SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 54
54 8. nóvember 2009 F yrsta opinbera listasafnið reis upp úr rústum frönsku byltingarinnar árið 1793, þegar alþýð- unni var loks hleypt að listaverkaeign Lúðvíks sem komið var fyrir í Louvre. Upp frá því hefst líka hin eiginlega skrásetning listasögunnar sem er viðhaldið í dag og fjallar í raun um þróun liststefna og listamanna. Listasafn Íslands var stofnað 91 ári síðar í Kaup- mannahöfn en komst ekki í hús fyrr en 1951 og deildi þá þaki með Þjóðminjasafni Íslands. Listasafn Íslands er nútímalistasafn og eins og nútímalistasafni sæmir beygir það sig undir vissa píramídabyggingu hnatt- væddrar listasögu þar sem frumkvöðlum liststefna er skipað í hásæti og þeir sem á eftir fylgja verma neðri sæti í tröppugangi píramídans. Íslenskir nútíma- listamenn eru auðvitað ekki ofarlega í slíkri listasögu, enda gegna þeir umfram allt hlutverki í staðbundinni listasögu sem nokkurs konar staðgenglar fyrir frum- kvöðlana í þeirri hnattvæddu. Svavar Guðnason telst til undantekninga á þessu þar sem hann er blóðborinn frumkvöðull í norrænum ab- strakt expressjónisma og sýndi ásamt Cobra-hópnum, þótt hann hafi reyndar aldrei sýnt á Cobra-sýningum. Hann var samferðamaður Cobra og eyrnamerktur sem slíkur. Fyrir þá sem ekki vita þá var Cobra-hópurinn samsettur af abstraktlistamönnum frá Kaupmannahöfn (Co), Brussel (Br) og Amsterdam (A), en Svavar bjó um þetta leyti í Kaupmannahöfn. Svavar mundi nú halda upp á aldarafmæli sitt í nóv- ember ef hann væri enn á lífi og hefur það þótt tilefni til almennilegrar kynningar á listamanninum fyrir nýjar kynslóðir listunnenda því um helgina síðustu var opnuð viðamikil yfirlitssýning á verkum hans í Lista- safni Íslands og spannar hún allt frá fyrstu ab- straktmyndum hans á árum síðari heimsstyrjald- arinnar, þegar listamaðurinn hóf fyrst að gera tilraunir með óhlutbundin form í málverki. Eins og algengt var með abstraktlistamenn í þá daga kaus Svavar að nota tungutak tónlistarinnar til að minna okkur á að form og litir gegndu samskonar hlutverki í málverki og taktur og tónar gera í tónverki og titlaði verk sín Komposisjón, Intermezzo og þar fram eftir götunum. Einnig ber nokkuð á svokölluðum Fúgumyndum á stríðsáratímabilinu sem jafnframt vísa til tungutaks tónfræðinnar. Eftirstríðsmálverk Svavars einkennast af upplausn formsins og titlar vísa nú til náttúrumynda, Íslandslags og gullfjalla. Efnistökin eru áræðin og hefur Svavar einstakt lag á að skapa dýpt á tvívíðum fleti með efn- inu einu. Um skeið leitar listamaðurinn á náðir strangflat- arlistar en fer þó aldrei alla leið í blákalt konkret- málverk. Í sal 2 má reyndar sjá nokkrar pastelmyndir sem ná að þeim mörkum en náttúrumyndin er samt aldrei langt undan og í sama sal hanga málverk sem einkennast af hvössum formum sem vísa til jökla- landslags, ljósbrots og ýmiskonar undra náttúrunnar, þannig að tengslin við guðs græna eru nokkuð skýr. Í sal 1, stærsta salnum, hanga málverk frá sjöunda áratugnum og upp úr. Þar ber Veðrið hvað hæst, en það er eina málverk Svavars í „Amerískri“ stærð. Veðrið er í eigu Árósaháskólans í Danmörku þannig að Íslendingar hafa takmarkaðan aðgang að því og þess vegna er mikill fengur að fá það til landsins. Þetta er yfirþyrmandi verk, form flæða um flötinn og litir neita að staðsetja sig heldur hverfast um í einhverju brjál- æði. Margar minni mynda Svavars gefa Veðrinu samt ekkert eftir og því ástæðulaust að skipta sýningunni niður eins og í fegurðarsamkeppni, enda yfirlitið í heild sinni skilmerkilega uppsett eftir tímatali og stíl eða stílbrotum. Frábær sýning og ómissandi fyrir alla þá sem vilja kynnast verkum eftir listmann sem á sæti í efstu þrep- um píramídans. Í efstu þrepum píramídans Myndlist Svavar Guðnason – Yfirlitssýning bbbbb Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Sýningu lýkur 3. janúar, 2010. Aðgangur ókeypis. Jón B.K. Ransu Hluti Veðursins eftir Svavar Guðnason en verkið er í eigu Árósaháskólans í Danmörku. „Þetta er yfirþyrmandi verk, form flæða um flötinn og litir neita að staðsetja sig heldur hverfast um í einhverju brjálæði,“ segir