SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 39
8. nóvember 2009 39 Spegillinn er frá því um aldamótin 1900. Hann hékk á hóteli í París áður en Auður og Hjörtur keyptu hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Marie Antoinette í eldhúsinu... Console borðið sem Auður gerði.Heimilishundurinn er Pug og heitir Louis, oft kallaður Loðvík sextándi. Auður smíðaði fallegan kertaarin sem prýðir stofuna. Auður og Hjörtur framleiða kalkmálningu sem fæst í Byko og TEKK en selja líka beint til viðskiptavina. Þau fluttu málninguna inn í góðærinu, Auður vann mikið með innanhússarkitektum, og gerir raunar enn, en dreymdi allt- af um að framleiða málninguna sjálf. „Þá var aldrei svigrúm til þess, það var svo mikið að gera og fólk að flýta sér en eftir að kreppan skall á var þetta heppilegt. Bæði var mjög dýrt að flytja málninguna inn og fólk er orðið þolinmóðara. Íslendingar hafa lært að stundum þarf að bíða,“ segir hún. Nú eru málningardósirnar ekki lengur fluttar til landsins í hraðpósti held- ur er framleitt í Gránufélagsgötunni og biðin þarf ekki að vera löng nema pöntunin sé stór. Þurfi einhver eina dós eða nokkrar gæti hann sótt þær daginn eftir, jafnvel kíkt inn og þegið kaffisopa á meðan beðið er. Þau fá kalk frá Belgíu og liti sem unnir eru úr jarðefnum í Suður-Evrópu, Hjörtur vigtar allt af mikilli nákvæmni og blandar saman við íslenska vatnið í gamalli hrærivél. „Ég er í vinnu hjá Auði; allt sem við gerum er hennar hugarfóstur,“ segir Hjörtur þar sem hann stendur brosandi við vélina. Málningin er alveg mött, allt öðruvísi en sú gljáandi plastmálning sem langmest er notuð. Birta endurkastast ekki af kalkmálningunni. „Þetta er mjög náttúrulegt og stemningin sérstök. Hún veitir mikla ró,“ segir Auður. Nær allir viðskiptavinir þeirra eru konur og Auður segist beinlínis fram- leiða málninguna sérstaklega með þær í huga. „Konur eru frábærir kúnnar; þær segja hver annarri miklu frekar en karlar frá hugmyndum sem þær fá og skiptast meira á upplýsingum um það sem þeim finnst sniðugt.“ www.kalklitir.com Kalkið og litarefnið fá þau frá meg- inlandi Evrópu í stórum pokum. Hjörtur sér um að vigta og blanda efnunum saman í hrærivélinni. Hjörtur veit vel hvað tímanum líður þegar hann blandar málninguna. Framleiða náttúruvæna kalkmálningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.