Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 30
Kirkjukórarnir í Suður-Þingeyjar- sýslu héldu samkomu 26. febrúar s.l. í Ljósvetningabúð. Formaður kirkju- kórasambandsins, Þráinn Þórisson, setti samkomuna og stjórnaði henni. Meðan setið var undir borðum sungu 6 kirkjukórar 2—3 lög hver. Þeir voru: Kirkjukór Hálssóknar, söngstjóri séra Friðrik A. Friðriksson og undir- leik annaðist Gertrud Friðriksson, Kirkjukór Húsavíkur, stjórnandi Stein- grímur Sigfússon, Kirkjukór Nessókn- ar í Aðaldal, stjórnandi Sigurður Fransson, undirleikari Friðrik Jóns- son, Kirkjukór Grenjaðarstaðar, stjórn- andi Sigurður Sigujónsson, undirleikari Friðrik Jónsson, Kirkjukór Reykja- ldíðar, söngstjóri Jón Árni Sigfússon, undirleikari Björg Friðriksdóttir ng Kirkjukór Skútustaða, söngstjóri Örn Friðriksson. Þegar borð höfðu verið tekin upp, sungu allir kórarnir sameiginlega og auk þess söng með fólk úr Reykjadal, Búrðardal og víðar að. 10 kirkjukórar mættu til mótsins. Kórarnir sungu 5 lög undir stjórn eftirtalinna í réttri röð: Örn Friðriksson, Jón Árni Sig- íússon, Steingrímur Matthias Sigfús- son, Þráinn Þórisson og Friðrik A. Friðriks9on. Mun þessi samkór hafa talið allt að 300 manns og varð hljóm- ur hans furðuvel samstilltur, en aBir söngstjórarnir höfðu heimsótt kórana til skiptis í vetur og undirhúið þá. Mikið starf liggur að haki slíkra móta, sem gefur kórunum kærkomið tilefni til æfinga auk þess sem þau efla sam- hug og samhjálp innanhéraðs. Iíeiðursgestir þessarar samkomu voru PáB II. Jónsson og kona hans. Páll var áður fyrr mjög virkur þátttakandi í sönglífi í sýslunni. Hann var formaður kirkjukórasamhandsins um margra ára skeið. Páll flutti snjalla ræðu, minntist með ánægju fyrri tíma og livatti til dáða á sviði tónlistar og félagsmála. Margir fleiri tóku til máls og tóku mjög í sama streng. 'i'aHð er að um 400 manns hafi sótt mót þetta, sem segja má að hafi verið öllum til sóma cr að stóðu. Kirkjuvika var í Lágafellskirkju dagana 5.—íi. marz. Flutning talaðs orðs önnuðust: Sókn- arprestur, spurningabörn úr sókninni, Júlíus Baldvinsson, IIalldór Gröndal, stud. theol., Pétur Maack, stud theol., Gylfi Jónsson, stud. theoL, Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur og Stína Gísladóttir, kennari Tónlistarflutning önnuðust: Hjalti Þórðarson, organleikari, Kirkjukór LágafeBssóknar, Telpnakór Varmár- skóla, undir stjórn Guðrúnar Tómas- dóttur, Skólalúðrasveit MosfeBssveit- ar undir stjórn Birgis D. Sveins- sonar, Gunnar Björnsson og Jón Dalbú Hróhjartsson, og Þrjú á palli. Á miðvikudag var föstumessa, sr. Árni Pálsson messaði. Þá söng Kirkjukór Kópavogskirkju, organleikari var Guð- mundur Matthíusson. Uúsavíkurkirkja. Helgitónleikar — musica sacra — voru haldnir í gær, langafrjádag, í Húsavíkurkirkju að viðstöddu fjöl- menni. — Flytjendur voru: Kirkjukór Húsavíkur ásamt einsöngvurum, sem voru, Emelía Friðriksdóttir, Ingvar Þórarinsson og Kristján Jónasson, — organistinn, Steingrímur Matthías Sigfússon, sóknarpresturinn, sr. Björn H. Jónsson og Sigurður Árnason flautuleikari úr Lúðrasveit Húsavíkur. Tónleikarnir hófust með tveim verk- 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.