Organistablaðið - 01.10.1968, Page 6

Organistablaðið - 01.10.1968, Page 6
óskiljanlegt, að hann skvldi eiga þess kost, að ræna stund frá þess- um erilsömu slörfum til að stunda tónsmíðar, en þrátt fyrir öll sín miklu ai’rek, munu það verða tónsiníðar hans, sem bera nafn hans inn í eilífðina. Dr. Páll ísólfsson, fyrrv. tónlistarstjóri Ríkdsútvarpsins Ein stofnun íslenzk mun öðrum fremur liafa haft mikil áhrif á tónlis.arsmekk og áhuga þjóðarinnar. Sú stofnun er Ríkisútvarpið. Mikil gæia var, að þar réði dr. Páll ísólfsson fyrir tónlistardeild nær fjóðung aldar, framundir árslok 1959. Styrkur hans í starfi við Ríkisútvarpiö var í því fólginn, að jafnframt því að gera kröfur til hlustenda, kom hann til móts við sanngjarnar kröfur þeirra. I senn var hann og er virðulegur og alþýðlegur, alvörumaður og gaman- samur, bæði góður kennari hlustenda og skemmtilegur heimilisvinur í hverri stofu, þar sem viðlæki var oj)ið. — Þegar PáR nú er hættur umstangi og horfir yfir farinn veg, getur hann sannarlega glaðzt yfir árangri erfiðis síns, því ekki munu þeir margir, sem markað hafa dýjiri spor en hann í menningarlil’i þjóðar sinnar. Afbragðs menntun, ágæt sköjrunargáfa og frábær túlkunarhæfileiki, ásamt lif- andi áhuga og ást á lónlistinni, hafa gert Pál að þeim merka manni, sem öll þjóðin hefur um áratugi virt og dáð. Rikisútvarpið þakkar dr. Páli ísólfssyni ómetanleg störf í þess þágu, og árnar honum á 75 ára afmæíinu allra heilla um ókomin ár. Gamlir samstarfsmenn þar og útvarpshlustendur aUir veit ég að taka undir þau orð í einum samstilltum þjóðkór. (i ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.