Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 6
tegund fjölröddunar og jafrivel um guðlþjónustu með tillieyrandi tónlist. Uppliaflega 'hét orgelið Organa Hydraulica. Ef um styttingu á því heiti var að ræða fóM orðið organa burt, en eftir stóð Hydraulis eða Hydra. Það liefur einnig valdið misskilningi að fleirlölumyndin organa er notuð jöfnum höndum um eitt hljóðfæri, og mörg hljóðfæri, líkt og Frakkar gera enn í dag. Þar getur fleirtölumyndin les orgues táknað eitt orgel. Gegnum aldirnar hefur orgelið einnig fengið sín skáldlegu nöfn. „Drottning bljóðfæranna“ er kunnast. Það er eignað Guillimau de Machault (1300—1377). Einnig hefur það verið nefnt „Þjónusta Drottins", sem bendir á þátt þees í kristinni guðþjónustu. I hita siðbótarbaráttunnar gegn prjáli kaþólskunnar fékk það naínið „Trompet djöfulsins". Upphaf orgelsögunnar. Það hníga öll rök og tiltækar h'eimildir að því, að orgelið sé fundið upp af einum manni. Þessi maður var vélfræðingur Ktesibios að nafni. Hann var frá Alexandriu í Egyptalandi. Líklegasta ártal þessa atburðar tónlistarsögunnar er 246 f.Kr. Ekki er það með öllu ljóst, hvort Ktesibios hefur búið i Alexandriu eða Aspendus í Litlu Asíu, þegar Jretta átti sér stað. Ktesibios nefndi hljóðfærið Hydraulos (vatns-aulos). Aulos var mjög þekkt blásturshljóðfæri meðal Grikkja. Það líktist verulega J)VÍ hljóðfæri, sem 'kallað er óbó í dag. Vatn var notað til að stjórna loftþrýstingnum til pípnanna. Af íþví fékk það nafnið vatns-orgel. Áliugi fyrir Jiessum forngrísku hljóðfærum var að mestu hjá tækm- mönnum. Þess vegna eru til mjög ýtarlegar lýsingar á byggingu þeirra og allri gerð. Um þá hlið sem snýr að tórilistinni er aftur á móti fátt vitað. Þeir tveir menn, sem hafa látið eftir sig skilmerki- legustu lýsingarnar, eru vélfræðingurinn Heron frá Alexandriu í riti sínu Pneumatica. Hann var uppi á 1. öld e.Kr. Hinn var arkitekt- inn Vitruv, sem var uppi á 1. öld f.Kr. Rit hans heitir De Architec- tura. Það orgel, sem Heron 'lýsir, er orgöl Ktesibiosar (sjá myndl). Það hefur eina röð af pípum (A). Þ. a. e. s. einfalda röð Aulos- hljóðfæra, sem stillt voru eftir ákveðnum tónskala. Fyrsta rödd 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.