í dómnum. Helgin mín verður æsispennandi ferðalag á vit listagyðjunnar á Unglist listahátíð ungs fólks þar sem ungt fólk og listsköpun þess verður í aðalhlutverki. Ég ætla að byrja á að fara á ljósmyndasýn- ingu hjá Birtu Rán í Hinu Húsinu á föstudaginn og að því loknu fá mér góðan skammt af rokki beint í æð á tónleikum í Hinu Húsinu um kvöldið. Kaffi Rót verður minn staður á laugardaginn því að þar ætla ég að mæta á Freyðandi kaffi kl. 13 þar sem nemendur frá Klassíska listdansskólanum ætla að gefa okkur forsmekk af því sem koma skal á danssýningu Unglistar á sunnudeginum í Borg- arleikhúsinu. Ég er voða heit fyrir að reyna að skreppa í millitíð- inni á opnun hjá Davíð Erni myndlistarmanni í Hafnarborg en um kvöldið ætla ég síðan pott- þétt að skella mér aftur á Kaffi Rót á Bít á blást- ur sem er tónlistarhlaðborð sem svignar undan kræsingum; jazz, spuni, bræðingur og allskonar tilraunir í gangi. Vakna eldhress á sunnudags- morgni og set mig í dansgírinn og skunda í Borgarleikhúsið kl:14:00, þar ætla ég að dansa inni í mér um leið og ég horfi á upprennandi dansara landsins svífa um sviðið. Helginni ætla ég síðan að ljúka á ljúfum klassískum nótum í Norræna húsinu þar sem efalaust verða fram borin metnaðarfull sí- gild verk ásamt öðru nýmeti. Svíf síðan inn í draumalandið þar sem mig á efalaust eftir að dreyma um allan þann frábæra mannauð sem við eigum hérna á Íslandi og gefur okkur endalaust af orku sinni og sköp- unarkrafti. Fullkomin helgi. Helgin mín Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu Alsnægtaborð listanna Lesbók Þ að er vel fundið til hjá Listasafni ASÍ að halda stóra sýningu á svoldið gleymdum verkum Gunnfríðar Jónsdóttur en hún var fyrsta ís- lenska skúlptúrlistakonan sem vann hér- lendis. Nína Sæmundsdóttir, fyrsta íslenska skúlp- túrlistakonan, starfaði erlendis eins og Gerður Helgadóttir. Gunnfríður var eiginkona Ásmundar Sveinssonar og byggði með honum hús það sem nú hýsir Listasafn ASÍ. Þegar þau skildu og skiptu húsinu á milli sín þá fékk Gunnfríður í sinn hlut Gryfjuna sem var vinnustofa hennar ásamt íbúðarherbergjum hússins. Gunnfríður var sjálfmenntuð að mestu leyti en fyrsta höggmynd hennar Dreymandi drengur ber þess skýr merki að hún þekkti ekki síður til impress- jónískra verka Rodins en klassískra höggmynda eftir að hafa búið erlendis í tíu ár. Gunnfríður er í þeirri undarlegu stöðu að vera brautryðjandi hvað varðar starfsval kvenna um leið og hún þótti íhaldssöm og gamaldags innan þess listheims sem kenndi sig við framúrstefnu og afstrakt list. Þetta var þó gjarnan staða margra listkvenna um allan heim og átti að hluta skýringu sína í því að loksins þegar konum stóð til boða að mennta sig í listaakademíum þá var aka- demísk list komin úr tísku. Það var þó ekki hægt að brjóta grunnlögmál listarinnar nema að hafa fulla þekkingu á grunneigindum hennar. Þetta viðhorf kemur fram í texta um sýninguna en þar er tekið fram að heilmynd Gunnfríðar af nakinni stúlku sýni vel að hún ráði við að móta mannslíkam- ann í réttum hlutföllum. Þetta virðist þurfa að koma fram svo fólk álíti ekki sem svo að trúarlegu stílfærðu myndirnar hennar séu næfar vegna þess að þar er vikið frá klassískum hlutföllum. Á sýningunni má heyra viðtöl Steinunnar Helga- dóttur við ýmsa aðila sem þekktu til Gunnfríðar og dýpkar það myndina sem við gerum okkur af henni. Auðvelt er með hjálp sýningarstjórans, Kristínar G. Guðnadóttur, og ímyndunaraflsins að fara nokkra áratugi aftur í tímann og sjá Gunnfríði fyrir sér í Gryfjunni hvort heldur er að sauma fatnað eða móta höggmyndir. Höggmyndir Gunnfríðar eru einlægar, stórbrotnar og þjóðernislegar, dýrmætur hluti ís- lensks myndlistaarfs sem fela í sér sögu um menn- ingarleg átök sem áttu sér ákveðna samsvörun annars staðar í Evrópu. Ögrandi og íhaldssamt Myndlist Gunnfríður Jónsdóttir: höggmyndir, yfirlitssýning bbbmn Listasafn ASÍ Freyjugötu Sýningin stendur til 15. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Brjóstmyndir Gunnfríðar af nágrönnum og vinafólki, sýndar í Gryfjunni sem var vinnustofa hennar. Þóra Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.