Organistablaðið - 01.10.1968, Síða 29

Organistablaðið - 01.10.1968, Síða 29
Útlendar fréttir. Nýlega komu út Goldbergstilbrigði Bachs á hljómplötum hja HMV, leiku- ar af Helmut Walcha á sembal. Einnig allar prelúdíur og fúgur Das Wohlt- emperiertes Klavier. Columbia gefur út um þessar mund- ir röð af kantötum Bachs. Súdwest- deutsches kammerorchester ásamt ein- söngvurum og Heinrich Schútz kórn- um flytja, undir stjórn Fritz Werners. Þorkell Sigurbjörnsson var gestur á norrænu tónlistarhátiðinni í Stokk- hólmi í septemlier sl., en þar var frumflutt kammerverk eftir hann, pantaS af hátíðarnefndinni. Pcrsunalia: Lco Sawerby, merkur organleikari og tónskáld lézt í Ohio, Bandarikjun- um 7. júlí sl. Julius Isserlis, rússneskur píanó- leikari, er bjó lengst af í I.ondon dó þar 23. júli sl. 78 úra uð uldri. Hann var heimskunnur Chopin-túlkari. Juan Castro, eitt merkastu tónskúld og hljómsveitarstjóri Argentínu lézt nýlega 73 ára aS aldri. Þeim, sem vilja kynnast nýrri orgel- tónlist, má benda á að nýlega kom út hljómplata frá Wergo (EMI) meS verkum eftir Kagel, Otte, Cage og Allende-Blin. Gerd Zacher leikur. Hjá Erato-EMI heldur áfram útgáf- an á orgelverkum Bachs „Das Orgel- werk“. Komnar eru 10 plötur, sem Marie-Claire Alain leikur á orgel í Danmörku og Svíþjóð. Nýlega fundust í Brússel handrit tveggja stuttra píanólaga eftir Schu- bert, að likindum æskuverk. Ennfrem- ur sönglag áður óþekkt, „Die Wall- fahrt", sem að líkindum er samið 1816. Finnandinn, Keinliard van Hoo- rickx, hefur nú gefið út þetta söng- lag Schuberts ásamt ljósriti af hand- ritinu. Samkcppni: Bernhard Sprengel Kammermúsík- verðlaun fyrir tónsmiS fyrir 1—8 hljóð- færi. Hljóðfæraval frjálst. Lágmarks- aldur 25 ár. Verðlaun DM 3000. — Skilafrestur 15. febrúar 1969. Upplýs- ingar: Kulturkreis im Bundesverband der Deutschen Industrie, Köln 10, Habsburgerring 2—12. Alþjóða hljómsveitarstjórasamkeppni Dimitri Mitropoulos i New York 13.—23. janúar 1969. Aldurstakmörk: 20—33 ára. Verðlaun samtals $8500. Þátttökutilkynning berist fyrir 2. des. nk. til Mitropoulos Music Competition, 130 East 59th St. New York, 10022. 4. alþjóðleg Francisco Vinas-söng- kepiini í Barcelona 17.—24. nóv. nk. Aldurstakmörk: kvenna 18—35: karla 20—35 ára. Þátttökutilkynning fyrir 21. október. — Upplýsingar: Concurso Internacional de Canto, Via Layetana 139, Barcelona. FÉLAG ÍSL. ORGANLEIKAUA STOFNAÐ 17. JÚNl 1951 Stjórn: Formaður: Páll Kr. Pálsson, Álfa- skeiði 111, Ilafnarfirði, sími 50914. Ritari: Jón G. Þórarinsson, Háaleitis- braut 52, Rvík, simi 34230. Gjaldkeri: Gústaf Jóhannesson, Hring- braut 39, Rvik, sími 11978. ORGANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.