SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 48
48 8. nóvember 2009
F
réttastofa Stöðvar 2 var fyrst til
að segja frá því á sunnudags-
kvöldið að til stæði að Nýja
Kaupþing afskrifaði stóran hluta
skulda Haga og fengi menn í stjórn fé-
lagsins. Síðan þá hefur Morgunblaðið
fjallað ítarlega um málið bæði á forsíðu og
á innsíðum. Þykir mönnum þar á bæ
skrítið að eigendur Haga fái að halda 60%
eignarhlut í félaginu, sem giskað hefur
verið á að sé 20 til 50 milljarða virði, leggi
þeir fram 5 til 7 milljarða. „Svarar engu
um traust“ var fyrirsögn einnar forsíðu-
fréttarinnar. Var þar átt við bankastjóra
Nýja Kaupþings sem hafði verið spurður
hvort bankamenn geri upp á milli fyr-
irtækja þegar þeir ákveða hver aðkoma
skuldara eigi að vera að stjórn fyrirtækja
og hversu mikla eftirgjöf skulda þeir fái.
Í þessum samanburði fékk málið hins
vegar litla athygli í Fréttablaðinu. Á
mánudag var sagt frá því í smáfrétt á síðu
sex að Nýja Kaupþing gæti eignast 40%
hlut í Högum vegna endurskipulagn-
ingar. Daginn eftir var vitnað í nýleg orð
þingmanna um að brýnt væri að ferlið við
skuldaniðurfellingu væri gagnsætt. Á
miðvikudag var aftur smáfrétt um málið.
Nú um að engar skuldir hafi enn verið af-
skrifaðar og vitnað í fréttatilkynningu frá
bankanum því til sönnunar; en líka var
tekið fram að við vinnslu fréttarinnar
hefði ekki tekist að ná í neinn sem vissi
um málið. Það gekk þó eftir síðar því á
fimmtudaginn var haft eftir Finni Svein-
björnssyni bankastjóra að bankinn
myndi reyna í þaula að ná samkomulagi
við eigendur eignarhaldsfélags Haga áður
en leitað yrði til annarra mögulegra fjár-
festa.
Munurinn á framsetningu blaðanna um
þetta mál er sláandi. Fréttirnar í Frétta-
blaðiðinu voru allar lágstemmdar og á
jákvæðum nótum; skrifaðar í gagnrýn-
islausum fréttatilkynningastíl. Morg-
unblaðið sló málinu aftur á móti upp með
feitum fyrirsögnum. Leitað var álits hóps
manna sem allir höfðu efasemdir um að
sanngirni væri gætt. Þeirra á meðal voru
ýmsir forystumenn þjóðarinnar og menn
úr atvinnulífinu sem sögðu að banka-
kerfið hefði ekki farið um þá jafnmjúkum
höndum og nú stæði til að gera með
Haga.
Þegar Jóhannesi í Bónus fannst nóg
komið sendi hann Morgunblaðinu grein
sem birtist á miðvikudaginn. Í henni
sagði m.a. að það væri „ekkert óeðlilegt
við það að bankinn vinni með núverandi
eigendum, sem þekkja félagið og hafa
stofnað til góðra viðskiptasambanda í
gegnum áratugi, enda um verðmætar
eignir að ræða.“ Greinina nefndi hann
„Hafa skal það sem sannara reynist“ og
vitnaði máli sínu til stuðnings til orða
forsætisráðherra um að Davíð Oddsson
hefði a.m.k. kostað þjóðina 300 milljarða
og því ekki hægt að búast við miklu úr
þeirri áttinni.
Fréttaval fjölmiðla er ekki hafið yfir
gagnrýni eins og oft hefur sýnt sig. Orð
sem fallið hafa opinberlega um fjöl-
miðlana benda til að margir séu þess full-
vissir að þeir séu handbendi tiltekinna
hagsmuna og sjónarmiða. Til dæmis má
skilja á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
að hann trúi að Samfylkingin stýri frétta-
flutningi RÚV. Undir þetta hafa ein-
hverjir sjálfstæðismenn tekið og bæta þá
líka gjarnan Fréttablaðinu við. Aðrir
hræðast aftur á móti að ráðning Davíðs
Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins
geri það að málgagni Sjálfstæðisflokksins
og því ótrúverðugt. Allt eru þetta vís-
bendingar um að traust til fjölmiðlanna
er í lágmarki ekki síður en traust á fjár-
málakerfinu. Sjálf hlakka ég þó alltaf til
að setjast með kaffið og blöðin á morgn-
anna en ég svara samt engu um traust.
Pistlahöfundur segir umfjöllun fjölmiðla um afskriftir Kaupþings vera mismunandi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Svarar engu
um traust
Fjölmiðlar
Stefanía
Óskarsdóttir
stefosk@hi.is
Fréttaval fjölmiðla
er ekki hafið yfir
gagnrýni.
F
jórtánda og níunda. Splunkuný
verk og ekki annað hægt en
undrast mátt orðanna, og heim-
inn sem virðist frjórri en nokkru
sinni. Gyrðir Elíasson hefur sent frá sér
tvær nýjar bækur; fjórtándu ljóðabókina,
Nokkur almenn orð um kulnun sólar, og
níunda smásagnasafnið, Milli trjánna.
