SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 20
20 8. nóvember 2009 W oody Harrelson er á óskilgreindri hótelsvítu í Los Angeles með her manns í kringum sig og blaða- mann frá Íslandi í símanum. Til stendur að ræða stórmyndirnar Land hinna dauðu eða Zombieland, sem sýnd er í kvikmyndahúsum hér á landi, og hamfaramyndina 2012, sem frumsýnd verður um næstu helgi. Í báðum myndum fer Harrelson með hlutverk sérlundaðra og kjarkaðra manna, sem eiga það sammerkt að halda glottandi til móts við örlögin, eins og Skarphéðinn í brennunni. Brjálæðislegt glottið er eitt af aðalsmerkjum leikarans. Engin töfraformúla „Halló Pétur! Vinur minn var einmitt að tala um hversu frábær staður Ísland væri og að ég yrði að drífa mig þangað … Er það rétt?“ – Ehemm … stemningin hefur reyndar verið í ætt við Land hinna lifandi dauðu undanfarið ár, allt frá því fjármálakreppan hófst … svarar blaðamaður vandræðalegur. „Er það?“ svarar hann og hlær í fyrstu, en gætir þess að spyrja áhyggjufullur í framhaldi af því: „Svo staðan er erfið fjárhags- lega?“ – Svolítið, svarar blaðamaður hikandi, en ég geri ráð fyrir að vinur þinn hafi verið að skírskota til náttúrufegurðarinnar. Það má enn njóta hennar! „Já, ég hafði heyrt að náttúran væri virkilega falleg. Og hvað svo, sólin sest í örfáa tíma og rís svo strax aftur?“ Hann skeytir karlmannlegu „eða hvað?“ aftan við spurninguna. – Sólin sest ekki um hásumarið. Þá getur þú tekið þátt í golf- móti sem hefst á miðnætti. „Er það virkilega,“ segir hann og undrandi. „Það er ótrúlegt! Reiknaðu með mér. Mér heyrist þetta alltof skemmtilegt til að hægt sé að missa af því!“ – Ég veit reyndar ekki, hvort sniðugt er að fá þig hingað. Það virðist heimsendir á öllum stöðum sem þú kemur nálægt, bæði í Landi hinna lifandi dauðu og hamfaramyndinni 2012? „Já, það er satt!“ segir hann algjörlega laus við iðrun. „Og ég leik raunar í einni mynd til viðbótar með heimsendaþema, sem nefnist Bunraku, en hún verður ekki frumsýnd fyrr en á næsta ári. Það er ekki eins og ég heillist sérstaklega af myndum af þessum toga. Það vildi bara svo til að þetta voru góð handrit, sem bárust inn um bréfalúguna.“ – Það er þannig sem þú velur myndir þínar? „Já, ég les bara handritið og ef það höfðar til mín, þá slæ ég til. Ég kann svo sem enga töfraformúlu. Ég vel til dæmis ekki út frá því, að nú sé tímabært að leika í hrollvekjugamanmynd, svo drama …“ – En horfirðu á hrollvekjur? „Nei!“ Hann svarar þessu mjög ákveðið. „Ekki það að mér líki þær ekki, en þær taka of mikið á taug- arnar. Þær hræða úr mér líftóruna og valda því að ég á erfitt með svefn, eins og 28 dögum síðar [leikstjórans Dannys Boyles]. En þessi kvikmynd var ekkert vandamál, því þar er kómíkin hroll- vekjunni yfirsterkari.“ Woody Harrelson horfist í augu við heimsendi í Landi hinna dauðu og upplifir hann í 2012. En hann ber sig bara vel; það er helst að hann hafi áhyggjur af Íslendingum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Hef aldrei misst vonina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.