Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 11
lega lífs. Hirðlífið í Bagdad náði hámarki 750—850. Á þessum árum var mikið af grískum ritum þýtt á arabisku. Meðal þeirra rita var Pneumatica Herons frá Aiexandríu, sem hefur aðeins varð- veitzt í þessari þýðingu. Mörg arabísk rit geta um Hydraulis, þótt greinilegt sé, að höfundarnir hafi ekki séð hljóðfærin, heldur séu að skrá munnmæli. Eftir 'því sem næst verður komizt af þessum arabísku ritum, er'hér um að ræða 4 mismunandi hljóðfæri: 1) Sams konar orgel, eem tíðkuðust við hirðina í Konstantinopel. ,2) Orgel, sem gefa frá sér mjög sterk liljóð, cins konar signal- hljóðfæri. 3) Svipaðrar gerðar virðist hljóðfæri, sem kaiilað var „magrepha” 'hafa 'Verið, en um það er getið í babyionsku riti. Það Itefur verið reynt að ieiða rök að því, að þetta hljóðfæri væri það sama, sem notað 'liafði verið i musterinu í Jerúsalem. Þetta eru þó eingöngu getgátur. 4) Ýmiss konar gullin tré með breyfanJegum syngjandi (bljómandi) fuglum í greinum. Þannig 'hafði bið bysantiska hirðorgel þróazt á ýmsa vegu, en átti það sameiginlcgt, að notast við það Iöftverk, scm Ktesibios hafði fundið upp. Þessi hljóðfæri voru iþví oft nefnd organa Hydraulica. Þessi þróun er okki með öl'lu ókunn á vesutrlöndum sibr. Tivoli á 16. öld og Iiöll Loð.víks 13. í St. Germain. Fyrir sjónum okkar nútíma- ínanna er þetta þó fyrst og fremst veröld þúsund og einnar nætur. OrgeliS og afslaSa hinna fyrslu kirhjufeSra. Orgol vestrómvcrSka rikisins var veraldlegt hljóðfæri eins og orgelið i Konstantinopel. Hinir fyrstu kirkjufeður voru fjandsam- legir allri hljóðfæratónlist og þá ek'ki slízt orgolinu, sem var skylt hinu syndsamlega Aulos. Kirkjufaðirinn Justinus (103—168) 'bannaði allan hljóðfæraleik í kirkjum og Hyronimus áleit öll Ihljóðfæri skaðleg. Hann varaði eindregið við alllri notkun þeirra. Á kirkjuþingi í Arles 314 voru organleikarar ásamt leikhúsfólki bannfærðir. Með jressari afstöðu ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.