Ritdómarar hafa lofað þessar nýju bækur,
og ekki síður almennir lesendur í mín
eyru, og þekktu ekki allir vel til heims
Gyrðis fyrir. Hann sendi fyrstu ljóðabók-
ina, Svarthvít axlabönd, frá sér árið 1983
en 21 ár er nú síðan Bréfbátarigningin
kom út, en í henni eru nokkrar tengdar
sögur. Milli trjánna er stærsta sagnasafn
hans til þessa, með nær 50 sögum.
„Af einhverjum ástæðum þróuðust
þessar bækur samhliða og vissir hlutir í
þeim skarast beint. Ljóð kallast á við sög-
ur. Það er hægt að tala um sterk tengsl á
milli bókanna þótt þær standi líka sjálf-
stæðar,“ segir Gyrðir. Við sitjum í stofunni
heima hjá honum í Hveragerði, rammaðir
inn af þunghlöðnum bókaskápum, mál-
verkum og grafíkverkum, og við hlið mér
er skápur fullur af geisladiskum. Svartur
loðinn köttur andar niður hálsmál mitt og
hvæsir ef sá bröndótti kemur of nálægt.
Gyrðir hefur áður gert þetta, að senda
samtímis frá sér ljóð og sögur. „Þetta er
ekki endilega eitthvað sem ég fer af stað
með í upphafi en mjög fljótlega tekur ferl-
ið þessa stefnu. Þessi handrit voru ekki
komin langt á veg þegar ég átttaði mig á
því að bækurnar myndu verða samferða
alla leið,“ segir hann.
– En kveikjan, hugmyndin. Þegar hún
fæðist ratar hún þá strax í ljóð eða sögu?
„Eins og flestir höfundar nota ég minn-
isbækur þar sem ég punkta hluti hjá mér,
en það er allur gangur á því hvort ég átta
mig á því strax hvort hugmyndin eigi
heima í ljóði eða sögu. Í einstaka tilfellum
verður það hvort tveggja. En það sem
skiptir máli er að maður verður að ná
hugmyndunum upp úr minnisbókinni, ef
þannig má orða það, yfirfæra þær í annað
form.“
– Hvernig geta hugmyndirnar verið?
„Eitthvað sem ég sé á göngu kveikir
kannski einhver tengsl. Í framhaldi af því
getur orðið til ljóð eða saga. En það er oft
erfitt að henda reiður á því hvernig svona
verður til, ekki síst þegar frá líður.“
Þótt yfirborð heimsins sem Gyrðir
fjallar um sé oft hversdagslegt á yfirborð-
inu, þá má iðulega skynja, eða lesa inn í
þau viðbrögð við umhverfinu, einhverju
sem er að gerast í samfélaginu.
„Það er alveg rétt,“ segir Gyrðir. „Þótt
ég sé oft að taka upp eitthvað sem ber fyrir
mig prívat í daglegu lífi, þá síast umheim-
urinn inn að einhverju marki. Það fer ekki
hjá því.“
– Má þannig túlka hina kulnandi sól,
sem vísað er til í heiti ljóðabókarinnar,
sem íslenska hagkerfið?
Höfundurinn hlær. „Kannski hafa ein-
hverjir gert það. Þótt ég hafi ekki hugsað
það þannig! Hins vegar hafa umhverfismál
lengi verið mér hugleikin, og þar er bein
vísun. Það er eittvað sem mér finnst
brenna enn meira á mannkyninu en hag-
tölur – en eins og menn vita þá tengjast
hagtölur og mengun jarðar samt mjög
nöturlega.“
Blandar saman raunsæi og fantasíu
– Nú býrðu í Hveragerði, bæ sem er
þekktur fyrir grósku og góða uppskeru.
Má þakka staðsetningunni hvað þessar
nýju bækur eru miklar að vöxtum?
„Það er allavega nógur tími til að hugsa
og skrifa hérna,“ segir hann og brosir.
„Síðan má segja að andrúmsloftið í þess-
um bæ, síðan hér voru margir rithöfundar
og listamenn, sé vinsamlegt. Að mörgu
leyti er þægilegt að stunda þetta starf
hérna.
Sumir hafa spurt hvort það sé svona
leiðinlegt hér að ég geti ekki gert neitt
annað en skrifa; ef svo er þá er það ekkert
endilega bænum að kenna. Maður tekur
sjálfan sig með hvert sem farið er.“
Í Milli trjánna eru fleiri sögur en í fyrri
söfnum Gyrðis og þrátt fyrir að verkið sé
afar heilsteypt verður furðu margt að
sögu. Við rekumst á Strindberg í IKEA,
bræður fá það verkefni að husla skrímsli,
rottuhalar eru afgangs eftir matartilbún-
ing og í tónlistarbúð við Vesturgötu er
hlustað á óþekkta tónlist eftir Beethoven
og Neil Young.
„Það er ekkert sem ég lagði upp með
þegar ég tók að skrifa þessar sögur,“ segir
Gyrðir þegar ég tala um hvað söguheim-
urinn er víðfeðmur en þó heill. „Fljótlega
fóru þær þó að raða sér saman. Nánast
sjálfkrafa. Það er nokkur vinna að fá þetta
margar sögur til að mynda heila bók, að
raða þeim upp á réttan hátt. En ég fór
fljótlega að sjá ákveðna þræði sem mér
fannst ástæða til að spinna áfram.“
Stílista-
stimpill getur
fælt fólk frá
„Mér finnst ekki hægt að aðskilja stíl og efni,“
segir Gyrðir Elíasson og er ekki sáttur við það
hvernig stílistastimpillinn hefur loðað við feril
hans. Gyrðir hefur sent frá sér tvær nýjar bækur,
ljóðabók og smásagnasafn.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Lesbók