SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 55
8. nóvember 2009 55
A
lltaf er gleðiefni að sjá hús troð-
fyllast unnendum „listtónlistar“ –
til aðgreiningar frá núríkjandi
hrynbundinni tónlist, hinni „nú-
gildu“ sem popphöfundar nútímans ku
stundum nefna. Slík flenniaðsókn að klass-
íkinni gerist víst því miður ekki jafnoft og
tilefnin. Samt blasti hún bláköld við á tón-
leikum Salarins á laugardaginn, þar sem
hvert einasta sæti var skipað við logandi
eftirvæntingu í andrúmslofti.
Og þá vaknar auðvitað sígilda spurningin
sem kalla ætti á markvissa menningarrann-
sóknarblaðamennsku: Hvers vegna? Hvað
hékk eiginlega á spýtunni? Að fá það gegn-
sætt upp á borð í samræmi við kröfur tím-
ans væri vissulega vel þegið. S.s. hvort að-
sóknin væri árangur óvenjumikillar
auglýsingaherferðar hússins, skeleggrar
smölunar einkaaðilja, hvors tveggja – eða
einhvers annars.
En að vanda var maður litlu nær. Jafnlitlu
og þegar frábærir en kannski of ókunnir
erlendir listamenn hafa stundum þurft að
horfa fram í nærri galtóman sal á sama
stað.
Þó má eflaust ímynda sér að faglegt orð-
spor sænska klarínettistans Martins Fröst
(f. 1970) hafi haft sitt að segja, enda virtust
hljómlistarmenn, ekki sízt tengdir sama
hljóðfæri, áberandi margir meðal áheyr-
enda. Svo sízt sé dregið úr verðskulduðu
fylgi óskabarns þjóðarinnar á slaghörpu,
Víkings Heiðars Ólafssonar. Því þó ekki
kæmi til skoðanakönnun Capacent Gallups,
var nokkuð ljóst að þessir tveir tónkraftar
vógu hér þyngra en annars girnilegt efn-
isval dagsins af síðrómantískum og ný-
klassískum toga. Enda gizka vænleg dúó-
samsetning á ferð, undirstrikuð af
fyrirsögninni „Tvö ungstirni“.
Það var líka sem við manninn mælt.
Spilamennskan sveik engan. Eftir leikandi
úttekt á krefjandi 1. Rapsódíu (1910) De-
bussys fyrir klar. og píanó, að sögn eitt erf-
iðasta verkið sem samið gefur verið fyrir
blásturshljóðfærið, birtist bráðskemmtileg
túlkun þeirra félaga á Stefi og tilbrigðum
(1974) eftir Françaix. Þarnæst kom léttilega
djassskotin Sónata Poulencs frá 1962; eins
og hitt ávallt í fínstillu samvægi og flutt af
tápmiklum gáska á hraðari sprettum.
Eftir hlé flutti Fröst einn verk sitt Voices
on Wings (2005) með makalaust litríkt
blásnum effektum – ein þeirra minnti
m.a.s. á tónsög(!) – í tengslum við BACH-
frumið fræga auk snöggsoðinna tilvitnana
úr m.a. Badinerie meistarans, er ásamt
bakgrunni úr „lifandi“ rafgeymd vakti upp
seiðandi geimmynd af tónsögulegu tíma-
flakki.
Burðugasti biti dagsins, Es-dúr Sónata
Brahms frá 1894, rann sömuleiðis undral-
júft niður við dúndrandi undirtektir, enda
túlkuð af jafnt skáldlegt örðulausri lipurð
sem syngjandi músíkalskri yfirvegun. Þó að
suma fortissimókafla Víkings hefði e.t.v.
mátt stilla einu styrkstigi lægra, lýsti auð-
heyrð samspilsgleðin upp umhverfið sem
leiftur um nótt. Loks framkallaði aukanúm-
erið, eldhröð en klukkusamtaka flennireið
um alkunnan czardas Montis, öskrandi
hyllingu tónleikagesta á fæti, og ekki nema
að vonum.
Öskrað á fæti
Tónlist
Kammertónleikar
bbbbm
Salurinn
Verk eftir Debussy, Fröst, Poulenc, Françaix og
Brahms. Martin Fröst klarínett, Víkingur H. Ólafsson
píanó. Laugardaginn 31. október kl. 17.
Ríkarður Ö. Pálsson
F
ramandleiki og einsemd
setja mark sitt á margar
sögur Gyrðis Elíassonar í
nýju smásagnasafni hans,
Milli trjánna. Það eru 47 sögur í
þessari bók og því af ýmsu að
taka. Samt er það nú svo að sög-
urnar eru nokkuð sviplíkar og
fyrir bragðið ekki mjög fjöl-
breytilegar. Hér er hins vegar
sagnagerð eins og hún gerist best,
jafnvel þar sem slakað er á frumleikakröfunum.
