Organistablaðið - 01.09.1972, Page 3

Organistablaðið - 01.09.1972, Page 3
víkur til þess að hlýða á söngkennslu Brynjólfs Þorlákssonar og Sigfúsar iKinarssonar í barnaskóla Reykjavíkur og Iæra af reynslu iþeirra, en þeir Iþóttu hinir ágætustu söngkennarar. Enn fremur fór hann Jiokkrum sinnum utan til frekara náms í tónlist, og árið 1913 stund- aði hann nám við kennaraháskólann i Kaupmanna'höfn. Auk þess kynnti hann sér söngkennslu í Noregi og Svíþjóð. Auk umfangsmikilla kennslustarfa stofnaði Eriðrik nokkra kóra ■og þjálfaði þá. — Fyrst iná telja karlakórinn „Þresti“, sem hann stofnaði 1912 og stjórnaði í 14 ár. Kvennakór, „Erlur“ stofnaði hann 1918. Sá kór starfaði nokkur ár og söng oft opirtberlega. Nokkra aðra kóra stofnaði hann í Hafnarfirði, en þeir urðu skannn- lífir. Nokkuð sinnti Friðrik ritstörfum, aðallega um tónlist og ættfræði. Hann stofnaði ásamt Sigfúsi Einarssyni tónlistartímaritið „Heimi“ hinn eldri, er lióf göngu sína 1923 og kom út i nokkur ár. Eftir fyrsta árið varð harm að láta af ritstjórn þess sökum annríkis. Hann skrifaði margar ágætar greinar í það blað. Fyrir nokkrum árum birtust nokkrir minningaþættir eftir Friðrik i tímaritinu „Akranes“. Seinna voru þeir gefnir út í bókarformi (Akranesútgáfan 1957). Helzta starf Friðriks utan söngkennslunnar var kirkjuorganleik- arastarfið. — Við Garðakirkju starfaði liann frá því í júli 1914 og fram á jólaföstu það ár, er Hafnarfjarðarkirkja var vígð og tók hann við organleikarastarfi þar. Árið 1916 gaf kvenfélag kirkjunnar rtýtt 7 radda pí]iuorgel í kirkjuna og var það fyrir tilstilli Friðriks. Orgelið smíðaði Zaéhariassen í Árósum og þótti hið ágætasta hljóð- færi. Það kostaði 3700 krónur. Þetta orgel er nú í Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Kirkjusöngur hjá Friðrik þótti alltaf mjög vandaður og kórinn var skipaður úrvals söngröddum. — Hátíðavíxlsöngva samdi hann, 'sem um árabil voru sungnir. Sérstaklega má geta áramótasöngvanna, sem settu sérstakan hátíðablæ á guðsþjónusturnar á gamlárskvöld og rtýársdag. Kirkjrtkórinn söng einnig við ýms tækifæri utan kirkju í fíð Friðriks, m. a. tvívegis í útvarp og þótti takast vel. Hann sagði lausu organleikarastarfinu við Hafnarfjarðarkirkju baustið 1950. Hann hafði þá um hríð þjáðst af taugabólgu í hægri hendi, sem gerði honum ókleift að rækja það starf svo vel, að hann gæti við unað. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.