SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 41
8. nóvember 2009 41
Hvítlauksís
Þessa uppskrift fékk Sverrir Páll senda frá aðstandendum hinnar árlegu Gilroy-
hvítlaukshátíðar í Kaliforníu.
2 blöð af matarlími
¼ bolli af köldu vatni
2 bollar af mjólk
1 bolli af sykri
örlítið salt
2 msk. af sítrónusafa
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 bollar af rjóma
Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Mjólkin, sykurinn og saltið hitað að suðu. Mat-
arlímið leyst upp í heitri mjólkinni.
Mjólkurblandan er kæld nokkuð. Þegar hún er ylvolg er hvítlauknum og sítrónusaf-
anum bætt út í.
Þessi blanda er kæld vel, uns hún rétt byrjar að þykkna eða stífna. Þá er þeyttum
rjómanum bætt út í, hrært vel og varlega og blandan loks sett í skál eða bök-
unarform og fryst.
Mokkaís með kaffibættum rjóma og möndluflögum
Ísinn:
125 g suðusúkkulaði
4 egg
4 matskeiðar sterkt kaffi
1¼ bolli rjómi
1 msk. kaffilíkjör
½ bolli sykur
Rjóminn:
¼ til ½ l af rjóma
1-2 msk af rótsterku espressókaffi
Hnefafylli af ristuðum möndluflögum
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þegar það er bráðið, hrærið eggjarauðunum vand-
lega út í einni og einni í einu og kaffinu líka.
Stífþeytið rjómann og bætið út í hann kaffilíkjörnum.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt saman við þær.
Hrærið fyrst saman blönduna með súkkulaðinu og rjómann. Hrærið síðan eggja-
hvítublöndunni saman við.
Fryst í bökunarformi.
Borið fram í smáskálum og skreytt með kaffibætta rjómanum og möndluflögunum.
Hvítlauksís og
mokkaís – góðir saman
3 cl ljóst romm
4 teskeiðar af hrásykri
½ lime (súraldin)
4 matskeiðar af íslenskum
aðalbláberjum
4 myntulauf
15 klakar
Sprite
(Lime er sítrusávöxtur sem er
minni og hnöttóttari en venjuleg sí-
tróna).
„Kjötið“ úr ávextinum, hrásykur-
inn, bláberin, klakarnir, myntulauf-
ið og gosið allt hrært saman í
blandara. Romminu bætt við, gæti
þurft að bæta meiri klaka við ef
drykkurinn er of vatnskenndur.
Jarðarberja-mojito er gerður
eins.
Þegar Akureyri
og Havana hittast
á Strikinu
Hnetukurli stráð yfir ísinn. Frábær tvenna, segir hann um hvítlauks- og mokkaísana sína.
„eða sýni krökkunum hvað hægt er að
gera við fiskflak, kjötsneið eða kjúk-
lingabringu. Það þarf ekki að vera flókið
en menn þurfa að hafa hugmyndaflug.
Sumir krakkanna kunna bara að henda
núðlupakka í pott. Það verður enginn
fullorðinn á því!“
Hvítlaukur og kúamykja
Einhverju sinni var Sverrir Páll á ferð um
Kaliforníu ásamt fóstursyni sínum og
konu hans; þau óku um sveitir norður til
San Francisco en ákváðu að stoppa og
forvitnast þegar þau komu að bæ þar sem
mikill og góður hvítlauksilmur tók allt í
einu við af kúamykjulyktinni. „Það var í
Gilroy. Við komust að því að í bænum er
árleg hvítlaukshátíð þar sem fram fer
matreiðslukeppni. Þar er líka tónlist-
arhátíð og meira segja hjólreiðakeppni;
Tour de Garlic. Ég veit reyndar ekki
hvernig hún tengist hvítlauknum!“
Í bænum borðuðu þau Sverrir Páll
ýmsa afbragðs rétti úr hvítlauk. Þau
komust að því að árið áður hafði upp-
skrift að hvítlauksís unnið til verðlauna á
hátíðinni, hann var ekki til að þessu
sinni en mörgum árum síðar fann Sverrir
heimasíðu keppninnar á vefnum, sendi
út línu og falaðist eftir uppskriftinni.
Fékk hana senda um hæl og kveðst hafa
sagt mörgum frá. „Sumir þekkja mig sem
manninn sem bjó til hvítlauksísinn.“
Hann segir lykt af ísnum ekki mikla en
bragðið sé yndislegt. Meginuppskriftina
að mokkaísnum sem hann gefur fann
Sverrir Páll í kaffibók fyrir mörgum ár-
um.
Þetta er frábær tvenna segir hann;
hvítlauks- og mokkaís.
Í takt við tímann
Lambal
æri kry
ddað
kr.
kg
1259
Frábær
t
verð!
Krónu k
júkling
abringu
r
kr.
kg1598
kr.
stk.179
Sprite
Zero 2
lítrar
ÓDÝRT Í KRÓNUNNI
!
kr.
stk.149
Egils jó
laöl 0,5
l
kr.
pk.156
Homeb
lest 30
0 g
kr.
pk.279
Metro
kaffi, 5
00 g