Sögur Gyrðis bera ávallt með sér sterk og draumkennd einkenni. Þessi
bók er þar engin undantekning. Sögurnar eru knappar, oft í raun ein-
hvers konar augnabliksmyndir og þær hverfast gjarnan um eina þunga-
miðju. Mikil áhersla er lögð á sjónarhorn og sögumiðju enda er það
kannski eðli svo knapprar sagnagerðar. Í sumum sögunum er það stund
hinnar mestu breytingar, dauðastundin, sem ber að dyrum. Í öðrum
finnum við fyrir návist yfirvofandi ógnar. Persónur eru margar í ein-
kennilegu vari við raunveruleikann og lífið en eru samt vitandi eða óvit-
andi í miðjum hráslagaleika tilverunnar.
Það er í raun ákaflega dimmt yfir þessari bók. Sögurnar eru einhvern
veginn í einhverju hálfrökkri, staðsettar á mörkum lífs og dauða, vit-
undar og óvitundar. Minnisstæð er mér skyndimynd af nýlátnu barni sem
horfir á hnípna foreldra sína og skilur ekki sorg þeirra. Nokkrar augna-
bliksmyndirnar eru af skyndilegum og ofstopafullum dauða og aðrar af
yfirvofandi innri eða ytri ógn sem nálgast með voveiflegum hraða og
maður veit ekki hvort er í vöku eða draumi.
Aðrar myndirnar eru skondnar. Sérkennileg er t.d. frásögn af lækni
sem fer í vitjun til sjúklinga sinna um fjallvegi og hefur þá áráttu að vilja
jafnan lesa kviður Hómers undir stýri. Eða sagan af manninum sem ekur
heim á leið og mætir sjálfum sér í dyrunum. Fantasían tekur oft völdin í
sögum Gyrðis. En þær eru jafnframt hnitmiðaðar. Borges hefði jafnvel
ekki getað hnitað sumar þeirra betur saman. Og einatt er eitthvað ósagt í
textanum, einhver grunur sem kviknar, einhver gáta sem er óleyst í lok-
in.
Milli trjánna kemur tryggum lesendum Gyrðis ekki beint á óvart. Hann
er þekkt stærð og stíll hans og sagnasjóður hans tekur engum stórkost-
legum breytingum. Þótt hér sé um nokkuð margar sviplíkar smásögur að
ræða er ávallt eitthvað í þeim sem kemur manni á óvart í textanum því að
Gyrðir er enginn miðlungshöfundur.
Líf og dauði
Skafti Þ. Halldórsson
eftir Gyrði Elíasson,
Uppheimar 2009 –
270 bls.
Smásagnasafn
Milli trjánna
Bækur
LISTASAFN ÍSLANDSÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Áttu forngrip í fórum þínum?
Þjóðminjasafn Íslands býður upp á greiningu á gömlum gripum
sunnudaginn 8. nóvember kl. 14-16
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur!
Leiðsögn á pólsku sunnudaginn 8. nóvember kl. 14
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is.
Söfnin í landinu
LISTASAFN ASÍ
24. okt. til 15. nóv. 2009
GUNNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
MYNDHÖGGVARI
1889-1968
Opið 13-17 alla daga
nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Listir – hönnun - handverk
ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR
og
EINU SINNI ER
Listasmiðja laugard. kl. 15
Leiðsögn sunnudag kl. 15
OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
SVAVAR GUÐNASON
31.10. 2009 - 03.01. 2010
LEIÐSÖGN á sunnudag kl. 14
VERK OG VINÁTTA SVAVARS GUÐNASONAR
OG HALLDÓRS LAXNESS
Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins
og Sigríður Melrós Ólafsdóttir sýningastjóri
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Sýningar opnar alla daga:
Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á.
Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu
Náttúrugripasafnsins.
Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu
þjóðarinnar. Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir
200 árum.
Sýning Íslandspósts „Póst- og samgöngusaga - landpóstar,
bifreiðar, skip og flugvélar“ ásamt frímerkjasafni Árna Gústafssonar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn: Innistæða, íslensk
myndlist í eigu Landsbankans,
1900-1990.
Sýningarstjóri: Aðalsteinn
Ingólfsson
Bíósalur: Verk úr safneign
Listasafns Reykjanesbæjar
Bátasafn: 100 bátalíkön
Byggðasafn: Völlurinn
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com