinn 2007-08 og hefur haldið sínu striki síðan,
fyrir utan örlítið hliðarspor að undanförnu.
Agüero hefur verið einn eftirsóttasti miðherji
Evrópu á umliðnum misserum og mörg fremstu
félög álfunnar sýnt honum áhuga, svo sem Inter
Milano og Manchester United. Þá hefur hann
verið þráfaldlega orðaður við Chelsea.
„Það er almennilegt af mönnum að halda því
fram að ég hafi burði til að leika með Chelsea,
einu besta liði í heimi,“ sagði Agüero við AS-
fréttastofuna eftir leikinn. „Ég er stoltur af
áhuga félaga af því tagi en það breytir ekki mér
og mínum þankagangi. Í raun og veru langar
mig ekki að hugsa um önnur félög. Ég er stað-
ráðinn í að berjast til síðasta blóðdropa fyrir
Atlético. Mér finnst næstum eins og ég hafi
fæðst hérna. Ég hef gengið gegnum súrt og sætt
með félaginu og líður ákaflega vel hjá því.“
Svo mörg voru þau orð.
Áhugi stórveldanna og virðing fyrir kapp-
anum hefur samt örugglega ekki dvínað í vik-
unni. Alltént ekki Chelsea.
Sex vinir alveg óháð kerfi
Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar
alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu
þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og
sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.*
Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun
Símans eða í síma 800 7000.
800 7000 • siminn.is Það er
Sími
Internet
Sjónvarp
* Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.
Enda þótt Sergio Agüero sé kunn-
ur fyrir eigin fótmenntir er hann
ekki síður frægur fyrir að vera
tengdasonur einnar mestu goð-
sagnar í sparkheimum, Diegos
Armandos Maradonas. Hann er
kvæntur yngri dóttur goðsins, Gi-
anninu, og ól hún honum soninn
Benjamín Agüero Maradona 19.
febrúar á þessu ári. Einhverjar
vonir verða líklega bundnar við
hann þegar fram líða stundir.
Þeir tengdafeðgar, Agüero og
Maradona, hittast ekki bara í fjöl-
skylduboðum því sá síðarnefndi er
eins og flestir vita landsliðsþjálfari Argentínu
um þessar mundir. Argentínumenn reru mik-
inn galeiðuróður til að tryggja sér þátttöku-
rétt á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku
næsta sumar en komust á endanum heilu og
höldnu í höfn.
Agüero var töluvert undir árum á leiðinni
en missti sæti sitt í liðinu á lokasprettinum
eftir að hin stríðmannaða framlína liðsins hóf
að skjóta púðri. Ekki er þó ólíklegt að hann
verði kominn aftur á sinn stað þegar HM
hefst í júní.
Agüero hefur þegar unnið til metorða með
landsliðinu en hann varð ólympíumeistari
með Argentínu í Peking í fyrra, gerði þá m.a.
tvö mörk í fræknum sigri á erkifjendunum,
Brasilíu, í undanúrslitum.
Agüero kemur úr barnmargri fjölskyldu en
hann á sex systkini. Hann ku vera mikill
aðdáandi J.R.R. Tolkiens og er með nafn sitt,
Kun Agüero, húðflúrað á framhandlegginn á
því ástsæla tungumáli tengwar.
Tengdasonur Maradonas
Tengdafeðgar faðmast. Hlýtt er
milli Agüeros og Maradonas.
Sergio Leonel
Agüero del Ca-
stillo er 21 árs.
Fæddur í Quilmes,
Argentínu, 2. júní
1988.
Hann lék 54 leiki
fyrir Independiente
(2003-06) og skor-
aði 23 mörk.
Hann hefur leikið
122 leiki fyrir Atlé-
tico og gert í þeim
44 mörk.
Tuttugu sinnum
hefur Agüero
skrýðst landsliðs-
búningi Argentínu
frá árinu 2006 og
sjö sinnum komið
knettinum í markið.